Jón Ingi og Dagný Edda keilarar ársins.

Facebook
Twitter

Stjórn KLÍ hefur valið keilara ársins. Keilarar ársins 2017 eru Jón Ingi Ragnarsson og Dagný Edda Þórisdóttir. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagný Edda Þórisdóttir KFR

Helstu afrek Dagnýar á árinu 2017 eru þau að hún varð Reykjavíkurmeistari einstaklinga og fór fyrir liði sínu KFR-Valkyrjum sem varð Íslandsmeistari. Dagný tók þátt í sýningarmóti fyrir Smáþjóðarleikana í San Marino með góðum árangri ásamt því að ná góðum árangri á Reykjavík International Games og einnig AMF mótaröðinni hér heima. Dagný lék með landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í Las Vegas nú í haust. Dagný hefur starfað að félagsmálum hjá félagi sínu, KFR og með því og spilamennsku sinni verið fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Ingi Ragnarsson KFR

Jón Ingi Ragnarsson er karl keilar árins 2017. Jón Ingi, sem er búsettur í Svíþjóð, lék vel á Íslandsmóti einstaklinga. Hann lék á nokkrum mótum á Evrópumótaröðinni og ber þar hæst árangur hans á Norska opna meistaramótinu þar sem hann endaði í 5. sæti. Jón Ingi hefur spilað mjög vel með liði sínu BK Brio í sænsku 2. deildinni þar sem þeir eru 4. sæti og í harðri baráttu um að komast í umspil um sæti í efstu deild. Jón var í landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í Las Vegas þar sem hann endaði í 56. sæti af 214 keppendum.  Jón Ingi er jákvæður og yfirvegaður keilari og er þannig fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

Nýjustu fréttirnar