
Dregið verður í bikarkeppni liða í kvöld 06.03.2018 kl 18:45 upp í Keiluhöllini Egilshöll
Íslandsmót unglinga – Lokadagur – 2 Íslandsmet
Íslandmót unglinga fór fram um helgina en forkeppni var spiluð í gær laugardag og svo framhaldið í dag sunnudaginn 3. mars. Tvö Íslandsmet féllu í dag en Alexandra Kristjánsdóttir úr ÍR bætti 15 ára gamalt met í einum leik 3. flokki stúlkna þegar hún náði 227 pinnum í fyrsta leik í úrslitum flokksins. Fjóla Dís Helgadóttir úr KFR setti einnig met í fjórum leikjum í 5. flokki stúlkna þegar hún lék 449.
Íslandsmeistarar í Opnum flokki pilta og stúlkna urðu þau Steindór Máni Björnsson úr ÍR og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór. Alls tóku 38 ungmenni þátt í mótinu í ár, 13 frá ÍA, 12 frá ÍR, 11 frá KFR og 2 frá Þór.
Úrslit í mótinu urðu eins og hér segir:
Fyrri degi á Íslandsmóti unglinga lokið
Í morgun var leikið á Íslandsmóti unglinga en þetta var fyrri umferðin í mótinu. Alls taka 38 krakkar þátt í keppninni í ár þar af 13 frá ÍA, 12 frá ÍR, 11 frá KFR og 2 frá Þór. Mótið fer þannig fram að í 1. og 2. flokki stúlkna og pilta eru leiknir 6 leikir hvorn daginn í forkeppninni en í 3., 4. og 5. flokki beggja kynja eru leiknir 4 leikir hvorn daginn. Á morgun sunnudaginn 4. mars fer svo fram seinni umferðinn auk úrslita í 1., 2. og 3. flokki auk opna flokksins en þar taka þátt þeir 3 sem hafa hæsta meðaltal úr mótinu óháð flokki.
Bestur pilta í dag var Steindór Máni Björnsson úr ÍR en hann keppir í 1. flokki pilta og náði 1.263 pinnum í 6 leikjum eða 210,5 í meðaltal. Best stúlkna var Sara Bryndís Sverrisdóttir sem keppir í 3. flokki og var hún með 617 í fjórum leikjum eða 154,3 í meðaltal.
Fjölmennasti flokkurinn á mótinu í ár er 4. flokkur pilta en þar keppa 8 sprækir piltar um titilinn í ár. Fjölmennasti stúlknaflokkurinn er 3. flokkur en þar eru þær 7 sem keppa. Aðeins fer fram úrslitakeppni í 1., 2. og 3. flokki þar sem 4 eða fleiri keppa. Í 4. flokki sigrar sá sem er efstur eftir forkeppni en samkvæmt reglum ÍSÍ er ekki keppt um titilinn í 5. flokki en þar fá allir þátttakendur verðlaun að loknu móti.
Á morgun 4. mars byrja 1. og 2. flokkur keppni kl. 08:00 í Egilshöll en aðrir flokkar hefja keppni kl. 8:45.
Breyting á leiktíma um helgina
Vegna Íslandsmóts unglinga um helgina hafa leikir færst til á tíma.
nánar inn á dagskrá
|
Laugardagurinn 3. mars 2018
|
||||
|
Íslandsmót unglinga – 1.umferð
09:00,
|
||||
|
2. deild kvenna – 18. umferð
12:00, Keiluhöllin Egilshöll
|
||||
| Br. 21 – 22 | KFR-Elding | – | ÞÓR-Þrumurnar | |
|
2. deild karla – 10. umferð
14:00, Keilusalurinn Akranesi
|
||||
| Br. 3 – 4 | ÍA-W | – | ÞÓR-Plús | |
|
Bikarkeppni liða, konur – 8 liða úrslit
16:30, Keilusalurinn Akranesi
|
||||
| Br. 3 – 4 | Þór-Þrumurnar | – | ÍR-Buff | |
|
1. deild karla – 14. umferð
19:00, Keilusalurinn Akranesi
|
||||
| Br. 3 – 4 | Þór | – | KFR-Lærlingar | |
|
Sunnudagurinn 4. mars 2018
|
||||
|
Íslandsmót unglinga – 2.umferð & Úrslit
08:00,
|
||||
|
1. deild karla – 13. umferð
11:00, Keiluhöllin Egilshöll
|
||||
| Br. 21 – 22 | KFR-Grænu töffararnir | – | Þór | |
|
2. deild karla – 12. umferð
12:30, Keiluhöllin Egilshöll
|
||||
| Br. 19 – 20 | KFR-JP-Kast | – | ÞÓR-Plús | |
|
2. deild kvenna – 19. umferð
14:00, Keilusalurinn Akranesi
|
||||
| Br. 3 – 4 | ÞÓR-Þrumurnar | – | ÍR-KK | |
|
2. deild karla – 13. umferð
14:30, Keiluhöllin Egilshöll
|
||||
| Br. 21 – 22 | ÍR-Land | – | ÞÓR-Plús | |
|
1. deild karla – 8. umferð
15:00, Keilusalurinn Akranesi
|
||||
| Br. 3 – 4 | Þór | – | KFR-Stormsveitin | |
|
Bikarkeppni liða – 8.liða
19:00,
|
||||
|
Bikarkeppni liða, karlar – 8 liða úrslit
19:00, Keiluhöllin Egilshöll
|
||||
| Br. 15 – 16 | ÍR-L | – | KFR-Lærlingar | |
|
Bikarkeppni liða, konur – 8 liða úrslit
19:00, Keiluhöllin Egilshöll
|
||||
| Br. 17 – 18 | KFR-Skutlurnar | – | KFR-Valkyrjur Z | |
| Br. 19 – 20 | KFR-Valkyrjur | – | ÍR-BK | |
| Br. 21 – 22 | ÍR-TT | – | KFR-Afturgöngurnar | |
|
Bikarkeppni liða, karlar – 8 liða úrslit
19:00, Keilusalurinn Akranesi
|
||||
| Br. 3 – 4 | ÍA | – | KFR-Stormsveitin | |
Úrslit í Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf 2018

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf hófst í Keiluhöllinni Egilshöll á laugardag og lauk því í kvöld
Mótið var mjög vel sótt og voru það 45 spilarar sem að hófu leik á laugardag kl 10:00
27 karlar og 18 konur. Eftir leiki helgarinnar var skorið niður í 12 karla og 12 konur sem að spiluðu 4 leiki á mánudag,
eftir það var skorið niður í 6 karla og 6 konur sem spiluðu í kvöld (27.02.2018)
Kvöldið byrjaði þar sem allir léku við alla einfalda umferð, 6 karlar og 6 konur .
Veitt voru 20 bónus stig fyrir að vinna andstæðinginn og 10 fyrir jafntefli lögðust þau aukastig við skor uppsafnað skor mótsins.
Hjá konunum duttu út eftir þessa leiki
Ragna Matthíasdóttir KFR,
Helga Ósk Freysdóttir KFR
Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR
en í karlakeppninni duttu út
Arnar Davíð Jónsson KFR,
Birgir Guðlaugsson ÍR
Hannes Jón Hannesson ÍR

Til úrslita í kvennaflokki léku
Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR
Bergþóra Pálsdóttir Þór,
Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR.
Það var svo Bergþóra Pálsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2018.

Til úrslita í karlaflokki léku
Hlynur Atlason ÍA
Mikael Vilhelmsson KFR
Guðlaugur Valgeirsson KFR
Það var svo Guðlaugur Valgeirsson Sem stóð uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2018.
Íslandsmót unglinga 2018
Íslandsmót unglinga verður haldið um næstu helgi eða dagana 3. og 4. mars. Olíuburður í mótinu verður Wall Street 40 fet. Þjálfarar félaga munu í vikunni taka við skráningum keppenda.
1. flokkur 17 til 18 ára (f. 2000 – 2001) * Unglingar fæddir eftir 1. september 1999 geta keppt.
2. flokkur 15 til 16 ára (f. 2002 – 2003)
3. flokkur 13 til 14 ára (f. 2004 – 2005)
4. flokkur 11 til 12 ára (f. 2006 – 2007)
5. flokkur 9 til 10 ára (f. 2008 – Yngri)
Mótafyrirkomulag
1. og 2. flokkur spila 12 leiki í forkeppninni
Laugardaginn 3. mars kl. 09:00 6 leikir
Sunnudaginn 4. mars kl. 08:00 6 leikir
3. og 4. flokkur spila 8 leiki í forkeppninni
Laugardaginn 3. mars kl. 09:00 4 leikir
Sunnudaginn 4. mars kl. 08:00 4 leikir
Úrslit 3 – 2 -1 -1
Úrslit mótsins verða á sunnudeginum að lokinni forkeppni og verður í 1. til 3. flokki spilað þannig að 3. sætið mætir 2. sæti í einum leik, sigurvegari þar mætir þeim sem endar í 1. sæti og þarf tvo sigra til að hampa titlinum. Í 4. flokki er ekki spilað til úrslita heldur er skorið úr forkeppninni sem ræður úrslitum. Í 5. flokki fá allir keppendur verðlaun.
Opinn flokkur
Strax á eftir úrslitum í flokkunum er spilað í opna flokknum og eru úrslit með sama hætti 3 – 2 – 1 – 1, sjá nánar Reglugerð KLÍ um Íslandsmót unglinga.
Skráning fer fram hjá þjálfurum félaganna og lýkur fimmtudaginn 1. mars.
Unglinganefnd
Farðu úr bænum 2018

Eftir vinsældir Skagamaraþons hefur annað mót verið sett af stað með svipuðu sniði.
Fyrsta holl í forkeppni er sunnudaginn 25.feb 2018
Næstu holl eru svo eftir samningum við Gumma hér
Fyrirkomulag mótsins er:
Spilaðir eru 6 leikir í forkeppni með 70% í forgjöf sem miðast við 210 mest 42
Verð í Forkeppni fyrir 19.mars er 4000kr eftir 19.mars er það 6000kr í fyrsta holl en 4000kr í næsta
Auk þessa verður tvímenningspottur 1000kr á tvímenning og rennur hann óskiftur til hæsta Tvímennings að lokinni forkeppni
Olíuburður:
Arnarhreiðrið ( sami og var í Skagamaraþon )
Úrslit:
Níu bestu skor
Tveir bestu early bird
Besta daman
Besta daman á forgjafar
Hæsta sería án forgjafar
Túrbo, (5 & & leikur)
Besti eldriborgari (50+)
Besti unglingur (-18)
Úrslit eru spiluð Sunnudaginn 8.apríl
10:00 10 – 18.sæti spila sex leiki
13:00 1-9 sæti spila sex leiki
16:00 round robbin 6 efstu + stöðuleikur
Verrðlaun
1.sæti 60.000kr
2.sæti 30.000kr
3.sæti 15.000kr
4 – 6 6.000kr
Mótshaldari áskilur sér rétt til að lagfæra mótið ef einhver misskilningur verður
Íslandsmót öldunga 2018

Íslandsmót öldunga (50 ára og eldri)
Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti öldunga þarf þátttakandi að ná 50 ára aldri á því
almanaksári sem mótið er haldið.
Skráning inn á Eventbrite
10 ,11 og 12 mars Forkeppni (4 leikir hvern dag)
13 eða 14 mars undanúrslit og úrslit ( fer eftir þáttöku)
Verð í forkeppni 13.000kr
Undanúrslit 5500kr
Nú verður ekki posi á staðnum.
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ
og senda staðfestingu á greiðslu á motanefnd@kli.is eða koma með útprentun á kvittun í mótið
Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520
Olíuburður:
WB Montreal 41fet
http://www.worldbowling.org/wp-content/uploads/2014/04/WB-Montreal-41_17.pdf
Forkeppni
Allir keppendur leika 12 leiki,
4 leiki í senn, bæði kyn spila í blönduðum hóp ef þátttaka leyfir.
Skorið úr forkeppninni fylgir í undanúrslit og keppa 6 efstu karlar og 6 efstu konur.
Undanúrslit
Allir keppa við alla, einfalda umferð.
Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:
Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig
fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig
Að loknum þessum leikjum fara 2 efstu keppendurnir í úrslit.
Úrslit
Spiluð eru úrslit milli tveggja efstu manna/kvenna, sá/sú sem er efst að stigum fyrir úrslit
nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis
viðureignir skal útkljá með því að báðir leikmenn kasta einu kasti og sá sem fellir fleiri keilur
sigrar. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik
skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig
áfram þar til úrslit liggja fyrir. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari öldunga.
Ef ekki er næg þátttaka í flokki getur Mótanefnd fellt flokkinn niður.
Afrekshópur Karla
Robert Anderson, nýr ráðgjafi KLÍ vegna afrekshópa sambandsins, hefur valið eftirfarandi leikmenn í afrekshóp karla.
Andrés Páll Júlíusson
Arnar Davíð Jónsson
Arnar Sæbergsson
Gústaf Smári Björnsson
Guðlaugur Valgeirsson
Gunnar Þór Ásgeirsson
Freyr Bragason
Einar Már Björnsson
Jón Ingi Ragnarsson
Magnús Sigurjón Guðmundsson
Stefán Claessen
Þessir leikmenn voru valdi bæði vegna útkomu úr mótum hér heima og eins á erlendum mótum.
Aðstoðarmaður Roberts er Skúli Freyr Sigurðsson.
Það er rétt rúmt ár í næsta Evrópumót og það verður nóg að gera í undirbúning fyrir það. Nánar kynnt síðar.
Kynnum til starfa.
Keilusamband Íslands hefur fengið þjálfarann Robert Anderson sem tæknilegan ráðgjafa fyrir alla afrekshópa sambandsinns. Einnig mun hann sjá um karlaliðið í keppnum og undibúningi.
Ég hlakka til að vinna með Íslensku liðunum. Ég veit að hér er mikið af efnilegum leikmönnum og með reynslu og réttum æfingum ættum við að geta náð settum markmiðum.
Markmiðin eru að ná inná Heimsmeistarmót 2021.
Robert Anderson