Íslandsmót unglinga 2018

Facebook
Twitter

Arnar Daði og Elva Rós Íslandsmeistarar í opnum flokki 2017Íslandsmót unglinga verður haldið um næstu helgi eða dagana 3. og 4. mars. Olíuburður í mótinu verður Wall Street 40 fet. Þjálfarar félaga munu í vikunni taka við skráningum keppenda.

1. flokkur 17 til 18 ára (f. 2000 – 2001) * Unglingar fæddir eftir 1. september 1999 geta keppt.

2. flokkur 15 til 16 ára (f. 2002 – 2003)

3. flokkur 13 til 14 ára (f. 2004 – 2005)

4. flokkur 11 til 12 ára (f. 2006 – 2007)

5. flokkur 9 til 10 ára (f. 2008 – Yngri)

Mótafyrirkomulag

1. og 2. flokkur spila 12 leiki í forkeppninni

Laugardaginn 3. mars kl. 09:00 6 leikir
Sunnudaginn  4. mars kl. 08:00 6 leikir

3. og 4. flokkur spila 8 leiki í forkeppninni

Laugardaginn 3. mars kl. 09:00 4 leikir
Sunnudaginn  4. mars kl. 08:00 4 leikir

Úrslit 3 – 2 -1 -1

Úrslit mótsins verða á sunnudeginum að lokinni forkeppni og verður í 1. til 3. flokki spilað þannig að 3. sætið mætir 2. sæti í einum leik, sigurvegari þar mætir þeim sem endar í 1. sæti og þarf tvo sigra til að hampa titlinum. Í 4. flokki er ekki spilað til úrslita heldur er skorið úr forkeppninni sem ræður úrslitum. Í 5. flokki fá allir keppendur verðlaun.

Opinn flokkur

Strax á eftir úrslitum í flokkunum er spilað í opna flokknum og eru úrslit með sama hætti 3 – 2 – 1 – 1, sjá nánar Reglugerð KLÍ um Íslandsmót unglinga.

Skráning fer fram hjá þjálfurum félaganna og lýkur fimmtudaginn 1. mars.

Unglinganefnd

Nýjustu fréttirnar