Evrópubikar landsmeistara fer fram í Langen Þýskalandi 22. – 29. október. Íslandsmeistaranir Ástrós Pétursdóttir og Gústaf Smári Björnsson leika fyrir Íslands hönd. Þjálfari og fararstjóri er Skúli Freyr Sigurðsson. Hægt er fylgjast með á heimasíðu mótsinns. Fréttir frá mótinu koma auk þess inn á vef sambandsins.
3.deild karla

5.umferð í 3.deild karla hefur verið færð um einn dag og er spiluð Þriðjudaginn 23.okt í stað mánudagsins 22.okt
Bikarkeppni 16.liða
Í kvöld var dregið í 16.liða bikarkeppni karla og kvenna
Leikdagar eru 10 og 11.des

Þau lið sem að dróust saman í kvenna eru:
ÍR BK – ÍR KK (10.des kl 19:00 )
KFR Skutlurnar – ÍA (10.des kl 19:00 )
ÍR Elding – KFR Ásynjur (10.des kl 19:00 )
ÍR Buff – ÍR TT (10.des kl 19:00 )
Þór Þrumurnar – KFR Afturgöngurnar ( Laugardagurinn 8.des kl 15:00 )
Þau lið sem sitja hjá og eru komin í 8.liða úrslit eru:
KFR Valkyrjur
ÍR Píurnar
ÍR SK
Í karla eru það:
Þór Vikingar – Þór Plús ( Laugardaginn 8.des kl 18:00)
KR A – ÍR KLS (11.des kl 19:00 )
KFR JP Kast – KFR Grænu Töffararnir(11.des kl 19:00 )
KFR Stormsveitin – KFR Lærlingar (11.des kl 19:00 )
ÍR PLS – ÍR Fagmaður (11.des kl 19:00 )
Þór – ÍA W eða ÍA (ÍA W eða ÍA ) (Sunnudaginn 20.Jan 2019)
ÍA B – ÍR A (11.des kl 19:00 )
og það lið sem að kom síðast upp úr pottinum og er komið inn í 8.liða úrslit er ÍR Broskarlar
Arnar Davíð Jónsson KFR í 3. sæti á Opna norska
Arnar Davíð Jónsson úr KFR varð rétt í þessu í 3. sæti á Opna norska meistaramótinu í keilu sem er hluti af ETBF mótaröðinni. Arnar sem átti frábært mót endaði í 10. sæti eftir forkeppnina með 1.426 pinna eða 237,67 í meðaltal. Arnar komst síðan í top 8 manna úrslit á mótinu og var efsta sæti mótsins áður en að úrslitunum komu. Sem fyrr segir endaði hann í 3. sæti keppninnar sem er frábær árangur en yfir 270 keilarar tóku þátt í mótinu. Arnar Davíð vann á dögunum danska mótið á mótaröðinni í Óðinsvé og er því fun heitur á brautunum á Norðurlöndum. Jón Ingi Ragnarsson úr KFR keppti einnig á mótinu og endaði í 68. sæti forkeppninnar.
Mynd: www.bowlingdigital.com
Meistarakeppni ungmenna 1. umferð

Í dag fór fram 1. umferð í Meistarakeppni ungmenna 2018 til 2019. Alls kepptu 33 ungmenni þar af flestir í 3. flokki pilta og stúlkna. Best í dag spilaði Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR en hann sigraði í 2. flokki pilta með 1.151 pinna í sinni 6 leikja seríu eða 191,8 í meðaltal. Úrslitin urðu annars sem hér segir:
| 1. fl. stúlkna | 18 – 20 ára (fæddar 1998-2000) | Félag |
| 1. sæti | Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir | ÞÓR |
| 2. fl. pilta | 15 – 17 ára (fæddir 2001-2003) | Félag |
| 1. sæti | Ágúst Ingi Stefánsson | ÍR |
| 2. sæti | Steindór Máni Björnsson | ÍR |
| 3. sæti | Jóhann Ársæll Atlason | ÍA |
| 4. sæti | Adam Geir Baldursson | ÍR |
| 2. fl. stúlkna | 15 – 17 ára (fæddar 2001 -2003) | Félag |
| 1. sæti | Elva Rós Hannesdóttir | ÍR |
| 2. sæti | Málfríður Jóna Freysdóttir | KFR |
| 3. sæti | Sonja Líf Magnúsdóttir | ÍR |
| 3. fl. pilta | 12 – 15 ára (fæddir 2004 -2006) | Félag |
| 1. sæti | Guðbjörn Joshua Guðjónsson | KFR |
| 2. sæti | Hinrik Óli Gunnarsson | ÍR |
| 3. sæti | Hrannar Þór Svansson | KFR |
| 4. sæti | Róbert Leó Gíslason | ÍA |
| 5. sæti | Jónas Hreinn Sigurvinsson | ÍA |
| 6. sæti | Arnar A. Zarioh Baldvinsson | ÍR |
| 7. sæti | Sindri Már Einarsson | ÍA |
| 8. sæti | Ólafur Hjalti Haraldsson | ÍA |
| 3. fl. stúlkna | 12 – 15 ára (fæddar 2004 -2006) | Félag |
| 1. sæti | Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir | ÍR |
| 2. sæti | Sara Bryndís Sverrrisdóttir | ÍR |
| 3. sæti | Eyrún Ingadóttir | KFR |
| 4. sæti | Harpa Ósk Svansdóttir | KFA |
| 5. sæti | Alexandra Kristjánsdóttir | ÍR |
| 6. sæti | Sóley Líf Konráðsdóttir | KFA |
| 7. sæti | Elísabet Elín Sveinsdóttir | ÍR |
| 4. fl. pilta | 9 – 11 ára (fæddir 2007 -2009) | Félag |
| 1. sæti | Mikael Aron Vilhelmsson | KFR |
| 2. sæti | Matthías Leó Sigurðsson | KFA |
| 3. sæti | Tristan Máni Nínuson | ÍR |
| 4. sæti | Ásgeir Karl Gústafsson | KFR |
| 5. sæti | Tómas Freyr Garðarsson | KFA |
| 6. sæti | Kristján Guðnason | ÍR |
| 7. sæti | Jónas Zarioh Baldvinsson | ÍR |
| 4. fl. stúlkna | 9 – 11 ára (fæddar 2007-2009) | Félag |
| 1. sæti | Fjóla Dís Helgadóttir | KFR |
| 2. sæti | Ásrún Rós Aðalsteinsdóttir | ÍR |
| 5. fl. stúlkna | 5 – 8 ára (fæddar 2010-2014) | Félag |
| Særós Erla Jóhönnudóttir | KFA |

1. flokkur stúlkna
1. sæti – Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór

2. flokkur pilta
3. sæti – Jóhann Ársæll Atlason ÍA
1. sæti – Ágúst Ingi Stefánsson ÍR
2. sæti – Steindór Máni Björnsson ÍR

2. flokkur stúlkna
3. sæti – Sonja Líf Magnúsdóttir ÍR
1. sæti – Elva Rós Hannesdóttir ÍR
2. sæti – Málfríður Jóna Freysdóttir KFR

3. flokkur pilta
3. sæti – Hrannar Þór Svansson KFR
1. sæti – Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR
2. sæti – Hinrik Óli Gunnarsson ÍR

3. flokkur stúlkna
3. sæti – Eyrún Ingadóttir KFR
1. sæti – Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
2. sæti – Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR

4. flokkur pilta
3. sæti – Tristan Máni Nínuson ÍR
1. sæti – Mikael Aron Vilhelmsson KFR
2. sæti – Matthías Leó Sigurðsson ÍA

4. flokkur stúlkna
2. sæti – Ásrún Rós Aðalsteinsdóttir ÍR
1. sæti – Fjóla Dís Helgadóttir KFR

5. flokkur stúlkna
Særós Erla Jóhönnudóttir ÍA
Íslandsmót Para 2018
Íslandsmót para verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 24. til 25. Nóvember 2018,
sjá reglugerð um Íslandsmót para.
Forkeppni laugardaginn 24.nóv kl. 11:00
Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.
Verð í forkeppni kr. 10.500,- pr. Par
Milliriðill sunnudaginn 25.nóv kl. 11:00
Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.
Verð í milliriðil kr. 10.000- pr. Par
Úrslit – strax að loknum milliriðli:
Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.
Sigurvegararnir hljóta titilinn
„Íslandsmeistarar para“.
Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:
annað sem first name og hitt sem last name.
Nú verður ekki posi á staðnum.
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ
og senda staðfestingu á greiðslu á motanefnd@kli.is eða koma með útprentun á kvittun í mótið
Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520
Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.
Bikarkeppni liða 1. umferð
Í gærkvöldi fóru fram viðureignir 32. liða úrslit í Bikarkeppni karlaliða en síðasti leikurinn í þessari fyrstu umferð fer fram á Akranesi 21. október en það er leikur ÍA gegn ÍA W. KR A sigraði í gær ÍR L en leikurinn fór í bráðabana þar sem KR A hafði betur 28 gegn 26. KFR Stormsveitin sigraði sína viðureign örugglega 3 – 0 gegn ÍR Keila.is, ÍR PLS sigraði sömuleiðis unglingana í ÍR Land 3 – 0 en áður hafði ÍR A sigrað ÍR S með 3 vinningum gegn 1.
Dregið verður í 16 liða bikarkeppnina mánudaginn 15. október kl. 18:30 – Sjá nánar um Bikarkeppni KLÍ.
Alexander og Gunnar Þór Íslandsmeistarar í tvímenningi 2018
Alexander Halldórsson og Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR tryggðu sér Íslandsmeistaratitil í tvímenningi 2018 þegar þeir lögðu Gústaf Smára Björnsson og Skúla Frey Sigurðsson úr KFR í úrslitum með tveim vinningum gegn einum. Alexander og Gunnar leiddu forkeppnina lengst af en þeir Gústaf og Skúli fylgdu þeim fast á eftir í örðu sæti. Að lokinni forkeppni og milliriðli voru þeir Alexander og Gunnar í efsta sæti og nægði þeim tveir vinningar en Gústaf og Skúli hefðu þurft þrjá til að hampa titlinum.
Í þriðja sæti urðu svo Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára þeir Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson úr ÍR. Efst kvenna í keppninni í ár urðu þær Nanna Hólm og Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR en þær urðu í 4. sæti. Alls tóku 12 tvímenningar þátt í mótinu í ár.
Í úrslitum fóru leikirnir svona:
Leikur 1 – 421 gegn 300
Leikur 2 – 387 gegn 445
Leikur 3 – 414 gegn 355
Mistök í olíuburðum
Kom í ljós við skoðun tækninefndar að rangir burðir voru í olíuvélinni í Egilshöll fyrir deildarkeppni en það urðu mistök gerð þegar „Allsvenskan 36“ og „Allsvenskan 44“ voru sendir á húsið til að setja í vélina, það fóru óvart linkar á „Elitserien 36“ og „Elitserien 44“ en það eru ekki þeir burðir sem tækninefnd og stjórn völdu fyrir deildarkeppni og gáfu út í byrjun tímabils.
Breytingar á 2. deild karla veturinn 2018-2019
Sú staða er komin upp í 2. deild karla veturinn 2018 til 2019 að lið KR E hefur dregið sig úr keppni. Af þeim sökum hefur stjórn KLÍ tekið þá ákvörðun að þeir leikir sem farið hafa fram gegn KR E falli út, þar sem þeir mættu ekki í leikina, og að hér eftir verði því yfirseta í 2. deild karla veturinn 2018 til 2019 þar sem að deildarkeppni var byrjuð þegar þessi staða kom upp og því ekki hægt að hafa umspil um laust sæti í deildinni.
Einnig hafði KR E skráð sig til leiks í bikarkeppni KLÍ 2018 til 2019. Í bikardrætti sem fram fór 18. september s.l. og hefur verið tilkynntur opinberlega lenti KR E í þeirri stöðu að sitja hjá í 32. liða úrslitum. Eftir mikla skoðun og samtöl við aðila bæði innan keilunnar og hjá öðrum sérsamböndum ÍSÍ er það niðurstaða stjórna KLÍ að halda sig við bikardráttinn eins og hann var enda var hann löglega framkvæmdur. 15 lið verða því í pottinum þegar kemur að því að draga í 16 liða bikarúrslit. Síðasta liðið sem verður því dregið upp kemst því beint í 8 liða úrslit rétt eins og nokkur lið sitja hjá í 32. liða úrslitum. Þetta form er það sem m.a. KKÍ viðhefur.
F.h. stjórnar KLÍ
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Formaður KLÍ