Íslandsmót einstaklinga

Íslandsmót einstaklinga 2025 verður haldið dagana 15.mars til 17.mars í Keiluhöllinni Egilshöll.

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur þriðjudaginn 11. mars kl 18:00
Skráning hér

Olíuburður í mótinu er:

Reglugerð um mótið má nálgast hér

Forkeppni laugardaginn 15. mars (KARLAR) og sunnudaginn 16. mars (KONUR) kl 8:00

Spilaðir eru 8 leikir í einni 8 leikja blokk.

Verð í forkeppni kr. 16.000 kr.

Allir keppendur leika 8 leiki í senn og 16 keppendur komast í milliriðil. Skorið úr forkeppninni fylgir í milliriðil. Hámarksfjöldi keppenda er 44. Forgangur skráningar fer eftir allsherjarmeðaltali þar til vika er í mót en þá fer um forgang skráningar eftir hvenær skráning í mót berst.

Milliriðill

16 efstu keppendurnir spila 8 leiki, 8 efstu keppendurnir komast í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum.

Milliriðill sunnudaginn 16. mars kl 18:00

Spilaðir eru 8 leikir.

Efstu 8 karlar og 8 konur halda áfram í undanúrslit.

Undanúrslit mánudaginn 17. mars kl 17:00

Undanúrslit:

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

Úrslit: að loknum undanúrslitum

Að þessu sinni verða úrslitin sýnd í beinni útsendingu á Stöð2 sport og verður byrjað á að sýna frá úrslitum kvenna og síðan úrslit karla.

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti

Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga.

Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur.

Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Mótanefnd KLÍ

300 leikur í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar á Stöð2 sport

Sunnudaginn16. febrúar, hófst úrvalsdeildin í keilu sem sett er upp í samvinnu við Stöð 2 sport.
12 keppendur hafa unnið sér inn réttinn til þátttöku í deildinni eftir fyrirkomulagi sem lesa má nánar um hér 
Leikið er með þeim hætti að allir spila tvo leiki við alla og sá aðili sem er með hærra heildarskor úr þessum tveimur leikjum fær tvo stig, 1 stig ef um jafntefli er að ræða. Konurnar fá 12 pinna í forgjöf eins og algengt er á mótum þar sem ekki er um kynjaskiptingu að ræða.
Í þessum fyrsta riðli kepptu Andri Freyr Jónsson (KFR), Hafdís Pála Jónasdóttir (KFR), Hinrik Óli Gunnarsson (ÍR) og Ísak Birkir Sævarsson (ÍA/Höganäs).
Örlítið hökt var á keppendum í byrjun enda fylgir því töluverð spenna að vera að spila í beinni útsendingu. Þau voru þó fljót að hrista það af sér og spiluðu öll góða leiki og var keppnin hörkuspennandi þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu köstunum.

Í fyrsta leik kepptu Hafdís og Ísak annars vegar og Andri og Hinrik hinsvegar. Mjög jafnt var í báðum leikjum en þeir fóru svo að Ísak Birkir spilaði 413 (179+234) á móti Hafdísi sem fékk 393 (181+188 + forgjöf) á meðan Hinrik spilaði 365 (153+212) á móti Andra sem var með 356 (177+179) og Ísak og Hinrik því komnir með 2 stig hvor.

Í leik 2 spilaði Andri á móti Ísak og Hinrik við Hafdísi og þar áttu hlutirnir heldur betur eftir að gerast. Eftir smá brösugan fyrri leik hjá Hinrik þar sem hann fékk 163 pinna reif hann sig heldur betur í gang og skellti í fullkominn leik sem er 300 stig. Þetta er hans fyrsti 300 leikur á móti og frábært að ná slíkum árangri á fyrsta kvöldi úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu. Hinrik var því með 463 pinna á móti 407 pinnum hjá Hafdísi (161+222+forgjöf). Í hinum leiknum spilaði Ísak Birkir 376 (200+176) á móti 401 hjá Andra (214+187) og Hinrik því kominn í kjörstöðu með 4 stig eftir 2 leiki á meðan Ísak og Andri voru með 2 stig hvor en Hafdís var án stiga.

Það var því ljóst að síðasti leikurinn var mikilvægur fyrir keppendur, en efsti keppandinn kemst beint í úrslit á meðan annað sætið fer í roll-off undanúrslitaleik. Þá spilaði Hinrik á móti Ísak og Hafdís við Andra. Hafdís spilaði 360 (163+173+forgjöf) á móti 363 (192+171) hjá Andra sem var þá kominn með 4 stig.
Eins og algengt er eftir að keilari spilar 300 leik var spennufallið aðeins að trufla Hinrik í fyrri leiknum á móti Ísak þar sem hann spilaði 188 á meðan Ísak spilaði 255. Hinrik reif sig í gang aftur í seinni leiknum og spilaði 248 á móti 215 hjá Ísak. Ísak Birkir tók þá stigin 2 úr leiknum með 470 á móti 436 hjá Hinrik.
Að öllum leikjum loknum voru því Andri Freyr, Hinrik Óli og Ísak Birkir allir jafnir með 4 stig og þá var það heildarskor allra leikja sem réði sætaröðun. Þar var Hinrik efstur með 1264 en Ísak annar með 1259. Þessi litli munur þeirra á milli er lýsandi fyrir það hvernig keppnin gekk fyrir sig og ekkert varð ljóst fyrr en í síðasta kasti. Hinrik er því komin áfram í úrslitakeppnina en Ísak Birkir spilar undanúrslit. Andri Freyr og Hafdís Pála hafa lokið keppni að þessu sinni.

Næsti riðill fer svo fram næstkomandi sunnudag 23. Febrúar í beinni á Stöð2 sport kl 19.30.
Þar mæta meðal annars ríkjandi Íslandsmeistari og nýkrýndur RIG-meistari svo látið þennan viðburð ekki framhjá ykkur fara.
 
höf: Rósalind Signýjar Kristjánsdóttir

Meistarakeppni ungmenna 3. umferð 2024-2025

Úrslit í þriðju umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi:

  1. flokkur pilta
Aron Hafþórsson KFR 1391
Ísak Birkir Sævarsson KFA 1339
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 1108

 

 

 

 

  1. flokkur stúlkna
Viktoría Hrund Þórisdóttir KFR   1.096

 

 

2. flokkur pilta

Ásgeir Karl Gústafsson KFR 1442
Tristan Máni Nínuson ÍR 1442
Tómas Freyr Garðarsson KFA 1377

 

 

 

 

 

 

2. flokkur stúlkna

Nína Rut Magnúsdóttir KFA   806

 

 

 

 

3. flokkur pilta

Þorgils Lárus Davíðsson KFR 1387
Evan Julburom KFR 1260
Svavar Steinn Guðjónsson KFR 1238

 

 

 

3. flokkur stúlkna

Særós Erla Jóhönnudóttir KFR 1170
Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 1096
Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR 1085

 

 

 

4. flokkur pilta

Baltasar Loki Arnarson KFA 505
Davíð Júlíus Gigja ÍR 469
Ásdór Þór Gunnarsson KFR 461

 

 

 

 

4. flokkur stúlkna

Andrea Nótt Goethe KFR   258

 

 

 

 

5. flokkur

Dregið í Bikar 4 liða, leikið 23.02.2025

Dregið hefur verið í 4 liða úrslitum í bikar.

Viðureignirnar fara fram 23.02.2025 kl. 09:00.  Úrvalsdeildin verður í gangi á þessum tíma og því óhjákvæmileg að færa þurfi einhverjar viðureignir og því bið ég hlutaðeigendur að hafa hraðar hendur með að velja sé leikdaga.

Viðureignirnar eru eftirfarandi:

Konur:

ÍR-Elding  –  KFR-Afturgöngurnar

ÍR-TT  –  KFR-Valkyrjur

 

Karlar:

ÍR-PLS  –  ÍR-L

KFR-Stormsveitin  –  ÍR-KLS

Íslandsmót öldunga 2025

Íslandsmót öldunga (50 ára og eldri) fer fram 1. – 3. mars 2025

Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti öldunga þarf þátttakandi að ná 50 ára aldri á því almanaksári sem mótið er haldið.

1.. & 2. mars forkeppni (6 leikir hvern dag)

  1. mars undanúrslit og úrslit

 

Skráning fer fram hér lokað verður fyrir skráningu 25. febrúar kl 18:00

Reglugerð um mótið er hægt að nálgast hér

Forkeppni:

Verð í forkeppni er kr. 16.000,-

Spilað laugardag og sunnudag kl 09:00

Allir keppendur leika 12 leiki,

6 leiki í senn, bæði kyn spila í blönduðum hóp ef þátttaka leyfir.

Skorið úr forkeppninni fylgir í undanúrslit og keppa 6 efstu karlar og 6 efstu konur.

Lámark þarf að vera 8 í hvorum flokk til að ekki sé spilað blönduðum flokk

Undanúrslit

Verð í undanúrslit kr. 7.000,-

Spilað mánudag kl 19:00

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

 

Úrslit

Verð í úrslit kr. 1.650,-

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sitthvoru settinu.
Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari Öldunga.
Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf 2025

Íslandsmótið var haldið dagana 18. – 21. janúar 2025 og tóku alls þátt 55 keppendur.  Leikið var í forkeppni þar sem 16 efstu fóru í milliriðil þaðan foru 8 efstu í undanúrslit og eftir keppni í undanúrslitum voru þessir 3 efstir og léku til úrslita:

Mikael Aron Vilhelmsson

Adam Pawel Blaszczak

Hinrik Óli Gunnarsson

Leikar fóru þannig að röðin hélst óbreytt og varð Mikael Aron Vilhelmsson Íslandsmeistari með forgjöf árið 2025

Dregið í bikar 8 liða, leikið 26.01.2025

Dregið hefur verið í 8 liða úrslitum í bikar.

Viðureignirnar fara fram 26.01.2025 kl. 09:00.  Landsliðs verkefni verður í gangi á þessum tíma og því óhjákvæmileg að færa þurfi einhverjar viðureignir og því bið ég hlutaðeigendur að hafa hraðar hendur með að velja sé leikdaga.

Viðureignirnar eru eftirfarandi:

Konur:

KFR-Afturgöngurnar – ÍR-KK

ÍR-Elding – ÍR-BK

ÍR-TT – ÍR- Píurnar

ÍR-N – KFR-Valkyrjur

 

Karlar:

ÍR-L – ÍR-Geirfuglar

ÍA – ÍR-PLS

KFR-Stormsveitin – ÍR-A 

KFR-Grænu töffarnir/ÍR-KLS  – ÍR-Broskarlar

 

Íslandsmót einstaklinga 2025 með forgjöf

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf 2025 fer fram dagana 18. – 21. janúar 2025
 
Mótið er ekki kynjaskipt.  Hámarks fjöldi þátttakenda er 55.

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur þriðjudaginn 14. janúar klukkan 13:00.
Skráning h
ér

Olíuburður í mótinu er:


Reglugerð um mótið er hægt að nálgast hér 

Forkeppni 18. og 19. janúar 2025 kl 09:00

Verð í forkeppni kr. 16.000
Spilaðir eru 12 leikir í tveimur 6 leikja blokkum.

Forgjöf er 80% af mismun meðaltals og 220, hámark 80 pinnar.
Ekki er hægt að hafa neikvæða forgjöf og sé leikmaður með hærra meðaltal en 220 skal hann hafa 0 í forgjöf. Hámarksskor í einum leik verður aldrei hærra en 300.
Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf þarf viðkomandi að hafa meðaltal viðurkennt af KLÍ úr a.m.k. 18 leikjum, annars er forgjöf engin.

16 efstu keppendurnir halda áfram í milliriðil.

Milliriðill mánudaginn 20. janúar kl 19:30

Verð í milliriðil kr. 8.000

16 efstu keppendurnir spila 6 leiki,

8 efstu keppendurnir fara áfram í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum.

Undanúrslit þriðjudaginn 21. janúar kl 19:30

Verð í undanúrslit kr. 9.500

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

Úrslit spiluð á eftir undanúrslitum

Verð í úrslit kr. 1.500

Úrslit:

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu.

Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf.

Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur.

Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur þriðjudaginn 14. janúar klukkan 13:00.

Mótanefnd KLÍ

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

 

Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið

Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu 2025, en dagana 24.01. – 02.02.2025 verður Evrópumót Öldunga og hafa þessir verið valdir til að keppa fyrir hönd Íslands.

Konur:

Guðný Gunnarsdóttir

Halldóra Íris Ingvarsdóttir

Helga Sigurðardóttir

Linda Hrönn Magnúsdóttir

 

Karlar:

Freyr Bragason

Guðmundur Sigurðsson

Matthías Helgi Júlíusson

Þórarinn Már Þorbjörnsson

Þjálfari:  Adam Pawel Blaszczak

 

Svo fékk Ísland boð um þáttöku á Triple Crown, en mótið fer að þessu sinni fram í Wales í bænum Stroud dagana 27.03 – 31.03.2025

Þessir hafa verið valdir:

Konur:

Bára Ágústsdóttir

Guðný Gunnarsdóttir

Halldóra Íris Ingvarsdóttir

Helga Sigurðardóttir

Linda Hrönn Magnúsdóttir

Sigríður Klemensdóttir

 

Karlar:

Bjarki Sigurðsson

Freyr Bragason

Guðmundur Sigurðsson

Matthías Helgi Júlíusson

Sveinn Þrastarson

Þórarinn Már Þorbjörnsson

Þjálfari:  Hörður Ingi Jóhannsson