Reglugerð KLÍ um Íslandsmót einstaklinga

  1. grein

Íslandsmót einstaklinga skal halda árlega. Keppt skal með og án forgjafar í bæði karla- og kvennaflokki.  

  1. grein

Forgjöf er 80% af mismun meðaltals og 220, hámark 80 pinnar. Ekki er hægt að hafa neikvæða forgjöf og sé leikmaður með hærra meðaltal en 220 skal hann hafa 0 í forgjöf. Hámarksskor í einum leik verður aldrei hærra en 300. Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf þarf viðkomandi að hafa meðaltal viðurkennt af KLÍ úr a.m.k. 18 leikjum, annars er forgjöf engin. 

  1. grein

Ekki skal leika fleiri en 1 leiki í senn á sama brautarpari í forkeppni og milliriðli. Leikmenn á brautum með odda tölu skulu færast niður og leikmenn á brautum með sléttum tölum skulu færast upp. Leitast skal við að færslur séu þannig að leikmenn spili á sem flestum settum. Karlar og konur skulu ekki spila á sömu brautum heldur eru færslur innbyrðis á settum. 

  1. grein

Ef skera þarf úr um jafntefli í sætaröðun þá skal síðasti leikur látinn gilda þ.e. sá/sú sem er með hærri leik hlýtur efra sætið. Ef hann er jafn hár þá er farið í næsta leik þar á undan og síðan koll af kolli. 

  1. grein

Ef keppandi forfallast þegar komið er í milliriðla eða undanúrslit, fer sá keppandi sjálfkrafa í neðsta sæti í þeim riðli sem hann mætti ekki til. Ekki skal færa keppendur upp um sæti þó einhver forfallist, þ.e.a.s. að setja inn keppanda sem ekki hefur áunnið sér sæti í viðkomandi riðli. 

  1. grein: Einstaklingskeppni án forgjafar

Forkeppni 

Allir keppendur leika 8 leiki í senn. Skorið úr forkeppninni fylgir í milliriðil. Hámarksfjöldi keppenda er 44 af hvoru kyni. Forgangur skráningar fer eftir allsherjarmeðaltali þar til vika er í mót en þá fer um forgang skráningar eftir hvenær skráning í mót berst. 

Milliriðill 

Efstu keppendur í karla- og kvennaflokki skv. upptalningu hér að aftan, spila 8 leiki, 8 efstu keppendurnir komast í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum: 

17 þátttakendur eða færri = 10 áfram í milliriðil. 

18 til 19 þátttakendur = 12 áfram í milliriðil. 

20 til 21 þátttakandi = 14 áfram í milliriðil. 

22 þátttakendur eða fleiri = 16 áfram í milliriðil. 

Undanúrslit 

Allir keppa við alla, einfalda umferð. 

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig: 

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig 

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig 

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit. 

Úrslit 

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu.) Allir leika einn leik á sama setti og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga.  

Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. 

  1. grein: Einstaklingskeppni með forgjöf

Forkeppni 

Allir keppendur leika 12 leiki, 6 leiki í senn. Skorið úr forkeppninni fylgir í milliriðil. Hámarksfjöldi keppenda er 55 af hvoru kyni. Forgangur skráningar fer eftir hvenær skráning í mót berst. 

Milliriðill 

Efstu keppendur í karla- og kvennaflokki skv. upptalningu hér að aftan,  spila 6 leiki, 8 efstu keppendurnir komast í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum. 

17 þátttakendur eða færri = 10 áfram í milliriðil. 

18 til 19 þátttakendur = 12 áfram í milliriðil. 

20 til 21 þátttakandi = 14 áfram í milliriðil. 

22 þátttakendur eða fleiri = 16 áfram í milliriðil. 

Undanúrslit 

Allir keppa við alla, einfalda umferð. 

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig: 

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig 

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig 

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit. 

Úrslit 

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu. Allir leika einn leik á sama setti og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf.  

Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir. 

Breytt á formannafundi 28. apríl 2011

Breytt á formannafundi 16. apríl 2015

Breytt á formannafundi 01. febrúar 2017

Breytt á formannafundi 13. maí 2018

Breytt á 25. Þingi KLÍ þann 27.05.2018

Breytt á stjórnarfundi KLÍ 05.12.2024

Breytt á stjórnarfundi KLÍ 13.02.2025

Breytt á stjórnarfundi KLÍ 15.08.2025