|
Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að breyta áður auglýstum dagsetningum í Bikarkeppni Sjóvá. Í 8 manna úrslitum mætast: GG |
![]() |
Ársþing KLÍ
|
Ársþing KLÍ 2006 verður haldið miðvikudaginn 3. maí kl. 17.00 að Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum á Akranesi. “Þingið sitja fulltrúar frá þeim aðilum sem mynda það. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu keppenda í keilu í ársmeðaltali, þannig að fyrir allt að 20 keppendur koma 3 fulltrúar og síðan tveir fyrir hverja 20 upp í 100 keppendur og þá einn fyrir hverja 40 þar fram yfir. Miðað skal við ársmeðaltal síðasta almanaksárs. Þingið skal árlega háð í apríl. Skal boða það bréflega með minnst 6 vikna fyrirvara. Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn KLÍ minnst 4 vikum fyrir þingið. Þá skal stjórn KLÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá þingsins, ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa, í síðasta lagi 2 vikum fyrir þing”. „Á þinginu hafa fulltrúar eini atkvæðisrétt. Auk þeirra eiga rétt á þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt: Stjórn KLÍ, Framkvæmdastjórn ÍSÍ, Fastráðnir starfsmenn KLÍ og ÍSÍ, Formenn nefnda, Íþróttafulltrúi ríkisins. Auk þess getur stjórn KLÍ boðið öðrum aðilum þingsetu ef hún telur ástæðu til. Aðeins sá sem er í félagi sem iðkar keiluíþróttir innan sérráðs eða héraðssambands er kjörgengur fulltrúi þess á ársþingið. Hver fulltrúi hefur aðeins eitt atkvæði.“ Sjá nánar í lögum Keilusambands Íslands http://www.kli.is/upplysingar Fyrsta þingboðun var send út til sambandsaðila á þriðjudaginn í síðustu viku, þ.e. til viðkomandi héraðssambands. Fulltrúafjöldi er eftirfarandi: ÍBR 14 fulltrúar, UMSK 5 fulltrúar, ÍA 5 fulltrúar. |
![]() |
KFR Þröstur í 1. deild og KR-C í umspil
| Í þessari viku klárast deildakeppnin og eru línur farnar að skýrast. Ljóst er að KFR-Þrestir hafa sigrað 2. deild karla og munu því leika í 1. deild á næsta tímabili. Eins er ljóst að KR-C verður í 2. sæti og mætir liðinu í 9. sæti 1. deildar í tveimur leikjum um sæti í 1. deild. Þeir leikir fara fram 18. og 19. apríl. Þá eru KFR-Valkyrjur deildameistarar kvenna og þær ásamt KFR-Afturgöngum, ÍR-TT og KFR-Flökkurum leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Í 1. deild karla er aftur á móti ekki hægt að spá neinu fyrir um úrslit. Þó er ljóst að það verða KFR-Lærlingar, KR-A, ÍR-PLS og ÍR-KLS sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en ekki er hægt að spá hvaða lið verður deildameistari. Að sama skapi er ekki hægt að spá fyrir um hvað lið falla í 2. deild en fjögur lið koma þar til greina, ÍA, KFK-Keiluvinir, KFR-JP-Kast og KFR-Stormsveitin. Þrjú lið falla beint en liðið í 9. sæti leikur við KR-C um sæti í 1. deild. Í kvöld kl. 20 verður síðasta umferð í kvennadeildinni í Mjódd, á morgun næst síðasta umferð 1. deildar karla, á miðvikudag síðasta umferð 2. deildar karla og á fimmtudag síðasta umferð 1. deildar karla. Á laugardag verður síðan lokahóf KLÍ. |
![]() |
Landsliðshópar valdir
|
Valdir hafa verið æfingahópar landsliða karla og kvenna í keilu. Hóparnir eru eftirfarandi:
Þessir hópar eru valdir til undirbúnings landsliðsverkefna næstu 15-18 mánuði a.m.k. og þessir hópar geta tekið breytingum á tímabilinu í samræmi við gengi manna/kvenna í hópnum og þeirra sem utan hópsins eru. |
![]() |
Breyting á dagskrá
|
Vegna lokahófs KLÍ sem verður 1. apríl hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á dagskránni: 1. Leikur ÍR-L og ÍR-KLS sem settur var á miðvikudaginn 29/3 verður leikinn mánudaginn 27/3 kl. 20:00 á brautum 3 – 4 í Keilu í Mjódd.
|
![]() |
Fyrirliðafundur liða í 1. deild karla
| KLÍ boðar til fyrirliðafundar með fyrirliðum liða í 1. deild karla kl. 19:15 á morgun þriðjudag í Keilu í Mjódd. Umræðuefni fundarins verður breyting á tveimur síðustu umferðum deildarinnar. Nauðsynlegt er að allir fyrirliðar, eða staðgenglar þeirra, mæti. | ![]() |
Sigfríður Íslandsmeistari þriðja árið í röð
![]() |
|
Nýkrýndir Íslandsmeistarar, Freyr Bragason og Sigfríður Sigurðardóttir |
Í dag tryggðu þau Sigfríður Sigurðardóttir og Freyr Bragason, bæði úr KFR, sér Íslandsmeistaratitla einstaklinga, þegar úrslit fóru fram í Keilu í Mjódd. Er þetta þriðja árið í röð sem Sigfríður verður Íslandsmeistari, en Freyr vann Íslandsmeistaratitilinn árið 1999.
Freyr og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR léku áberandi best í undanúrslitum í karlaflokki í dag, en Freyr, sem var í þriðja sæti eftir milliriðil, náði að vinna sig upp fyrir Steinþór og í fyrsta sætið. Í úrslitum sigraði Steinþór fyrsta leikinn 224-184, en þá fór Freyr aftur á skrið og vann þrjá leiki, 228-201, 195-194 og 229-155. Í þriðja sæti varð Magnús Magnússon úr KR.
Sigfríður leiddi kvennaflokkinn gegnum allt mótið og lék einnig best í undanúrslitum, en Ragna Matthíasdóttir úr KFR, sem var 12 pinnum á eftir Mögnu Ýr Hjálmtýsdóttur úr KFR fyrir undanúrslitin, náði að vinna þá upp og endaði 11 pinnum á undan Mögnu, og lék því til úrslita gegn Sigfríði. Í úrslitum byrjaði Ragna á að vinna þrjá æsispennandi leiki, 183-182, 164-158 og 205-200, en það náði ekki fjórða sigrinum sem hún hefði þurft til að ná titlinum, og Sigfríður vann þrjá næstu leiki, 258-184, 175-171 og 185-135.
Góð spilamennska í milliriðlum
Milliriðlar karla og kvenna í Íslandsmóti einstaklinga voru leiknir í Keiluhöllinni í morgun. Spilamennska var nokkuð betri en í forkeppni, bæði hjá körlum og konum, en meðaltal allra leikja dagsins, bæði í karla og kvennaflokki, var 192,9. Meðaltal þeirra 8 karla sem komust áfram í undanúrslit hvorki meira né minna en 216,4. Það var Steinþór Geirdal úr ÍR spilaði hæst allra, 1.413 (235,5 að meðaltali), en hans fyrsti leikur í dag, 279, var jafnframt hæsti leikur dagsins. Mikil spenna var í húsinu í síðasta leik, þegar barist var um sæti í undanúrslitum, en Jóni Helga Bragasyni, ÍR, tókst með 236 að skjóta sér upp fyrir Halldór Ragnar, sem spilaði 256 í síðasta leik, og Hafþór Harðarson, sem var aðeins 14 pinnum á eftir Halldóri Ragnari sem er í 8. sætinu.
Í kvennaflokki fór Ragna Matthíasdóttir, sem fyrir skömmu varð Íslandsmeistari kvenna með forgjöf, upp í þriðja sæti, og Sigurlaug Jakobsdóttir fór uppfyrir Águstu Þorsteinsdóttur.
Undanúrslit verða leikin í Keilu í Mjódd í fyrramálið, 6 efstu konurnar hefja keppni kl. 10:00, og 8 efstu karlarnir kl. 11:30. Úrslit verða svo að loknum undanúrslitum hjá körlunum.
Forkeppni lokið í Íslandsmóti einstaklinga
Í gærkvöld lauk forkeppni í Íslandsmótinu, og fór svo að til að komast inn í 16 manna milliriðil hjá körlunum þurfti rúma 184 pinna að meðaltali. Það var Atli Þór Kárason, ÍR, sem lék manna best í gær, eða 1.270, en hann átti einnig hæsta leik gærdagsins, 279, en hann byrjaði leikinn á 9 fellum í röð.
Íslandsmót einstaklinga í fullum gangi
Í gærkvöldi hélt keppni áfram í Íslandsmótinu, og var spilamennskan nokkuð betri en á miðvikudag. Freyr Bragason, KFR, lék manna best og er sem stendur efstur að meðaltali, með 230,2. Núverandi Íslandsmeistari, Magnús Magnússon, KR, kemur næstur, með 204,7. Jón Helgi Bragason, sem var efstur eftir fyrsta daginn, lauk keppni í forkeppni í gær, og er með 202 í meðaltal í fjórða sæti. Þá átti Árni Geir Ómarsson hæsta leik mótsins hingað til í gærkvöldi, en hann lék 290 í síðasta leik sínum í forkeppni, sem skilaði honum 1.305 í gær, og er hann með 196,8 að meðaltali í 7. sæti.
Í kvennafokki er Sigfríður Sigurðardóttir, KFR, efst, en hún kláraði forkeppina í gær eins og meirihluti kvennanna. Er hún með 172,3 í meðaltal, en næst á eftir henni er liðsfélagi hennar Magna Ýr Hjálmtýsdóttir með 169,8. Guðný Gunnarsdóttir, ÍR, sem var efst eftir fyrsta daginn, er svo í þriðja sæti með 168,7 í meðaltal.



