Góð spilamennska í milliriðlum

Facebook
Twitter

Milliriðlar karla og kvenna í Íslandsmóti einstaklinga voru leiknir í Keiluhöllinni í morgun.  Spilamennska var nokkuð betri en í forkeppni, bæði hjá körlum og konum, en meðaltal allra leikja dagsins, bæði í karla og kvennaflokki, var 192,9.  Meðaltal þeirra 8 karla sem komust áfram í undanúrslit hvorki meira né minna en 216,4.  Það var Steinþór Geirdal úr ÍR spilaði hæst allra, 1.413 (235,5 að meðaltali), en hans fyrsti leikur í dag, 279, var jafnframt hæsti leikur dagsins.  Mikil spenna var í húsinu í síðasta leik, þegar barist var um sæti í undanúrslitum, en Jóni Helga Bragasyni, ÍR, tókst með 236 að skjóta sér upp fyrir Halldór Ragnar, sem spilaði 256 í síðasta leik, og Hafþór Harðarson, sem var aðeins 14 pinnum á eftir Halldóri Ragnari sem er í 8. sætinu.

Í kvennaflokki fór Ragna Matthíasdóttir, sem fyrir skömmu varð Íslandsmeistari kvenna með forgjöf, upp í þriðja sæti, og Sigurlaug Jakobsdóttir fór uppfyrir Águstu Þorsteinsdóttur.

Undanúrslit verða leikin í Keilu í Mjódd í fyrramálið, 6 efstu konurnar hefja keppni kl. 10:00, og 8 efstu karlarnir kl. 11:30.  Úrslit verða svo að loknum undanúrslitum hjá körlunum.

Nýjustu fréttirnar