KFR Þröstur í 1. deild og KR-C í umspil

Facebook
Twitter
Í þessari viku klárast deildakeppnin og eru línur farnar að skýrast. Ljóst er að KFR-Þrestir hafa sigrað 2. deild karla og munu því leika í 1. deild á næsta tímabili. Eins er ljóst að KR-C verður í 2. sæti og mætir liðinu í 9. sæti 1. deildar í tveimur leikjum um sæti í 1. deild. Þeir leikir fara fram 18. og 19. apríl.
Þá eru KFR-Valkyrjur deildameistarar kvenna og þær ásamt KFR-Afturgöngum, ÍR-TT og KFR-Flökkurum leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Í 1. deild karla er aftur á móti ekki hægt að spá neinu fyrir um úrslit. Þó er ljóst að það verða KFR-Lærlingar, KR-A, ÍR-PLS og ÍR-KLS sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en ekki er hægt að spá hvaða lið verður deildameistari. Að sama skapi er ekki hægt að spá fyrir um hvað lið falla í 2. deild en fjögur lið koma þar til greina, ÍA, KFK-Keiluvinir, KFR-JP-Kast og KFR-Stormsveitin. Þrjú lið falla beint en liðið í 9. sæti leikur við KR-C um sæti í 1. deild.
Í kvöld kl. 20 verður síðasta umferð í kvennadeildinni í Mjódd, á morgun næst síðasta umferð 1. deildar karla, á miðvikudag síðasta umferð 2. deildar karla og á fimmtudag síðasta umferð 1. deildar karla. Á laugardag verður síðan lokahóf KLÍ.
 

Nýjustu fréttirnar