Sigfríður Íslandsmeistari þriðja árið í röð

Facebook
Twitter
Freyr Bragason og Sigfríður Sigurðardóttir

Nýkrýndir Íslandsmeistarar, Freyr Bragason og Sigfríður Sigurðardóttir

Í dag tryggðu þau Sigfríður Sigurðardóttir og Freyr Bragason, bæði úr KFR, sér Íslandsmeistaratitla einstaklinga, þegar úrslit fóru fram í Keilu í Mjódd.  Er þetta þriðja árið í röð sem Sigfríður verður Íslandsmeistari, en Freyr vann Íslandsmeistaratitilinn árið 1999.

Freyr og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR léku áberandi best í undanúrslitum í karlaflokki í dag, en Freyr, sem var í þriðja sæti eftir milliriðil, náði að vinna sig upp fyrir Steinþór og í fyrsta sætið.  Í úrslitum sigraði Steinþór fyrsta leikinn 224-184, en þá fór Freyr aftur á skrið og vann þrjá leiki, 228-201, 195-194 og 229-155.  Í þriðja sæti varð Magnús Magnússon úr KR.

Sigfríður leiddi kvennaflokkinn gegnum allt mótið og lék einnig best í undanúrslitum, en Ragna Matthíasdóttir úr KFR, sem var 12 pinnum á eftir Mögnu Ýr Hjálmtýsdóttur úr KFR fyrir undanúrslitin, náði að vinna þá upp og endaði 11 pinnum á undan Mögnu, og lék því til úrslita gegn Sigfríði.  Í úrslitum byrjaði Ragna á að vinna þrjá æsispennandi leiki, 183-182, 164-158 og 205-200, en það náði ekki fjórða sigrinum sem hún hefði þurft til að ná titlinum, og Sigfríður vann þrjá næstu leiki, 258-184, 175-171 og 185-135.

Nýjustu fréttirnar