Sjóvá mótinu lýkur um helgina

Í kvöld föstudaginn 21. apríl fóru fram í Keilu í Mjódd 8 manna úrslit í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga 2006. Þar mættust í kvennaflokki í hörkuspennandi leik Sigfríður Sigurðardóttir KFR, bikarmeistari síðustu tveggja ára, og Ragna Matthíasdóttir KFR, sem unnið hefur mótið oftast allra keppenda, og lauk leiknum með sigri Sigfríðar 556 á móti 555. Guðný Gunnarsdóttir ÍR sigraði Mögnu Ýr Hjálmtýsdóttur KFR með 578 á móti 524, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR sigraði Sigríði Klemensdóttur ÍR með 528 á móti 482 og Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigraði Sigurlaugu Jakobsdóttur ÍR með 631 á móti 514. Á morgun verður sannkallaður „systraslagur“ þar sem þær Linda Hrönn Magnúsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir, Sigfríður Sigurðardóttir og Dagný Edda Þórisdóttir mætast í undanúrslitunum sem hefjast á morgun laugardaginn 22. apríl kl. 10:00.

Í karlaflokki var sannkölluð stórskotahríð þar sem Hafþór Harðarson KFR sigraði Atla Þór Kárason ÍR með 761 á móti 568 og tók þar með hæstu seríu mótsins af liðsfélaga sínum Frey Bragasyni. Stefán Claessen ÍR sigraði Halldór Ragnar Halldórsson ÍR með 633 á móti 571, Björn G. Sigurðsson KR sigraði Konráð Þór Ólafsson KFR með 661 á móti 535 og Steinþór G. Jóhannsson ÍR sigraði Magnús Reynisson KR með 730 á móti 497. Í undanúrslitunum kl. 10:00 á morgun mætast Stefán Claessen og Steinþór G. Jóhannsson, Hafþór Harðarson og Björn G. Sigurðsson. Úrslitin fara fram strax að loknum undanúrslitunum. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar meðan úrslit fara fram og eru allir velkomnir.

Sjá úrslit úr mótinu hér.

 

Stormsveitin heldur sæti sínu

Á þriðjudag og miðvikudag mættust KFR-Stormsveitin og KR-C í tveimur viðureignum um laust sæti í 1. deild karla næsta keppnistímabil. Í fyrri viðureigninni var um algera einstefnu að ræða. KFR-Stormsveitin lék sinn hæsta leik í mörg ár, spiluðu 2414 á móti 2078 stigum KR-C. Viðureignin fór 19 – 1 fyrir Stormsveitinni. Segja má að síðari viðureignin hafi því aðeins verið formsatriði og sú varð raunin. Stormsveitin sigraði þá viðureign líka, í þetta skiptið 13,5 – 6,5 og leika því í 1. deild á næsta ári en KR-C í 2. deild.  

Ljóst hvaða lið leika til úrslita

Undanúrslit í 1. deild karla og kvenna voru leikin nú í vikunni. Mikil spenna var í flestum leikjum.
Hjá konunum mættust KFR-Afturgöngur og ÍR-TT. Afturgöngur mættu sterkar til leiks í fyrri viðureigninni og sigruðu 15 – 5 og héldu þá flestir að síðari viðureignin yrði aðeins formsatriði. Því voru ÍR-TT ekki sammála og settu í fluggírinn. Það dugði hins vegar ekki, ÍR-TT sigraði 13 – 7 þannig að Afturgöngur unnu samtals 22 – 18.
Íslands- og deildameistarar KFR-Valkyrja mættu KFR-Flökkurum  Þarna var um ójafna viðureign að ræða, Valkyrjur sigruðu báðar viðureignir 18 – 2 og mæta því Afturgöngum í úrslitum en Flakkarar mæta ÍR-TT í leik um þriðja sætið.
Hjá körlunum mættust ÍR-PLS og ÍR-KLS. Í fyrri viðureigninni byrjaði ÍR-PLS vel en ÍR-KLS náðu að klóra í bakkann og fór leikurinn 12,5 – 7,5 fyrir ÍR-PLS. Í síðari viðureigninni snérist dæmið við, ÍR-KLS byrjaði betur en ÍR-PLS náði að klára dæmið í lokinn, viðureignin fór  10 – 10  og því unnu ÍR-PLS samtals 22,5 – 17,5.
KR-A mætti KFR-Lærlingum. Þarna var boðið upp á mikla spennu. Fyrri viðureignin var jöfn og skiptust liðin á að hala inn stigin. Á endanum hafði hvoru liði tekist að ná 10 stigum og þar við sat. Í síðari viðureigninni byrjuðu Lærlingar betur en KR-A vöknuðu til lífsins og náðu að tryggja sér sigur 13 – 7 og því samtals 23 – 17. Það verða því KR-A og ÍR-PLS sem leika til úrslita en Lærlingar og ÍR-KLS leika um þriðja sætið.
Í úrslitum eru 3 viðureignir og verða þær leiknar mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.  Leikið verður í Keilu í Mjódd og hefjast leikirnir öll kvöldin kl. 20:00.  Á mánudagskvöldið mætast líka ÍR-KLS og Lærlingar í leik um þriðja sætið.
 


Valkyrjur munu reyna að verja titilinn.

8 manna úrslit í Sjóvá

8 manna úrslit í Sjóvá mótinu fara fram í Keilu í Mjódd föstudaginn 21. apríl kl. 20:00 og 21:00 og 4 manna úrslit og úrslit fara síðan fram daginn eftir eða laugardaginn 22. apríl og hefjast 4 manna úrslitin kl. 10:00 og úrslitin strax á eftir. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar meðan úrslit fara fram og eru allir velkomnir.

Í 8 manna úrslitum mætast:

Föstudaginn 21. apríl kl. 20:00
Ragna Matthíasdóttir – Sigfríður Sigurðardóttir
Hafþór Harðarson – Atli Þór Kárason
Magna Ýr Hjálmtýsdóttir – Guðný Gunnarsdóttir
Halldór R. Halldórsson – Stefán Claessen.

Föstudaginn 21. apríl kl. 21:00
Linda Hrönn Magnúsdóttir – Sigríður Klemensdóttir
Björn G. Sigurðsson – Konráð Ólafsson
Sigurlaug Jakobsdóttir – Dagný Edda Þórisdóttir
Steinþór G. Jóhannsson – Magnús Reynisson.

 

Undanúrslit og umspil á þriðjudag

Á þriðjudag hefjast undanúrslit í 1. deild karla og kvenna. Þá eigast við í Keilu í Mjódd KFR-Valkyrjur og KFR-Flakkarar sem og KFR-Afturgöngur og ÍR-TT í undanúrslitum 1. deildar kvenna en hjá körlunum eigast við ÍR-PLS og ÍR-KLS en í hinum leiknum KR-A og KFR-Lærlingar.
Á sama tíma hefst umspil um laust sæti í 1. deild karla næsta tímabil, þar eigast við KFR-Stormsveitin og KR-C.  Leikið er, eins og áður segir, í Keilu í Mjódd og hefst keppni kl. 20:00.
 

Liðakeppni lokið

Liðakeppninni í Kaupmannahöfn lauk í dag. Magna Ýr spilaði 1072 í dag og endaði í 72 sæti í heildarkeppninni með 169 í meðaltal.

 Liðakeppnin

  ICE 1 Magna Ýr Hjálmtýsdóttir 189 164 191 155 188 185 1.072 1.072

Heildarkeppnin                           

72 Magna Ýr Hjálmtýsdóttir Iceland 983 994 1.072 3.049 169

Strákunum gekk ekki eins vel í dag og í gær og enduðu þeir í 13 sæti eftir að hafa verið í því 6. í gær.

Liðakeppnin

13 ICE 1 Jón Ingi Ragnarsson 226 178 174 221 149 215 1.163 5.486
    Róbert Dan Sigurðsson 169 180 205 193 199 135 1.081
    Stefán Claessen 211 178 226 150 202 172 1.139
    Andri Már Ólafsson 180 159 200 149 120 170 978
    Bjarni Páll Jakobsson 169 226 194 182 167 187 1.125

  ICE 2 Skúli Freyr Sigurðsson 167 141 214 166 129 161 978 978

Heildarkeppnin

28 Stefán Claessen Iceland 1.218 1.079 1.139 3.436 191
67 Róbert Dan Sigurðsson Iceland 1.134 1.049 1.081 3.264 181
68 Jón Ingi Ragnarsson Iceland 1.062 1.037 1.163 3.262 181
74 Bjarni Páll Jakobsson Iceland 1.094 1.020 1.125 3.239 180
113 Andri Már Ólafsson Iceland 973 1.050 978 3.001 167
122 Skúli Freyr Sigurðsson Iceland 978 955 978 2.911 162

Okkar keppendur hafa nú lokið keppni og snúa nú heim reynslunni ríkari.

Staðan ágæt í liðakeppninni

Staðan hjá Íslenska piltaliðinu er ágæt eftir 3 leiki í liðakeppni. Strákarnir eru í 6 sæti, stutt frá verðlaunasæti.
Magna spilaði einnig 3 leiki  í dag, kláraði þá með 181 í meðaltal.
Liðakeppnin heldur áfram á morgun og vonandi gengur strákunum okkar áfram vel þá.

23 ICE 1 Magna Ýr Hjálmtýsdóttir 189 164 191 0 0 0 544 544
Pla. Team Playername Game 1 Game 2 Game 3 Game 4 Game 5 Game 6 Total Team
1 FIN 1 Mika Heino 234 246 216 0 0 0 696 3.000
    Tuukka Tynkkynen 168 181 206 0 0 0 555
    Mikko Masalin 173 173 179 0 0 0 525
    Jani Heikkinen 194 225 249 0 0 0 668
    Juhani Tonteri 182 202 172 0 0 0 556
    Juuso Huhtiranta 0 0 0 0 0 0 0
2 SWE 1 James Gruffman 147 234 267 0 0 0 648 2.923
    Patrik Bohm 183 206 187 0 0 0 576
    Johan Sörensen 194 169 191 0 0 0 554
    Marcus Berndt 157 192 221 0 0 0 570
    Pontus Halvarsson 200 164 211 0 0 0 575
      0 0 0 0 0 0 0
3 RUS 1 Sergey Bogachev 170 126 201 0 0 0 497 2.922
    Nikita Koshelev 166 238 189 0 0 0 593
    Alexandre Medveditsko 162 175 202 0 0 0 539
    Timur Masaminov 233 218 193 0 0 0 644
    Ivan Semenov 226 216 207 0 0 0 649
      0 0 0 0 0 0 0
4 ITA 1 Cristian Pignatiello 176 179 182 0 0 0 537 2.901
    Daniele Tomatis 255 182 224 0 0 0 661
    Gianluca Sottile 222 164 194 0 0 0 580
    Radi Tomasso 164 188 189 0 0 0 541
    Davide Circosta 179 201 202 0 0 0 582
      0 0 0 0 0 0 0
5 ISR 1 Aviv Alfital 195 199 234 0 0 0 628 2.895
    Ben Fishler 170 240 236 0 0 0 646
    Nati Volpert 161 166 155 0 0 0 482
    Oron Cohen 198 202 156 0 0 0 556
    Dor Speizman 179 213 191 0 0 0 583
      0 0 0 0 0 0 0
6 ICE 1 Jón Ingi Ragnarsson 226 178 174 0 0 0 578 2.875
    Róbert Dan Sigurðsson 169 180 205 0 0 0 554
    Stefán Claessen 211 178 226 0 0 0 615
    Andri Már Ólafsson 180 159 200 0 0 0 539
    Bjarni Páll Jakobsson 169 226 194 0 0 0 589