Í kvöld föstudaginn 21. apríl fóru fram í Keilu í Mjódd 8 manna úrslit í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga 2006. Þar mættust í kvennaflokki í hörkuspennandi leik Sigfríður Sigurðardóttir KFR, bikarmeistari síðustu tveggja ára, og Ragna Matthíasdóttir KFR, sem unnið hefur mótið oftast allra keppenda, og lauk leiknum með sigri Sigfríðar 556 á móti 555. Guðný Gunnarsdóttir ÍR sigraði Mögnu Ýr Hjálmtýsdóttur KFR með 578 á móti 524, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR sigraði Sigríði Klemensdóttur ÍR með 528 á móti 482 og Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigraði Sigurlaugu Jakobsdóttur ÍR með 631 á móti 514. Á morgun verður sannkallaður „systraslagur“ þar sem þær Linda Hrönn Magnúsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir, Sigfríður Sigurðardóttir og Dagný Edda Þórisdóttir mætast í undanúrslitunum sem hefjast á morgun laugardaginn 22. apríl kl. 10:00. Í karlaflokki var sannkölluð stórskotahríð þar sem Hafþór Harðarson KFR sigraði Atla Þór Kárason ÍR með 761 á móti 568 og tók þar með hæstu seríu mótsins af liðsfélaga sínum Frey Bragasyni. Stefán Claessen ÍR sigraði Halldór Ragnar Halldórsson ÍR með 633 á móti 571, Björn G. Sigurðsson KR sigraði Konráð Þór Ólafsson KFR með 661 á móti 535 og Steinþór G. Jóhannsson ÍR sigraði Magnús Reynisson KR með 730 á móti 497. Í undanúrslitunum kl. 10:00 á morgun mætast Stefán Claessen og Steinþór G. Jóhannsson, Hafþór Harðarson og Björn G. Sigurðsson. Úrslitin fara fram strax að loknum undanúrslitunum. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar meðan úrslit fara fram og eru allir velkomnir. |
![]() |
Stormsveitin heldur sæti sínu
Á þriðjudag og miðvikudag mættust KFR-Stormsveitin og KR-C í tveimur viðureignum um laust sæti í 1. deild karla næsta keppnistímabil. Í fyrri viðureigninni var um algera einstefnu að ræða. KFR-Stormsveitin lék sinn hæsta leik í mörg ár, spiluðu 2414 á móti 2078 stigum KR-C. Viðureignin fór 19 – 1 fyrir Stormsveitinni. Segja má að síðari viðureignin hafi því aðeins verið formsatriði og sú varð raunin. Stormsveitin sigraði þá viðureign líka, í þetta skiptið 13,5 – 6,5 og leika því í 1. deild á næsta ári en KR-C í 2. deild. |
|
Ljóst hvaða lið leika til úrslita
Undanúrslit í 1. deild karla og kvenna voru leikin nú í vikunni. Mikil spenna var í flestum leikjum. Hjá konunum mættust KFR-Afturgöngur og ÍR-TT. Afturgöngur mættu sterkar til leiks í fyrri viðureigninni og sigruðu 15 – 5 og héldu þá flestir að síðari viðureignin yrði aðeins formsatriði. Því voru ÍR-TT ekki sammála og settu í fluggírinn. Það dugði hins vegar ekki, ÍR-TT sigraði 13 – 7 þannig að Afturgöngur unnu samtals 22 – 18. Íslands- og deildameistarar KFR-Valkyrja mættu KFR-Flökkurum Þarna var um ójafna viðureign að ræða, Valkyrjur sigruðu báðar viðureignir 18 – 2 og mæta því Afturgöngum í úrslitum en Flakkarar mæta ÍR-TT í leik um þriðja sætið. Hjá körlunum mættust ÍR-PLS og ÍR-KLS. Í fyrri viðureigninni byrjaði ÍR-PLS vel en ÍR-KLS náðu að klóra í bakkann og fór leikurinn 12,5 – 7,5 fyrir ÍR-PLS. Í síðari viðureigninni snérist dæmið við, ÍR-KLS byrjaði betur en ÍR-PLS náði að klára dæmið í lokinn, viðureignin fór 10 – 10 og því unnu ÍR-PLS samtals 22,5 – 17,5. KR-A mætti KFR-Lærlingum. Þarna var boðið upp á mikla spennu. Fyrri viðureignin var jöfn og skiptust liðin á að hala inn stigin. Á endanum hafði hvoru liði tekist að ná 10 stigum og þar við sat. Í síðari viðureigninni byrjuðu Lærlingar betur en KR-A vöknuðu til lífsins og náðu að tryggja sér sigur 13 – 7 og því samtals 23 – 17. Það verða því KR-A og ÍR-PLS sem leika til úrslita en Lærlingar og ÍR-KLS leika um þriðja sætið. Í úrslitum eru 3 viðureignir og verða þær leiknar mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Leikið verður í Keilu í Mjódd og hefjast leikirnir öll kvöldin kl. 20:00. Á mánudagskvöldið mætast líka ÍR-KLS og Lærlingar í leik um þriðja sætið. |
|
8 manna úrslit í Sjóvá
8 manna úrslit í Sjóvá mótinu fara fram í Keilu í Mjódd föstudaginn 21. apríl kl. 20:00 og 21:00 og 4 manna úrslit og úrslit fara síðan fram daginn eftir eða laugardaginn 22. apríl og hefjast 4 manna úrslitin kl. 10:00 og úrslitin strax á eftir. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar meðan úrslit fara fram og eru allir velkomnir.
Í 8 manna úrslitum mætast: Föstudaginn 21. apríl kl. 20:00 Föstudaginn 21. apríl kl. 21:00 |
![]() |
Nýtt meðaltal
Búið er að gefa út nýtt meðaltal sem er miðað við 31. mars. Til að skoða það smellið þið á „Tölfræði“ hér vinstra megin. | ![]() |
Undanúrslit og umspil á þriðjudag
Á þriðjudag hefjast undanúrslit í 1. deild karla og kvenna. Þá eigast við í Keilu í Mjódd KFR-Valkyrjur og KFR-Flakkarar sem og KFR-Afturgöngur og ÍR-TT í undanúrslitum 1. deildar kvenna en hjá körlunum eigast við ÍR-PLS og ÍR-KLS en í hinum leiknum KR-A og KFR-Lærlingar. Á sama tíma hefst umspil um laust sæti í 1. deild karla næsta tímabil, þar eigast við KFR-Stormsveitin og KR-C. Leikið er, eins og áður segir, í Keilu í Mjódd og hefst keppni kl. 20:00. |
![]() |
Árni Geir úr leik
Árna Geir Ómarssyni gekk ekki sem best í 50 manna úrslitum á mótinu í Jönköping. Í morgun voru leiknir 6 leikir og spilaði Árni Geir 1059 og endaði í 48. sæti en 24 efstu komust áfram en 24 sæti var með 1246. | ![]() |
Árni Geir komst áfram
Árni Geir Ómarsson er kominn áfram á Super Series í Jönköping. Hann lék í svokölluðu „Desperado Squad“ en þar leika þeir sem ekki hafa tryggt sig inn í úrslit um 4 laus sæti. Á morgun leika 50 manns í úrslitum og komast 24 efstu áfram. Hægt er að fylgjast með Árna Geir á heimasíðu mótsins. |
Liðakeppni lokið
Liðakeppninni í Kaupmannahöfn lauk í dag. Magna Ýr spilaði 1072 í dag og endaði í 72 sæti í heildarkeppninni með 169 í meðaltal. Liðakeppnin
Heildarkeppnin
Strákunum gekk ekki eins vel í dag og í gær og enduðu þeir í 13 sæti eftir að hafa verið í því 6. í gær. Liðakeppnin
Heildarkeppnin
Okkar keppendur hafa nú lokið keppni og snúa nú heim reynslunni ríkari. |
Staðan ágæt í liðakeppninni
Staðan hjá Íslenska piltaliðinu er ágæt eftir 3 leiki í liðakeppni. Strákarnir eru í 6 sæti, stutt frá verðlaunasæti.
|