Erlend mót

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Íslenskir keilarar hafa að undanförnu verið duglegir að taka þátt í erlendum mótum og vonandi verður það einnig svo á næstu mánuðum og misserum.  Þannig tóku Arnar Sæbergsson,  Árni Geir Ómarsson,  Þórhallur Hálfdánarson og Hafþór Harðarson þátt í mótum  í Svíþjóð í vor. Og þeir Andrés Páll Júlíusson, Björn G. Sigurðsson, Magnús Magnússon og Magnús S. Guðmundsson spiluðu í Brunswick Aalborg International í lok maí. Þeir Hafþór Harðarson og Róbert Dan Sigurðsson stefna einnig að því að taka þátt í Danish Masters og Super Series í Svíþjóð síðar í sumar.

Fyrir þá sem vilja kynna sér þau keilumót sem í boði eru þá eru upplýsingar um erlend mót m.a. að finna á heimasíðu Evrópusambandsins undir Tournament Calendar og einnig er hægt að fletta upp heimasíðum keilusambanda undir Federations.  Á heimasíðu Bowling Digital er listi yfir erlend mót undir Events Calendar og eflaust er hægt að finna fleiri síður með þessum upplýsingum. Stefnt er að því að gera hafa upplýsingar um helstu mótin í Evrópu einnig aðgengilegar á dagatali Keilusambands Íslands.

Upplýsingar um alþjóðleg mót á vegum keilusambanda, Evrópusambandsins ETBF og heimssambandsins WTBA er að finna á heimasíðunni undir Championship Calendar.

Varðandi flug og fargjöld til og frá Íslandi er m.a. hægt að skoða heimasíður Flugleiða , Iceland Express og British Airways.

Nýjustu fréttirnar