Þjálfarastyrkir ÍSÍ afhentir til 11 íþróttagreina

Facebook
Twitter

 

Þriðjudaginn 6. júní afhenti Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ þjálfarastyrki Verkefnasjóðs ÍSÍ.  Að þessu sinni bárust 28 umsóknir, 21 frá karlmönnum, 6 umsóknir frá konum og 1 frá félagi.  Íþróttagreinar umsækjenda voru alls 16.  Í dag voru veittir 11 styrkir að upphæð kr. 50.000 hver og 2 styrkir að upphæð kr. 25.000.  Heildarúthlutun styrkja er því kr. 600.000,- til 11 íþróttagreina.

Tveir keilarar hlutu styrki að þessu sinni, þeir Arnar Sæbergsson og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR, sem hlutu 25.000 kr. styrk hvor til að sækja framhaldsnámskeið til þjálfunar erlendis. Sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ

Nýjustu fréttirnar