Úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði SPRON og ÍBR

Facebook
Twitter

Íþróttabandalag Reykjavíkur og SPRON standa sameiginlega að Afreks- og styrktarsjóði og er tilgangur hans að styrkja ungt og efnilegt reykvískt íþróttafólk á aldrinum 15-22 ára sem hefur burði til að verða afreksfólk í íþróttum. Sjóðurinn hjálpar félögunum að vinna metnaðarfullt og faglegt starf með ungu afreksfólki til að þau nái betri árangri. Veitt er úr sjóðnum þrisvar á ári. Við úthlutun úr sjóðnum í júní hlaut Keilufélag Reykjavíkur 80.000 kr. vegna æfingabúða og þátttöku Hafþórs Harðarsonar í ýmsum mótum erlendis og keiludeild ÍR 150.000 kr. vegna þátttöku í Barna vinaleikum í Hollandi Youth Friendship games , sjá nánar á heimasíðu ÍBR

Nýjustu fréttirnar