Bikarkeppni liða 2006 – 2007

Mánudaginn 4. desember fór fram síðari viðureignin í 32ja liða bikar karla. Þar áttust við KFR-Þröstur og ÍR-A og fóru leikar þannig að ÍR-A sigraði 3-1. KFR-Þrestir unnu fyrsta leikinn 723 – 654. Annar leikurinn var spennandi allt til síðasta manns í síðasta ramma og fór svo að ÍR-A sigraði með 4 pinnum 687 – 683 og  þeir unnu síðustu tvo leikina 801 – 755 og 734 – 639. Dregið verður í 16 liða úrslit karla, sem fara fram fimmtudaginn 18. janúar 2007, þriðjudaginn 12. desember n.k.

 Í pottinum eru: ÍR-A, ÍR-KLS, ÍR-L, ÍR-Línur, ÍR-NAS, ÍR-P, ÍR-PLS, KFA-ÍA, KFK-Keila.is, KFK-Keiluvinir, KFR-JP-kast, KFR-Lærlingar, KFR-Stormsveitin, KR-A, KR-B og KR-C.

Deildarbikar liða 2006 – 2007

Önnur umferð í deildarbikar liða fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þriðjudaginn 12. desember. Keppt er í tveimur riðlum alls 10 lið. ÍR-PLS hefur nú forystu í A-riðli með 6 stig, ÍR-A er í 2. sæti einnig með 6 stig og ÍR-P er í 3. sæti með 4 stig. ÍR-L er í efsta sæti B-riðlis með fullt hús stiga, eða 8 stig, KR-B er í 2. sæti með 6 stig og ÍR-KLS er í 3. sæti með 4 stig. Sjá upplýsingar um stöðuna og leiki næstu umferðar

Íslandsmót liða 2006 – 2007

Í vikunni fer fram 9. umferð í öllum deildum í Íslandsmóti liða og þá er komið að jólafríum nema í 1. deild kvenna, en 10. umferð 1. deildar kvenna fer fram mánudaginn 11. desember. Þar mætast KFR-Skutlurnar og KFR-Afturgöngurnar, ÍR-KK og ÍR-BK og einnig toppliðin KFR-Valkyrjur og ÍR-TT, en þau lið berjast nú um efsta sæti deildarinnar. En kvennalið KFA-ÍA situr hjá í þessari umferð og eru Skagakonur því komnar í jólafrí. Fyrsta umferðin eftir áramót í 1. deild kvenna verður síðan spiluð mánudaginn 15. janúar. Meira http://www.kli.is/deildir/stadan/20071KV

Í 2. deild karla náði KFA-ÍA toppnum og hafa nú 120 stig, KFK-Keiluvinir eru í 2. sæti með 116 stig og KR-C er í 3. sæti með 111 stig. Næsta umferð í 2. deild karla, sem er 10. umferð fer fram sunnudaginn 14. og mánudaginn 15. janúar 2007. Meira http://www.kli.is/deildir/stadan/20072DK

Í gærkvöldi fór fram leikur toppliðanna KFR-Lærlinga og KR-A og lauk viðureigninni með 16 – 4 fyrir KFR-Lærlinga sem auka forystuna og eru komnir með 137 stig en KR-A er í 2. sæti með 125 stig. Viðureignir kvöldsins eru ÍR-KLS og ÍR-A, KR-B og ÍR-P, KFR-Þröstur og ÍR-PLS, ÍR-L og KFR-Stormsveitin. Næsta umferð í 1. deild karla, eða 10. umferð fer fram þriðjudaginn 16. janúar 2007. Meira http://www.kli.is/deildir/stadan/20071DK

Jólamót Nettó 2006

Helgina 9. – 10. desember mun hið árlega Jólamót Nettó fara fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Keppt verður í tveimur riðlum bæði laugardag og sunnudag kl. 9:00 og 10:30. Hámarksfjöldi keppenda er 28 manns í hverjum riðli og fer skráning fram hjá Reyni Þorsteinssyni formanni ÍR í síma 825-1213  eða á netfangið [email protected] . Að vanda verða glæsileg verðlaun og happdrætti á staðnum. Sjá nánar í auglýsingu

Bikarkeppni einstaklinga

Þrír riðlar voru um helgina í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstakinga, um helgina og kepptu þar 15 keppendur. Alls hafa því 39 keppendur tekið þátt í mótinu það sem af er. Hæstu seríur helgarinnar áttu Sigfríður Sigurðardóttir KFR með 666 sem er jafnframt hæsta sería kvenna, Bragi Már Bragason KR spilaði 694 og Björn Birgisson KR var með 668, sjá stöðuna og skorið í mótinu.  

Hlé verður tekið á forkeppninni um næstu helgi vegna Jólamóts Nettó, en næstu riðlar verða: Laugardagur 16. desember 2006 kl. 9:00, 10:00, 11:00, Sunnudagur 17. desember 2006 kl. 9:00, 10:00, 11:00. Skráning er í gegnum netfangið  [email protected].  ATH, fram þarf að koma í hvaða skráningarhóp verið er að skrá. Verðið í forkeppninni er 1.500 kr fyrir fyrstu seríuna en aðeins 1.000 kr fyrir hverja seríu í forkeppninni eftir það. Sjá nánar í auglýsingu

Vakin er athygli á nýju merki Sjóvá sem kynnt var s.l. föstudag.

Meistaramót ÍR 2006

Meistaramót ÍR var haldið sunnudaginn 19. nóvember og mættu 23 keppendur til keppni þrátt fyrir erfiða færð. Spilaðir voru 3 leikir í forkeppni og síðan úrslit 4 efstu keppenda með og án forgjafar. Sigurvegari án forgjafar var Halldór Ragnar Halldórsson, í 2. sæti var Hafliði Örn Ólafsson og í 3. sæti varð Arnar Ólafsson. Sigurvegari með forgjöf var Unnar Þór Lárusson, í 2. sæti var Bergþóra Rós Ólafsdóttir og í 3. sæti varð síðan Ástrós Pétursdóttir. Sjá nánar um skor og úrslit mótsins.

Erlend mót

Evrópusambandið hefur uppfært lista yfir samþykkt mót og mót á Evrópsku mótaröðinni á heimasíðu sinni, sjá undir Tournaments. Þar er m.a. að finna upplýsingar um mótin s.s. tímasetningar, staðsetningar, ásamt tengingum við heimasíður mótanna þegar þær eru til staðar. Upplýsingar um mót á vegum Evrópu- og heimssambandsins er síðan að finna undir Championships. Á dagskránni á næsta ári eru m.a. Evrópumót unglinga í Thessaloniki í Grikklandi 6. – 15. apríl 2007, Evrópumót karla í Vín í Austurríki 30. júní – 10. júlí 2007 og Heimsmeistaramót kvenna í Monterrey í Mexíkó 30. ágúst – 9. september 2007. Sjá dagskrá móta

Meistarakeppni ungmenna 2. umferð

2. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keilusalnum á Akranesi laugardaginn 2. desember n.k. og hefst upphitun kl. 9:00. Verð er kr. 1.800 fyrir þá keppendur sem spila 6 leiki og kr. 900 fyrir þá keppendur sem spila 3 leiki. Skráning er hjá þjálfurum félaganna og á netfangið [email protected]. Athugið að í skráningu þarf að koma fram fullt nafn keppanda og kennitala. Skráningu lýkur fimmtudaginn 30. nóvember kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu.

Staðan í deildunum

Nú er lokið 8. umferð í öllum deildum í Íslandsmóti liða og búið er að uppfæra stöðuna í 1. deild kvenna og 2. deild karla sem lauk í gær, mánudaginn 27. nóvember.

ÍR-TT heldur toppsæti 1. deildar kvenna með 1 stigs forystu á KFR-Valkyrjur eða 115 stig á móti 114. KFR-Afturgöngurnar hafa nú 81,5 stig en hafa leikið einum leik færri. Bestu seríu umferðarinnar átti Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR-Valkyrjum 596. Sjá nánar

Í 2. deild karla eru KFK-Keiluvinir búnir að ná efsta sætinu af KFR-JP-kast og hafa nú 102 stig á móti 99 stigum keppninautanna. KR-C fylgir síðan fast á eftir með 97 stig. Bestu seríu umferðarinnar átti Ólafur Ólafsson KFR-JP-kast 590. Sjá nánar

8. umferð 1. deildar karla fóru fram í kvöld, þriðjudaginn 28. nóvember. Úrslit kvöldsins voru þau að KR-A vann ÍR-KLS 17 – 3, ÍR-PLS vann KR-B 18 – 2, ÍR-A vann KFR-Stormsveitina 16-4, ÍR-L vann KFR-Þresti 13 – 7 og síðast en ekki síst unnu KFR-Lærlingar ÍR-P 20 – 0. Hæstu seríu kvöldsins átti Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR-L 695. Staðan er því þannig að KR-A heldur efsta sætinu með 0,5 stigum eða 121,5 stigum, KFR-Lærlingar eru í 2. sæti með 121 stig, ÍR-PLS eru í 3. sæti með 104 stig og ÍR-A kemst upp í 4. sætið með 91,5 stig. Sjá nánar