Bikarkeppni liða 2006 – 2007

Facebook
Twitter

Mánudaginn 4. desember fór fram síðari viðureignin í 32ja liða bikar karla. Þar áttust við KFR-Þröstur og ÍR-A og fóru leikar þannig að ÍR-A sigraði 3-1. KFR-Þrestir unnu fyrsta leikinn 723 – 654. Annar leikurinn var spennandi allt til síðasta manns í síðasta ramma og fór svo að ÍR-A sigraði með 4 pinnum 687 – 683 og  þeir unnu síðustu tvo leikina 801 – 755 og 734 – 639. Dregið verður í 16 liða úrslit karla, sem fara fram fimmtudaginn 18. janúar 2007, þriðjudaginn 12. desember n.k.

 Í pottinum eru: ÍR-A, ÍR-KLS, ÍR-L, ÍR-Línur, ÍR-NAS, ÍR-P, ÍR-PLS, KFA-ÍA, KFK-Keila.is, KFK-Keiluvinir, KFR-JP-kast, KFR-Lærlingar, KFR-Stormsveitin, KR-A, KR-B og KR-C.

Nýjustu fréttirnar