Bikarkeppni einstaklinga

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þrír riðlar voru um helgina í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstakinga, um helgina og kepptu þar 15 keppendur. Alls hafa því 39 keppendur tekið þátt í mótinu það sem af er. Hæstu seríur helgarinnar áttu Sigfríður Sigurðardóttir KFR með 666 sem er jafnframt hæsta sería kvenna, Bragi Már Bragason KR spilaði 694 og Björn Birgisson KR var með 668, sjá stöðuna og skorið í mótinu.  

Hlé verður tekið á forkeppninni um næstu helgi vegna Jólamóts Nettó, en næstu riðlar verða: Laugardagur 16. desember 2006 kl. 9:00, 10:00, 11:00, Sunnudagur 17. desember 2006 kl. 9:00, 10:00, 11:00. Skráning er í gegnum netfangið  [email protected].  ATH, fram þarf að koma í hvaða skráningarhóp verið er að skrá. Verðið í forkeppninni er 1.500 kr fyrir fyrstu seríuna en aðeins 1.000 kr fyrir hverja seríu í forkeppninni eftir það. Sjá nánar í auglýsingu

Vakin er athygli á nýju merki Sjóvá sem kynnt var s.l. föstudag.

Nýjustu fréttirnar