Íslandsmót liða 2006 – 2007

Í vikunni fer fram 12. umferð í 1. deild kvenna og 11. umferðin í 1. og 2. deild karla. 

Sjá stöðuna í deildunum

Sunnudaginn 28. janúar mættust á Akranesi KFA-ÍA og KFR-Skutlurnar og á mánudag 29. janúar mættust í Keiluhöllinni ÍR-TT og ÍR-BK, KFR-Afturgöngurnar og ÍR-KK, en toppliðið KFR-Valkyrjur sat hjá.

Allir leikir í 11. umferðinni í 2. deild karla fóru fram í Keiluhöllinni mánudaginn 29. janúar.  Þar mættust KFK-Keila.is og ÍR-NAS, ÍR-Línur og ÍR-T, KR-C og toppliðið KFA-ÍA-A, KFR-JP-kast og KFA-ÍA-B. KFK-Keiluvinir sátu hjá í þessari umferð.

Í 1. deild karla mættust í 11. umferð í Keiluhöllinni þriðjudag 30. janúar, KFR-Þröstur og KR-B, ÍR-A og ÍR-P, ÍR-L og toppliðið KFR-Lærlingar, KFR-Stormsveitin og KR-A, ÍR-PLS og ÍR-KLS.

Íslandsmót unglingaliða 4. umferð

Fjórða umferðin í Íslandsmóti unglingaliða fór fram í Keilusalnum á Akranesi laugardaginn 27. janúar og er staðan óbreytt frá síðustu umferð.

Lið ÍA-1 heldur því enn naumri forystu í keppninni með 20 stig og 5144 pinna en lið ÍR fylgir þeim fast á eftir og er í 2. sæti með 18 stig og 5286 pinna. Lið KFR kemur síðan í 3. sæti með 6 stig og 4075 pinna og ÍA-2 er í 4. sæti með 4 stig og 6864 pinna. Hæsta leik umferðarinnar átti Páll Óli Knútsson KFR 195 og hæstu seríu átti Skúli Freyr Sigurðsson 483. Sjá nánar

Fimmta umferð í Íslandsmóti unglingaliða fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 24. febrúar og hefst kl. 9:00.

Deildarbikar liða 2006-2007

Þriðja umferð í Deildarbikar KLÍ fór fram í Keiluhöllinni þriðjudaginn 23. janúar. Staðan er þannig að ÍR-PLS hefur tekið örugga forystu í Riðli A með 22 stig, ÍR-A er í 2. sæti með 16 stig og ÍR-TT í 3. sæti með 8 stig. Í Riðli B er ÍR-KLS í efsta sæti með 16 stig, KR-B er í 2. sæti einnig með 16 stig og ÍR-L er í 3. sæti með 14 stig. Sjá nánar

Næsta umferð í Deildarbikar liða fer fram í Keiluhöllinni þriðjudaginn 20. febrúar kl. 19:00

Þjálfaranámskeið ÍSÍ

Þjálfaranámskeið 1a, almennur hluti verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 2.-4. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er almennur hluti menntunarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það er öllum opið sem náð hafa 16 ára aldri. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 30. janúar á netfanginu [email protected] Allar nánari upplýsingar veitir Sviðsstjóri Fræðslusviðs í síma 460-1467 eða í netfanginu [email protected]

Sjá einnig

Meistarakeppni ungmenna 3. umferð

Þriðja umferð í Meistarakeppni Ungmenna  fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 20. janúar. Alls tóku 23 keppendur þátt að þessu sinni, flestir í 2. flokki pilta, þar sem einnig er gríðarleg hörð barátta, einungis örfáir pinnar skildu menn að eftir keppni dagsins og barátta er um hvert stig. Sjá nánar

Næsta umferð í Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíðinni og Keilusalnum á Akranesi laugardaginn 10. mars n.k. Sjá nánar í dagskrá unglingamóta

Í 1. flokki pilta sigraði Hafþór Harðarson KFR með 1.224, Magnús S. Guðmundsson varð í 2. sæti með 935.
Í 1. flokki stúlka var einn keppandi Margrét Björg Jónsdóttir KFA sem spilaði 732.
Í 2. flokki pilta sigraði Stefán Claessen ÍR með 1.183, Jón Kristinn Sigurðsson ÍR varð í 2. sæti með 1.169, Jón Ingi Ragnarsson KFR varð í 3. sæti með 1.164 og Róbert Dan Sigurðsson ÍR varð í 4. sæti með 1.158.
Í 2. flokki stúlkna sigraði Magna Ýr Hjálmstýsdóttir KFR með 1.1.31 og Karen Rut Sigurðardóttir ÍR varð í 2. sæti með 981.
Í 3. flokki pilta sigraði Andri Már Ólafsson KFR með 1.209, Hafliði Örn Ólafsson ÍR varð í 2. sæti með 1.068 og Guðmundur Óli Magnússon ÍR varð í 3. sæti með 872.
Í 3. flokki stúlkna sigraði Ástrós Pétursdóttir ÍR með 928, Bylgja Ösp Pedersen varð í 2. sæti með 874 og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR varð í 3. sæti með 735.
Í 4. flokki pilta sigraði Einar Sigurður Sigurðsson ÍR með 432, Arnór Elís Kristjánsson KFA varð í 2. sæti með 348 og Kristófer Arnar Júlíusson KFA varð í 3. sæti með 328.
Í 4. flokki stúlkna var einn keppandi Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA sem spilaði 357.

Sjá nánar

Bikarkeppni KLÍ – 16 liða úrslit karla

16 liða úrslit Bikarkeppni KLÍ fóru fram í gær, fimmtudaginn 18. janúar og fóru allir leikir 3 – 0. Í 8 liða úrslitum sem fara fram fimmtudaginn 15. febrúar leika KFR-JP-kast, KFR-Lærlingar, ÍR-KLS, KR-B, KR-A, KFR-Stormsveitin og ÍR-A. En leikur ÍR-L og ÍR-PLS hefur enn ekki farið fram og því ekki enn ljóst hvort liðið kemst áfram í 8 liða úrslitin.

KR-A spilaði best allra liða 2540 þegar þeir lögðu félaga sína í KR-C örugglega þrátt fyrir ágæta spilamennsku KR-C sem spilaði 2328. ÍR-KLS var einnig að spila mjög vel eða 2480 og unnu með því KFK-Keiluvini sem spiluðu 2271.

Bikarmeistararnir frá fyrra ári KFR-Lærlingar eru ennþá með í baráttunni.

Spilamennska var há og margar 600 seríur spilaðar. Magnús Magnússon KR-A spilaði best með 729, Arnar Sæbergsson ÍR-KLS mætti aftur til leiks og spilaði 677, Andrés Páll Júlíusson KR-A spilaði 669, Valgeir Þórisson KFR-Stormsveitinni spilaði 668, Ásgrímur Helgi Einarsson KFK-Keiluvinum spilaði 656, Árni Geir Ómarsson ÍR-KLS spilaði 650, Ævar Olsen KR-C spilaði 647 og Jón Ingi Ragnarsson KFR-Lærlingum spilaði 637.

Bikarkeppni KLÍ – 16 liða úrslit
Lið Skor Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Alls
ÍR-Línur 0 589 626 604 1819
KFR-JP-Kast 3 712 756 727 2195
ÍR-P 0 636 668 565 1869
KFR-Lærlingar 3 758 847 717 2322
KFK-Keiluvinir 0 781 761 729 2271
ÍR-KLS 3 830 827 823 2480
KFK-Keila.is 0 652 628 679 1959
KR-B 3 656 847 744 2247
KR-A 3 881 844 815 2540
KR-C 0 775 773 780 2328
KFA-ÍA 0 640 655 680 1975
ÍR-A 3 661 822 709 2192
ÍR-NAS  Mætti ekki til leiks
KFR-Stormsveitin
ÍR-L  Leiktími hefur ekki verið ákveðinn.
ÍR-PLS          

Sjóvá mótið – 32 manna úrslit karla og kvenna

Dregið var í 32 manna úrslit karla og kvenna sunnudaginn 21. janúar. Sjá útdráttinn Stefnt er að því að 32 manna úrslitin fari fram í febrúar og er unnið að því í samráði við mótanefnd að finna leiktíma. Nánar tilkynnt síðar

Fjórir leikir fóru fram í 64 manna úrslitum karla í Sjóvá mótinu sunnudaginn 21. janúar Sjá stöðuna í 64 manna úrslitum fyrir þá leiki.

 

32 manna úrslit karla
1 Hafþór Harðarson Róbert Dan Sigurðsson
2 Halldór Ásgeirsson Andrés Páll Júlíusson
3 Jón Ingi Ragnarsson Gunnar Ólafsson
4 Arnar Sæbergsson Ólafur Guðmundsson
5 Stefán Claessen Davíð Guðnason
6 Andri Már Ólafsson Arnar Ólafsson
7 Sigurður Elí Hannesson Bragi Már Bragason
8 Árni Geir Ómarsson Björn Birgisson
9 Magnús Sigurðsson/Valgeir Guðbjartsson Eiríkur A. Björgvinsson
10 Bjarki Sigurðsson Bjarni Páll Jakobsson
11 Konráð Þór Ólafsson Snæbjörn B. Þormóðsson
12 Björn G. Sigurðsson Atli Þór Kárson
13 Sigvaldi Friðgeirsson/Guðlaugur Valgeirsson Þórarinn Már Þorbjörnsson
14 Hafliði Örn Ólafsson Ásgrímur H. Einarsson
15 Sigurvin Hreinsson Magnús Reynisson
16 Valgeir Þórisson Halldór Ragnar Halldórsson

 

32 manna úrslit kvenna
1 Þórunn H. Davíðsdóttir Laufey Sigurðardóttir
2 Dagný Edda Þórisdóttir Björg Björnsdóttir
3 Guðrún Arnarsdóttir Bergþóra Rós Ólafsdóttir
4 Anna Magnúsdóttir Herdís Gunnarsdóttir
5 Ragna Guðrún Magnúsdóttir Karólína Geirsdóttir
6 Jóna Gunnarsdóttir Sirrý Hrönn Haraldsdóttir

Íslandsmót liða 2006 – 2007

Í vikunni hófst aftur keppni á Íslandsmóti liða þegar fram fóru leikir í 11. umferð í 1. deild kvenna, og 10. umferð í 1. og 2. deild karla.

Staðan er þannig í 1. deild kvenna að KFR-Valkyrjur eru með 162 stig að loknum 10 leikjum, ÍR-TT er í 2. sæti með 140 stig að loknum 9 leikjum og KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 136 að loknum 9 leikjum.

Í 1. deild karla hafa KFR-Lærlingar aukið forystuna og eru með 150,5 stig, ÍR-PLS er í 2. sæti með 138 stig og KR-A er í 3. sæti með 135,5 stig.

Í 2. deild karla er KFA-ÍA í efsta sæti með 139 stig, KFK-Keiluvinir eru í 2. sæti með 134 stig og KFR-JP-kast er í 3. sæti með 122 stig.

Sjá nánar