Íslandsmót unglingaliða 4. umferð

Facebook
Twitter

Fjórða umferðin í Íslandsmóti unglingaliða fór fram í Keilusalnum á Akranesi laugardaginn 27. janúar og er staðan óbreytt frá síðustu umferð.

Lið ÍA-1 heldur því enn naumri forystu í keppninni með 20 stig og 5144 pinna en lið ÍR fylgir þeim fast á eftir og er í 2. sæti með 18 stig og 5286 pinna. Lið KFR kemur síðan í 3. sæti með 6 stig og 4075 pinna og ÍA-2 er í 4. sæti með 4 stig og 6864 pinna. Hæsta leik umferðarinnar átti Páll Óli Knútsson KFR 195 og hæstu seríu átti Skúli Freyr Sigurðsson 483. Sjá nánar

Fimmta umferð í Íslandsmóti unglingaliða fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 24. febrúar og hefst kl. 9:00.

Nýjustu fréttirnar