Úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna í keilu hefst í kvöld

Á laugardaginn var lauk deildarkeppni í keilu þetta keppnistímabil 2021 til 2022. Ljóst varð því hvaða lið fara í úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna sem og önnur úrslit svo sem Íslandsmeistarar 2. og 3. deildar karla og þá auðvitað um leið hvaða lið féllu úr deildum og hvaða lið unnu sig upp um deild.

Í kvöld hefst í Keiluhöllinni Egilshöll undanúrslit í 1. deildum karla og kvenna. Eru það efstu 4 lið úr hvorri deild sem mætast. Deildarmeistararnir mæta því liði sem varð í 4. sæti í deildinni og sæti 2 og 3 mætast.

Leiknar eru tvær umferðir, önnur í kvöld og hin á morgun þriðjudaginn 26. apríl. Hefst keppni bæði kvöldin kl. 19:00. Meirihluta stiga þarf til að komast í úrslitaleikina.

Þau lið sem mætast í kvöld eru:

1. deild karla

  • ÍR-PLS sem eru deildarmeistarar 2022 gegn ÍR-S sem urðu í 4. sæti deildarkeppninnar
  • KFR- Lærlingar sem urðu í 2. sæti gegn KFR-Stormsveitinni sem urðu í 3. sæti

1. deild kvenna

  • KFR-Valkyrjur sem eru deildarmeistarar 2022 gegn KFR-Afturgöngurnar sem urðu í 4. sæti deildarkeppninnar
  • ÍR-TT sem urðu í 2. sæti gegn ÍR-Buff sem urðu í 3. sæti.

Úrslitaleikirnir

Þau lið sem sigra sína undanúrslitaleiki mætast síðan á mánudaginn í næstu viku þar sem leikið verður um Íslandsmeistaratitil deildarliða. Þá verða leiknar 3 umferðir með sama fyrirkomulagi, meirihluta stiga þarf úr þeim viðureignum mánudag, þriðjudag og miðvikudag alls 21,5 stig. Streymt verður frá úrslitaleikjunum í næstu viku á Fésbókarsíðu Keilusambandsins.

Þau lið sem fyrr eru talin upp eiga heimaleik í kvöld mánudaginn 25. apríl hafa valið sér eftirfarandi olíuburð:

  • ÍR-PLS hefur valið stuttan olíuburð
  • KFR-Valkyrjur hafa valið miðlungs olíuburð
  • KFR-Lærlingar hafa valið miðlung olíuburð
  • ÍR-TT hafa valið stuttan olíuburð

Verðlaunaafhending á lokahófi KLÍ 2022

Í gærkvöldi fór fram glæsilegt lokahóf Keilusambandsins en það var skipulagt og framkvæmt af afrekshópum KLÍ og um leið haldið í fjáröflunarskini fyrir þau. Samkvæmt venju voru veitt verðlaun fyrir árangur liðins tímabils í deildum okkar. Einnig var happadrættið góða í lokin og voru vinningar í ár aldeilis glæsilegir og sömuleiðis mikið af þeim.

Að lokum var haldið uppboð á veglegasta vinningnum. Eftir að Svavar Þór og Þorgeir Þórsari höfðu verið að yfirbjóða hvorn annan svo að mikil stemming myndaðist í salnum varð það á endanum Þorgeir sem bauð best og vill afrekshópur KLÍ koma á framfæri sérstökum þökkum til Þorgeirs fyrir ómetanlegan stuðning við hópinn.

En það að verðlaunum gærkvöldsins. Þau voru eftirfarandi:

3. deild karla

Hæsti leikur:    Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    268
Hæsta sería:    Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    671
Hæsta meðaltal:  Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    194,79
Fellukóngur:    Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    5,48
Stigameistari:  Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    0,86
Mestu framfarir:  Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)     
Stjörnuskjöldur:  ÍA-C 198
Hæsti leikur liðs:  ÍA-C 640
Hæsta sería liðs: ÍA-C 1.811
Hæsta meðaltal liðs:  ÍA-C 172,69
  • 3. sæti: ÍR-Keila.is
  • 2. sæti: ÍR-T
  • Meistarar: ÍA-C

2. deild karla

Hæsti leikur:    Björgvin Valdimarsson (Þór-Víkingar)   300
Hæsta sería:    Aron Hafþórsson (KFR Þröstur) 713
Hæsta meðaltal:  Þórarinn Már Þorbjörnsson (ÍR-L) 193,85
Fellukóngur:    Hinrik Óli Gunnarsson (ÍR-L)    5,49
Stigameistari:  Hinrik Óli Gunnarsson (ÍR-L)    0,82
Mestu framfarir:  Adam Geir Baldursson (ÍR-Land)    
Stjörnuskjöldur:  ÍR-L 224
Hæsti leikur liðs:  KR-A 685
Hæsta sería liðs: KFR Þröstur  1.912
Hæsta meðaltal liðs:  ÍR-L 182,0
  • Sæti: ÍR-Land
  • Sæti: KR-A
  • Meistarar: ÍR-L

1. deild kvenna:

Hæsti leikur:    Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir (ÍR Buff) 268
Hæsta sería:    Margrét Björg Jónsdóttir (ÍR-TT) 646
Hæsta meðaltal:  Dagný Edda Þórisdóttir (KFR-Valkyrjur) 182,47
Felludrottning:    Dagný Edda Þórisdóttir (KFR-Valkyrjur) 4,17
Stigameistari:  Linda Hrönn Magnúsdóttir (ÍR-TT) 0,81
Mestu framfarir:  Viktoría Hrund Þórisdóttir (KFR Ásynjur)  
Stjörnuskjöldur:  KFR Valkyrjur 257
Hæsti leikur liðs:  KFR Valkyrjur 657
Hæsta sería liðs: KFR Valkyrjur 1.757
Hæsta meðaltal liðs:  KFR Valkyrjur 172,36

Deildarmeistarar:               KFR Valkyrjur

1. deild karla:

Hæsti leikur:    Hafþór Harðarson (ÍR PLS) 290
Hæsta sería:    Jón Ingi Ragnarsson (KFR Lærlingar) 773
Hæsta meðaltal:  Hafþór Harðarson (ÍR PLS) 219,33
Fellukóngur:    Hafþór Harðarson (ÍR PLS) 6,64
Stigameistari:  Gústaf Smári Björnsson (KFR Stormsveitin) 0,77
Mestu framfarir:  Mikael Aron Vilhelmsson (KFR Stormsveitin)  
Stjörnuskjöldur:  ÍR PLS 343
Hæsti leikur liðs:  KFR Lærlingar 733
Hæsta sería liðs: KFR Stormsveitin 2.089
Hæsta meðaltal liðs:  ÍR PLS 207,75

Deildarmeistarar:  ÍR PLS

Úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna hefst svo á morgun mánudaginn 25. apríl kl. 19:00

Deildarkeppni 2021 til 2022 er lokið – Ljóst hverjir vinna sér sæti í efri deildum og hverjir falla

Nú áðan lauk deildarkeppni fyrir tímabilið 2021 til 2022 þegar lokaumferðirnar fóru fram. Í morgun kl. 8 hófu leik 2. og 3. deild karla og að henni lokinni var komið að 1. deildum karla og kvenna.

Ljóst er því hvaða lið eru deildarmeistarar sem og hvaða lið falla úr deildum og hvaða lið vinna sér sæti í efri deildum.

KFR Valkyrjur eru deildarmeistarar 1. deildar kvenna

KFR Valkyrjur tryggðu sér efsta sætið í deildinni í ár en aðeins munaði 5 stigum á þeim og ÍR TT sem varð í öðru sæti. KFR Valkyrjur enduðu með 248,5 stig. Í 3. sæti varð síðan ÍR-Buff og í því 4. urðu KFR-Afturgöngurnar. Þessi lið mætast því í úrslitakeppninni sem byrjar strax á mánudaginn kemur.

ÍR-PLS eru deildarmeistarar 1. deildar karla

Það urðu ÍR-PLS menn sem enduðu í 1. sæti deildarkepninnar hjá körlum með 187 stig. Næstir á eftir eru KFR-Lærlingar með 176 stig og svo koma KFR-Stormsveitin með 170,5 stig og loks piltarnir í ÍR-S í því 4. með 149 stig. Úrlitakeppnin hefst einnig á mánudaginn kemur en líkt og hjá konum þá leika sæti 1 og 4 annarsvegar og þá 2 og 3 hins vegar. Leiknar eru tvær umferðir og þarf meirihluta stiga til að komast í úrslitaleikinn.

ÍR-L eru Íslandsmeistarar 2. deildar karla 2022

Það urðu ÍR-L menn sem sigruðu 2. deildina í ár og komu sér því aftur upp í deild þeirra bestu næsta tímabil. Í 2. sæti varð lið KR-A sem fer því einnig aftur upp í 1. deildina. Að lokum urðu það unglingarni í liði ÍR-Land sem urðu í 3. sæti.

ÍR-Blikk og Þór-Víkingar bíta í það súra að falla í 3. deild karla næsta tímabil.

ÍA-C eru Íslandsmeistarar 3. deildar karla 2022

Lið ÍA-C sigruðu 3. deildina í ár og leika því í 2. deild á næsta tímabili. ÍR-T náði öðru sætinu og fylgja þeim upp um deild. Að lokum varð það lið ÍR-Keila.is sem varð í 3. sætinu.

Sjá má lokastöður í deildum með því að smella á Mót á vegum KLÍ hér uppi í valmynd.

Uppgjörshátíð

Í kvöld fer fram lokahóf Keilusambandsins þar sem verðlaunaafhending vetrarins verður ásamt glæsilegum kvöldverði og skemmtiatriðum.

Þótt úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna sé eftir sem og úrslit í Bikarkeppni kvenna 2022 þá vill stjórn og mótanefnd KLÍ þakka keilurum fyrir stórskemmtilegt mót á liðnum vetri. Sjáumst kát í haust.

Arnar Davíð á EBT Masters 2020

EBT Masters 2020 verður haldið í Lövvang Bowling Center, Álborg, Danmörku þann 26 maí næstkomandi en mótið er úrslit af Evróputúrnum 2019 sem Arnar Davíð vann eftirminnanlega. Mótið átti upprunalega að fara fram í San Marino í júlí 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs. Vonast er eftir því að hægt verði að klára mótið núna í Aalborg.

Þeir keppendur sem taka þátt í mótinu eru:

Kvenna flokkur:

  • Anna Andersson, Svíþjóð
  • Jenny Wegner, Svíþjóð
  • Mai Ginge Jensen, Danmörk
  • Misaki Mukotani, Japan
  • Cherie Tan, Singapore
  • Bernice Lim, Singapore
  • Cajsa Wegner, Svíþjóð
  • Ida Andersson, Svíþjóð

Karla flokkur:

  • Arnar Davíð Jónsson, Ísland
  • Adam Andersson, Svíþjóð
  • Kim Bolleby, Thailand
  • Carsten W. Hansen, Danmörk
  • Tomas Käyhkö, Finland
  • Martin Larsen, Svíþjóð
  • William Svensson, Svíþjóð
  • Niko Oksanen, Finland

Nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna hér.

ÍR PLS Bikarmeistarar liða 2022

Í kvöld fóru fram úrslit í bikarkeppni liða í karlaflokki á Akranesi.
Var það ÍR PLS sem höfðu sigur á móti KFR Stormsveitinni.
Var þetta þriðja árið í röð sem að ÍR PLS tekur bikarmeistaratitilinn.
Hægt er að nálgast útsendingu frá mótinu hér
Úrslit í kvennaflokki fer svo fram á Akranesi næstkomandi miðvikudag, 27. apríl kl 19:00,
þegar ÍR TT og KFR Valkyrjur mætast.
KFR Valkyrjur hafa unnið bikarmeistarann síðustu fjögur ár og má því búast við hörku leik.

Lokahóf KLÍ 2022 – Núna á laugardaginn

Eins og fram hefur komið er lokahóf KLÍ á laugardaginn kemur þann 23. apríl og verður það að þessu sinni haldið í Valsheimilinu Hlíðarenda. KLÍ fagnar 30 ára afmæli í ár og þú ætlar sko ekki að missa af þessu partýi!

Enn er hægt að kaupa miða á lokahófið en sölu lokar á fimmtudaginn kemur (það þarf að sjá til þess að nægur matur sé fyrir alla).

Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú hefur þessar leiðir til að tryggja þér miða:

  • Hoppa inn á Sportabler og versla þér inn miða – Hoppa hér – Athugið að hægt er að kaupa sér miða á ballið, velja rétt krakkar, takk 
  • Leggja inn á reikning KLÍ og senda staðfestingu á netfang (sjá reiknings uppl. neðar)
  • Greiða á staðnum en það þarf að bóka með póst á netfang 

Hvað er nú svona merkilegt við þetta lokahóf?

  • Gómsætur matur verður í boði á lokahófinu
  • Marg rómað happadrætti er á sínum stað
  • Skemmtiatriði í boði hússins
  • Trúbator heldur uppi stemmingu í salnum
  • Óvæntur veislustjóri stýrir samkomunni

Þetta hefur aldrei verið eins magnað og verður í ár – Tryggðu þér miða…

Hvert á að leggja inn?

Kennitala: 460792-2159
Reikningsnúmer: 0115-26-010520
Mundu að senda staðfestingu á netfangið

 

Úrslit Í bikarkeppni liða 2022

Nú er lokið undanúrslitum í bikarkeppni liða 2022
Það eru lið ÍR-PLS og KFR Stormsveitin sem mætast í karlaflokki 
og lið ÍR-TT og KFR-Valkyrjur sem mætast í kvennaflokki

Í ár fara úrslitin fram í keilusalnum á Akranesi.
Leikið verður:
Miðvikudaginn 20.apríl kl 19:00 þegar ÍR-PLS og KFR Stormsveitin mætast í karlaflokki 
Miðvikudaginn 27.apríl kl 19:00 þegar ÍR-TT og KFR-Valkyrjur mætast í kvennaflokk

 

Boðað hefur verið til ársþings KLÍ 2022

Stjórn KLÍ hefur ákveðið að boða til ársþings sambandsins sunnudaginn 22. maí n.k. kl. 12:00. Er þetta í 29. sinn sem þing sambandsins er haldið. Mun það fara fram í húsnæði Íþróttafélags Reykjavíkur að Skógarseli 12. Þingboð hefur verið sent út á aðildarfélög og íþróttabandalög sem hafa seturétt á þingi.

Seturétt á þingi hafa eftirtaldir aðilar skv. 5. grein laga KLÍ:

  • Fulltrúar félaga sem mynda KLÍ – Fer eftir tölu keppenda í ársmeðaltali
  • Einn fulltrúi stjórnar héraðssambands/íþróttabandalags

Mál sem leggja á fram fyrir þing þurfa að hafa borist stjórn KLÍ 4 vikum fyrir þing sem er þá sunnudagurinn 24. apríl n.k. Senda má mál fyrir þing á netfangið [email protected] eða [email protected] 

Fyrir liggur að kjósa þarf nýjan formann KLÍ þar sem núverandi formaður, Jóhann Ágúst Jóhannsson mun ekki gefa kost á sér áfram. Einnig þarf að kjósa skv. lögum tvo aðalmenn til tveggja ára. Einar Jóel Ingason frá ÍA hefur auk þess gefið það út að hann hyggst láta af stjórnarsetu á komandi þingi og þarf þá að kjósa einn aðalmann til eins árs sem og skv. lögum 3 varamenn til eins árs.

Skjöl þings verða að þessu sinni höfð rafræn hér á vefnum og verða birt eftir 24. apríl þegar fyrir liggur hvaða mál verða lögð fram.

Samkvæmt þingboði mun fulltrúar með seturétt á þingi skiptast með eftirfarandi hætti:

Þingfulltrúar 29. þing KLÍ

Þingaðilar Fjöldi iðkenda Héraðs-sambönd Þing-fulltrúar
ÍR 112   10
KFA 29   5
KFR 45   5
KR 3   3
ÞÓR 9   3
Ösp 15   3
IBR   1 1
IA   1 1
IBA   1 1
Samtals 213 3 32

Meistarakeppni ungmenna 2021 til 2022 er lokið

Í dag fór fram 5. og síðasta umferð í Meistarakeppni ungmenna 2021 til 2022. Að umferðinni lokinni varð síðan ljóst hverjir urðu stigameistarar í keppninni í ár en taka þarf þátt í a.m.k. 3 umferðum og telja stig úr alls 4 bestu til úrslita.

Best í dag hjá piltum spilaði Ísak Birkir Sævarsson ÍA í 2. flokki en hann lék sína 6 leiki á 1.234 eða 205,7 í meðaltal en best stúlkna spilaði Málfríður Jóna Freysdóttir KFR í 1. flokki en hún lék sína leiki á 1.023 eða 170,5 í meðaltal.

Gaman er að segja frá því að mikil aukning keppenda varð í dag í 4. og 5. flokki beggja kynja. Langt síðan að svo margir keppendur í þessum flokki stigu á braut í Egilshöll og því ber að sjálfsögðu að fagna.

Að loknu móti fengu keppendur sér pizzuveislu þar sem verðlaunaafhending fór fram.

Hér fyrir neðan koma fram úrslit úr stigakeppni vetrarins en áður er farið yfir úrslit dagsins.

Úrslit úr 5. umferðinni

1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 2001-2003) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals M.tal
  Adam Geir Baldursson ÍR 152 154 148 190 205 147 996 166,0
  Hlynur Freyr Pétursson ÍR 190 148 109 153 203 140 943 157,2
                     
1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 2001-2003) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals M.tal
  Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 182 181 175 136 198 151 1.023 170,5
  Elva Rós Hannesdóttir ÍR 156 145 160 145 157 144 907 151,2
                     
2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2004-2006) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals M.tal
  Ísak Birkir Sævarsson KFA 223 231 202 161 234 183 1.234 205,7
  Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 184 194 136 183 188 177 1.062 177,0
  Aron Hafþórsson KFR 174 159 180 154 192 180 1.039 173,2
  Hlynur Helgi Atlason KFA 123 208 178 145 179 173 1.006 167,7
  Bárður Sigurðsson ÍR 141 142 199 164 104 193 943 157,2
  Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR 165 148 114 165 113 112 817 136,2
                     
2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2004-2006) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals M.tal
  Alexandra Kristjánsdóttir KFR 167 149 149 185 169 174 993 165,5
  Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 123 169 145 155 160 137 889 148,2
  Viktoría Þórisdóttir KFR 124 129 156 101 102 104 716 119,3
                     
3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2007 -2009) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals M.tal
  Mikael Aron Vilhelmsson KFR 188 217 243 222 193 169 1.232 205,3
  Tómas Freyr Garðarsson KFA 146 172 155 189 145 191 998 166,3
  Tristan Máni Nínuson ÍR 133 193 139 169 189 135 958 159,7
  Ásgeir Karl Gústafsson KFR 138 180 142 138 183 150 931 155,2
  Matthías Ernir Gylfason KFR 118 121 155 149 189 195 927 154,5
                     
3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2007 -2009) Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals M.tal
  Nína Rut Magnúsdóttir KFA 157 80 105 142 143 78 705 117,5
  Sóldís Ósk Guðmundsdóttir ÍR 83 103 97 94 80 90 547 91,2
                     
4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2010 -2012) Félag 1 2 3 Samtals M.tal      
  Svavar Steinn Guðjónsson KFR 172 146 149 467 155,7      
  Ólafur Breki Sigurðsson KFR 63 154 136 353 117,7      
  Viktor Snær Guðmundsson  ÍR 114 112 97 323 107,7      
  Guðmundur Ásgeir Svanbergsson ÍR 116 96 97 309 103,0      
  Haukur Leó Ólafsson KFA 82 101 118 301 100,3      
  Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR 98 81 109 288 96,0      
  Þorgils Lárus Davíðsson KFR 80 85 104 269 89,7      
  Marinó Sturluson   KFA 66 83 90 239 79,7      
  Björn Jón Gústafsson KFR 63 79 85 227 75,7      
  Gabríel Þór Andrason ÍR 54 56 64 174 58,0      
                     
4. fl. stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2010 -2012) Félag 1 2 3 Samtals M.tal      
  Særós Erla Jóhönnudóttir KFA 105 153 120 378 126,0      
  Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 92 110 114 316 105,3      
  Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR 72 120 106 298 99,3      
  Friðmey Dóra Richter KFA 112 92 70 274 91,3      
  Dagbjört Freyja Gígja ÍR 69 49 86 204 68,0      
                     
5. fl. pilta 5 – 8 ára (fæddir 2013-2017) Félag 1 2 3 Samtals M.tal      
  Davíð Júlíus Gígja ÍR 52 55 56 163 54,3      
  Ásgeir Máni Helgason ÍR 17 51 44 112 37,3      
                     
5. fl. stúlkna 5 – 8 ára (fæddar 2013-2017) Félag 1 2 3 Samtals M.tal      
  Ester Sylvia Svanbergsdóttir ÍR 56 46 36 138 46,0      
  Katrín Hulda Sigurðardóttir ÍR 52 36 48 136 45,3      
  Emma Dóra Hallsdóttir KFR 33 40 54 127 42,3      

Lokastaða keppninnar þetta tímablið

1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 2001-2003) Félag Leik Stig
  Adam Geir Baldursson ÍR 30 46
  Hlynur Freyr Pétursson ÍR 18 26
  Steindór Máni Björnsson ÍR 24 44
  Jóhann Ársæll Atlason KFA 6 10
         
         
1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 2001-2003) Félag Leik Stig
  Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 24 46
  Elva Rós Hannesdóttir ÍR 24 44
         
2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2004-2006) Félag Leik Stig
  Ísak Birkir Sævarsson KFA 30 37
  Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 24 41
  Aron Hafþórsson KFR 30 40
  Hlynur Helgi Atlason KFA 30 37
  Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR 30 27
  Bárður Sigurðsson ÍR 12 12
         
2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2004-2006) Félag Leik Stig
  Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 30 46
  Viktoría Þórisdóttir KFR 30 38
  Alexandra Kristjánsdóttir KFR 12 24
         
3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2007 -2009) Félag Leik Stig
  Mikael Aron Vilhelmsson KFR 30 46
  Ásgeir Karl Gústafsson KFR 30 42
  Tristan Máni Nínuson ÍR 30 36
  Tómas Freyr Garðarsson KFA 24 29
  Gabríel Þór Andrason ÍR 24 27
  Matthías Ernir Gylfason KFR 30 22
         
3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2007 -2009) Félag Leik Stig
  Nína Rut Magnúsdóttir KFA 30 48
  Sóldís Ósk Guðmundsdóttir ÍR 6 10
         
4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2010 -2012) Félag Leik Stig
  Svavar Steinn Guðjónsson KFR 12 44
  Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR 12 39
  Viktor Snær Guðmundsson  ÍR 15 36
  Ólafur Breki Sigurðsson KFR 12 34
  Guðmundur Ásgeir Svanbergsson ÍR 12 25
  Haukur Leó Ólafsson KFA 12 25
  Þorbjörn Guðrúnarson ÍR 9 15
  Þorgils Lárus Davíðsson KFR 6 12
  Gabríel Þór Andrason ÍR 9 9
  Marinó Sturluson   KFA 3 3
  Björn Jón Gústafsson KFR 3 2
         
4. fl. stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2010 -2012) Félag Leik Stig
  Særós Erla Jóhönnudóttir KFA 15 48
  Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 15 42
  Friðmey Dóra Richter KFA 12 31
  Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR 12 30
  Margrét Lára Arnfinnsdóttir KFA 3 7
  Dagbjört Freyja Gígja ÍR 3 6

Myndir frá verðlaunaafhendingu

Verðlaun eftir 5. umferðina

5.flokkur

4. flokkur pilta

4. flokkur stúlkna

3. flokkur pilta

3. flokkur stúlkna

2. flokkur pilta

2. flokkur stúlkna

1. flokkur pilta, Hafdís Eva tók við verðlaunum f.h. bróðurs síns Hlyns Freys

1. flokkur stúlkna

Verðlaun fyrir lokastöðu

1. flokkur pilta, Elva Rós tók við verðlaunum f.h. Steindórs Mána og Hafdís Eva f.h. bróðurs síns Hlyns Freys

1. flokkur stúlkna

2. flokkur pilta

2. flokkur stúlkna

3. flokkur pilta

3. flokkur stúlkna

4. flokkur pilta

4. flokkur stúlkna, Nína Rut t.v. tók við verðlaunum f.h. Friðmey frá ÍA