Úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna í keilu hefst í kvöld

Facebook
Twitter

Á laugardaginn var lauk deildarkeppni í keilu þetta keppnistímabil 2021 til 2022. Ljóst varð því hvaða lið fara í úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna sem og önnur úrslit svo sem Íslandsmeistarar 2. og 3. deildar karla og þá auðvitað um leið hvaða lið féllu úr deildum og hvaða lið unnu sig upp um deild.

Í kvöld hefst í Keiluhöllinni Egilshöll undanúrslit í 1. deildum karla og kvenna. Eru það efstu 4 lið úr hvorri deild sem mætast. Deildarmeistararnir mæta því liði sem varð í 4. sæti í deildinni og sæti 2 og 3 mætast.

Leiknar eru tvær umferðir, önnur í kvöld og hin á morgun þriðjudaginn 26. apríl. Hefst keppni bæði kvöldin kl. 19:00. Meirihluta stiga þarf til að komast í úrslitaleikina.

Þau lið sem mætast í kvöld eru:

1. deild karla

  • ÍR-PLS sem eru deildarmeistarar 2022 gegn ÍR-S sem urðu í 4. sæti deildarkeppninnar
  • KFR- Lærlingar sem urðu í 2. sæti gegn KFR-Stormsveitinni sem urðu í 3. sæti

1. deild kvenna

  • KFR-Valkyrjur sem eru deildarmeistarar 2022 gegn KFR-Afturgöngurnar sem urðu í 4. sæti deildarkeppninnar
  • ÍR-TT sem urðu í 2. sæti gegn ÍR-Buff sem urðu í 3. sæti.

Úrslitaleikirnir

Þau lið sem sigra sína undanúrslitaleiki mætast síðan á mánudaginn í næstu viku þar sem leikið verður um Íslandsmeistaratitil deildarliða. Þá verða leiknar 3 umferðir með sama fyrirkomulagi, meirihluta stiga þarf úr þeim viðureignum mánudag, þriðjudag og miðvikudag alls 21,5 stig. Streymt verður frá úrslitaleikjunum í næstu viku á Fésbókarsíðu Keilusambandsins.

Þau lið sem fyrr eru talin upp eiga heimaleik í kvöld mánudaginn 25. apríl hafa valið sér eftirfarandi olíuburð:

  • ÍR-PLS hefur valið stuttan olíuburð
  • KFR-Valkyrjur hafa valið miðlungs olíuburð
  • KFR-Lærlingar hafa valið miðlung olíuburð
  • ÍR-TT hafa valið stuttan olíuburð

Nýjustu fréttirnar