Verðlaunaafhending á lokahófi KLÍ 2022

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi fór fram glæsilegt lokahóf Keilusambandsins en það var skipulagt og framkvæmt af afrekshópum KLÍ og um leið haldið í fjáröflunarskini fyrir þau. Samkvæmt venju voru veitt verðlaun fyrir árangur liðins tímabils í deildum okkar. Einnig var happadrættið góða í lokin og voru vinningar í ár aldeilis glæsilegir og sömuleiðis mikið af þeim.

Að lokum var haldið uppboð á veglegasta vinningnum. Eftir að Svavar Þór og Þorgeir Þórsari höfðu verið að yfirbjóða hvorn annan svo að mikil stemming myndaðist í salnum varð það á endanum Þorgeir sem bauð best og vill afrekshópur KLÍ koma á framfæri sérstökum þökkum til Þorgeirs fyrir ómetanlegan stuðning við hópinn.

En það að verðlaunum gærkvöldsins. Þau voru eftirfarandi:

3. deild karla

Hæsti leikur:    Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    268
Hæsta sería:    Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    671
Hæsta meðaltal:  Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    194,79
Fellukóngur:    Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    5,48
Stigameistari:  Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)    0,86
Mestu framfarir:  Ísak Birkir Sævarsson (ÍA-C)     
Stjörnuskjöldur:  ÍA-C 198
Hæsti leikur liðs:  ÍA-C 640
Hæsta sería liðs: ÍA-C 1.811
Hæsta meðaltal liðs:  ÍA-C 172,69
  • 3. sæti: ÍR-Keila.is
  • 2. sæti: ÍR-T
  • Meistarar: ÍA-C

2. deild karla

Hæsti leikur:    Björgvin Valdimarsson (Þór-Víkingar)   300
Hæsta sería:    Aron Hafþórsson (KFR Þröstur) 713
Hæsta meðaltal:  Þórarinn Már Þorbjörnsson (ÍR-L) 193,85
Fellukóngur:    Hinrik Óli Gunnarsson (ÍR-L)    5,49
Stigameistari:  Hinrik Óli Gunnarsson (ÍR-L)    0,82
Mestu framfarir:  Adam Geir Baldursson (ÍR-Land)    
Stjörnuskjöldur:  ÍR-L 224
Hæsti leikur liðs:  KR-A 685
Hæsta sería liðs: KFR Þröstur  1.912
Hæsta meðaltal liðs:  ÍR-L 182,0
  • Sæti: ÍR-Land
  • Sæti: KR-A
  • Meistarar: ÍR-L

1. deild kvenna:

Hæsti leikur:    Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir (ÍR Buff) 268
Hæsta sería:    Margrét Björg Jónsdóttir (ÍR-TT) 646
Hæsta meðaltal:  Dagný Edda Þórisdóttir (KFR-Valkyrjur) 182,47
Felludrottning:    Dagný Edda Þórisdóttir (KFR-Valkyrjur) 4,17
Stigameistari:  Linda Hrönn Magnúsdóttir (ÍR-TT) 0,81
Mestu framfarir:  Viktoría Hrund Þórisdóttir (KFR Ásynjur)  
Stjörnuskjöldur:  KFR Valkyrjur 257
Hæsti leikur liðs:  KFR Valkyrjur 657
Hæsta sería liðs: KFR Valkyrjur 1.757
Hæsta meðaltal liðs:  KFR Valkyrjur 172,36

Deildarmeistarar:               KFR Valkyrjur

1. deild karla:

Hæsti leikur:    Hafþór Harðarson (ÍR PLS) 290
Hæsta sería:    Jón Ingi Ragnarsson (KFR Lærlingar) 773
Hæsta meðaltal:  Hafþór Harðarson (ÍR PLS) 219,33
Fellukóngur:    Hafþór Harðarson (ÍR PLS) 6,64
Stigameistari:  Gústaf Smári Björnsson (KFR Stormsveitin) 0,77
Mestu framfarir:  Mikael Aron Vilhelmsson (KFR Stormsveitin)  
Stjörnuskjöldur:  ÍR PLS 343
Hæsti leikur liðs:  KFR Lærlingar 733
Hæsta sería liðs: KFR Stormsveitin 2.089
Hæsta meðaltal liðs:  ÍR PLS 207,75

Deildarmeistarar:  ÍR PLS

Úrslitakeppni 1. deilda karla og kvenna hefst svo á morgun mánudaginn 25. apríl kl. 19:00

Nýjustu fréttirnar