Fréttir frá Lúxemborg

Keppni er hafin í ECC, „European Champions Cup“, eða Evrópumót Landsmeistara. Sigfríður Sigurðardóttir er í 8. sæti í sínum riðli eftir 8 leiki með 1484 alls eða 185,4 í meðaltal. Efst í riðlinum er Patricia Klug frá Austurríki með samtals 1750, eða 218,75 í meðaltal. Í riðli 2 byrjar Therese Forsell frá Svíþjóð af krafti, en hún spilaði 264 og 239 í fyrstu tveim leikjunum. Sjá nánar á

http://www.champions-cup.lu/site/?page=results&PHPSESSID=9bd993a005edeb6856da5b12708695bb

Keppnistímabilið 2007-08

Keppnistímabilið 2007-08 hefst á hefðbundinn hátt með Meistaramóti KLÍ, „Meistarar meistaranna“, fimmtudaginn 27. september 2007 kl. 19:00 í keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Í kvennaflokki keppa Íslands- og bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur við ÍR-TT sem urðu í öðru sæti í bikarkeppni liða. Í karlaflokki keppa Íslandsmeistarar KFR-Lærlingar við bikarmeistara ÍR-PLS.

Deildarkeppni liða hefst svo sunnudaginn 30. september kl. 16:00 með viðureign KFA-ÍAW og KR c í keilsalnum á Akranesi.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Utandeild KLÍ 2007 – 2008

Utandeild KLÍ í keilu verður á sínum stað í vetur. Eins og í fyrra er það Keilufélagið Keila sem verður umsjónaraðili keppninnar. Leikið verður í Keiluhöllinni á fimmtudögum kl. 19:00 (Athugið breyttan tíma) og leikur hver riðill einu sinni í mánuði. Keppni hefst fyrsta fimmtudag í október.  Sjá nánar á www.keila.is

Skráningarfrestur er til 15. september og skráning fer fram á netfanginu [email protected] Þar þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:   – Nafn liðs – Nafn fyrirliða ásamt síma og netfangi – Óskir ef einhverjar eru, t.d ef viðkomandi lið vill vera með einhverju öðru í riðli. Utandeildin er tilvalin fyrir fyrirtæki að skora á samkeppnis- eða samstarfsaðila í keilu einu sinni í mánuði eða fyrir fyrirtæki og  hópa að fara saman í keilu þar sem áhersla er lögð á afslappað og skemmtilegt andrúmsloft.  Ef það eru einhverjar spurningar sem skjóta upp kollinum þá endilega hafið samband í gegnum netfangið [email protected]

Leikið er í þriggja manna liðum með forgjöf. Sú breyting hefur verið gerð að nú byrjar leikmaður með þá forgjöf sem hann endaði með í fyrra og reiknast síðan áframhaldandi forgjöf út frá þeirri forgjöf. Ef leikmaður er ekki með forgjöf frá því í fyrra er forgjöf fundin út frá allsherjarmeðaltali KLÍ og ef leikmaður er ekki þar á skrá þá fær hann 70 sem upphafsforgjöf.   Fyrirkomulag verður eins og í fyrra, þ.e. leikið er gegn þremur liðum á hverju kvöldi og fást 2 stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Skráningargjald er kr. 12.000 og skal greiða það fyrir fyrstu umferð, að öðrum kosti fær viðkomandi lið ekki að hefja keppni. Brautarleiga til Keiluhallarinnar fyrir hvert kvöld er kr. 4.500 á lið. Hægt er að staðgreiða brautarleiguna fyrirfram eða skipta henni í 6 mánuði á kreditkort.

Sjá auglýsingu  Athugið breyttan tíma eða 19:00 í stað 18:30

Reykjavíkurmót einstaklinga

Reykjavíkurmót einstaklinga með og án forgjafar munu fara fram í september.  Keppni með forgjöf er um næstu helgi og forgjöf 80% af mismun á 200 og meðtaltali.  Keppt verður án forgjafar helgina 15. – 16. september.

Í báðum mótum eru keppt í karla og kvennaflokkum, og eru leiknir 6 leikir í forkeppni, sem kostar 2.500 krónur, og útsláttarkeppni fjögurra efstu í úrslitum.

Sjá nánar auglýsingar um mótin

Fleiri Evrópumet í dag

Fyrri þrímenningur Íslands hóf keppni í morgun, en hann er skipaður þeim Andrési Páli, Stefáni og Árna Geir.  Líkt og í tvímenningnum er fyrst leikið í stuttri olíu og síðan þeirri löngu, en aðeins eru leiknir 3 leikir í hvort skipti.

Skor var ágætt í morgun, en okkar menn enduðu á 1.719, eða 191 að meðaltali, og var Andrés Páll efstur mð 596.

Finnarnir Jari Ratia, Joonas Jehkinen og Kimmo Lehtonen áttu stórleik í morgun og settu tvö Evrópumót, 803 í einum leik og 2.167 í þremur leikjum, en Jari náði fyrsta 300 leik mótsins í síðasta leiknum.  Sjá skor í þrímenningnum

Skor Íslands frá í morgun má sjá hér að neðan.  Þeir halda áfram keppni klukkan 9 í fyrramálið.  Björn, Róbert og Hafþór mynda hinn tvímenningin og leika þeir í dag og á morgun, og hefja leik klukkan 16:30 báða dagana.

Ísland 1
Fyrri umferð – stutt olía
Andrés Páll Júlíusson

161

205

190

556

Stefán Claessen

170

236

190

596

Árni Geir Ómarsson

182

182

203

567

Samtals

513

623

583

1.719

Síðari umferð – löng olía
Andrés Páll Júlíusson

0

Stefán Claessen

0

Árni Geir Ómarsson

0

Samtals

0

0

0

0

Fyrri umferð

1.719

191,0

9
Síðari umferð

0

0

Samtals

1.719

191,0

   

Evrópumet hjá Svíum

Þeir félagar Robert Andersson og Martin Larsen settu nú fyrir skemmstu Evrópumet í 6 leikjum tvímennings, þegar þeir spiluðu 2.818, eða 234,8 að meðaltali.  Þeir eru efstir eftir forkeppnina, en hinir þrír tvímenningarniar sem fara í undanúrslit eru Tobias Gaebler og Achim Grabowski frá Þýskalandi, Thomas Gross og Thomas Tybl frá Austurríki og danirnir Jesper Agerbo og Bo Winther Pedersen.  Í undanúrslitum leikur 1. sæti við 4. sæti og það 2. við 3., og sigurvegarar þeirra viðureignar leika síðan um titilinn.

Róbert Dan og Björn spiluðu aðeins lægra í dag en í gær, eða 2.177.  Skor má sjá hér að neðan.

Ísland 3
Fyrri umferð – stutt olía
Róbert Dan Sigurðsson 199 158 178 182 148 176 1.041
Björn G. Sigurðsson 199 202 160 194 202 210 1.167
Samtals 398 360 338 376 350 386 2.208
Síðari umferð – löng olía
Róbert Dan Sigurðsson 177 155 154 159 186 205 1.036
Björn G. Sigurðsson 147 215 205 214 168 192 1.141
Samtals 324 370 359 373 354 397 2.177
Fyrri umferð 2.208 184,0 12
Síðari umferð 2.177 181,4 12
Samtals 4.385 182,7          

 

Tvímenningur heldur áfram

Þeir Stefán Claessen og Andrés Páll Júlíus luku í gærkvöld keppni í tvímenningnum, en gengi þeirra var líka og þeirra Hafþórs og Árna Geirs betra í löngum olíuburði en stuttum.  Þeir léku samtals 2.198, eða 183,2 í meðaltal.

Þeir Róbert og Björn hófu keppni núna klukkan 13:30. Sjá skor.

Að neðan má sjá skor þeirra Stefáns og Andrésar.

Ísland 2
Fyrri umferð – stutt olía
Stefán Claessen

197

138

154

153

129

179

950

Andrés Páll Júlíusson

160

197

184

174

149

165

1.029

Samtals

357

335

338

327

278

344

1.979

Síðari umferð – löng olía
Stefán Claessen

208

163

125

166

179

187

1.028

Andrés Páll Júlíusson

183

212

231

155

192

197

1.170

Samtals

391

375

356

321

371

384

2.198

Fyrri umferð

1.979

164,9

12

Síðari umferð

2.198

183,2

12

Samtals

4.177

174,0

 

 

 

 

 

 

Hafþór og Árni Geir bættu sig

Þeir Hafþór og Árni Geir luku nú fyrir stundu keppni í tvímenningskeppninni, en þeim gekk mun betur í löngu olíunni en þeirri stuttu í gær.  Þeir léku í dag á 199,5 meðaltali, Hafþór með 1.263 og Árni Geir 1.131.

Austurríkismennirnir, sem léku best í hóp 1 í gær, endurtóku leikinn nú dag og spiluðu 2.719 eða 226,6 að meðaltali, sem er besta sería tvímennings enn sem komið er.  Þeir eru samanlagt með 5.280, eða 220 að meðaltali, sem dugir þeim þó ekki nema í 4. sætið að svo stöddu.

Úrslit eru farin að koma fyrr enn á vef mótsins, en við sendum nú leiki okkar manna um leið og þeim lýkur.

 

Ísland 1
Fyrri umferð – stutt olía
Hafþór Harðarson 190 158 134 172 125 133 912
Árni Geir Ómarsson 223 142 168 179 130 201 1.043
Samtals 413 300 302 351 255 334 1.955
Síðari umferð – löng olía
Hafþór Harðarson 205 236 201 194 213 214 1.263
Árni Geir Ómarsson 179 189 197 214 198 154 1.131
Samtals 384 425 398 408 411 368 2.394
Fyrri umferð 1.955 162,9 12
Síðari umferð 2.394 199,5 12
Samtals 4.349 181,2          

Skor í beinni

Hér má fylgjast með gengi íslensku strákanna í beinni

Þrímenningur – Ísland 1 – fyrri umferð – 5. júlí kl. 14:30

Björn 166 + 207 + 191 = 564
Róbert 158 + 168 + 178 = 504
Hafþór 198 + 184 + 171 = 553
Samtals 522 + 559 + 540 = 1.621