Evrópumet hjá Svíum

Facebook
Twitter

Þeir félagar Robert Andersson og Martin Larsen settu nú fyrir skemmstu Evrópumet í 6 leikjum tvímennings, þegar þeir spiluðu 2.818, eða 234,8 að meðaltali.  Þeir eru efstir eftir forkeppnina, en hinir þrír tvímenningarniar sem fara í undanúrslit eru Tobias Gaebler og Achim Grabowski frá Þýskalandi, Thomas Gross og Thomas Tybl frá Austurríki og danirnir Jesper Agerbo og Bo Winther Pedersen.  Í undanúrslitum leikur 1. sæti við 4. sæti og það 2. við 3., og sigurvegarar þeirra viðureignar leika síðan um titilinn.

Róbert Dan og Björn spiluðu aðeins lægra í dag en í gær, eða 2.177.  Skor má sjá hér að neðan.

Ísland 3
Fyrri umferð – stutt olía
Róbert Dan Sigurðsson 199 158 178 182 148 176 1.041
Björn G. Sigurðsson 199 202 160 194 202 210 1.167
Samtals 398 360 338 376 350 386 2.208
Síðari umferð – löng olía
Róbert Dan Sigurðsson 177 155 154 159 186 205 1.036
Björn G. Sigurðsson 147 215 205 214 168 192 1.141
Samtals 324 370 359 373 354 397 2.177
Fyrri umferð 2.208 184,0 12
Síðari umferð 2.177 181,4 12
Samtals 4.385 182,7          

 

Nýjustu fréttirnar