Utandeild KLÍ 2007 – 2008

Facebook
Twitter

Utandeild KLÍ í keilu verður á sínum stað í vetur. Eins og í fyrra er það Keilufélagið Keila sem verður umsjónaraðili keppninnar. Leikið verður í Keiluhöllinni á fimmtudögum kl. 19:00 (Athugið breyttan tíma) og leikur hver riðill einu sinni í mánuði. Keppni hefst fyrsta fimmtudag í október.  Sjá nánar á www.keila.is

Skráningarfrestur er til 15. september og skráning fer fram á netfanginu [email protected] Þar þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:   – Nafn liðs – Nafn fyrirliða ásamt síma og netfangi – Óskir ef einhverjar eru, t.d ef viðkomandi lið vill vera með einhverju öðru í riðli. Utandeildin er tilvalin fyrir fyrirtæki að skora á samkeppnis- eða samstarfsaðila í keilu einu sinni í mánuði eða fyrir fyrirtæki og  hópa að fara saman í keilu þar sem áhersla er lögð á afslappað og skemmtilegt andrúmsloft.  Ef það eru einhverjar spurningar sem skjóta upp kollinum þá endilega hafið samband í gegnum netfangið [email protected]

Leikið er í þriggja manna liðum með forgjöf. Sú breyting hefur verið gerð að nú byrjar leikmaður með þá forgjöf sem hann endaði með í fyrra og reiknast síðan áframhaldandi forgjöf út frá þeirri forgjöf. Ef leikmaður er ekki með forgjöf frá því í fyrra er forgjöf fundin út frá allsherjarmeðaltali KLÍ og ef leikmaður er ekki þar á skrá þá fær hann 70 sem upphafsforgjöf.   Fyrirkomulag verður eins og í fyrra, þ.e. leikið er gegn þremur liðum á hverju kvöldi og fást 2 stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Skráningargjald er kr. 12.000 og skal greiða það fyrir fyrstu umferð, að öðrum kosti fær viðkomandi lið ekki að hefja keppni. Brautarleiga til Keiluhallarinnar fyrir hvert kvöld er kr. 4.500 á lið. Hægt er að staðgreiða brautarleiguna fyrirfram eða skipta henni í 6 mánuði á kreditkort.

Sjá auglýsingu  Athugið breyttan tíma eða 19:00 í stað 18:30

Nýjustu fréttirnar