Keppnistímabilið 2007-08

Facebook
Twitter

Keppnistímabilið 2007-08 hefst á hefðbundinn hátt með Meistaramóti KLÍ, „Meistarar meistaranna“, fimmtudaginn 27. september 2007 kl. 19:00 í keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Í kvennaflokki keppa Íslands- og bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur við ÍR-TT sem urðu í öðru sæti í bikarkeppni liða. Í karlaflokki keppa Íslandsmeistarar KFR-Lærlingar við bikarmeistara ÍR-PLS.

Deildarkeppni liða hefst svo sunnudaginn 30. september kl. 16:00 með viðureign KFA-ÍAW og KR c í keilsalnum á Akranesi.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Nýjustu fréttirnar