Hjóna og paramóti KFR í febrúar hefur verið seinkað um viku og verður 10. febrúar. Vegna þessa færist Pepsi Max mótið sem átti að vera þann 10. fram til 3. febrúar.
Hjóna og paramóti KFR í febrúar hefur verið seinkað um viku og verður 10. febrúar. Vegna þessa færist Pepsi Max mótið sem átti að vera þann 10. fram til 3. febrúar.
Í síðustu viku sögðu þeir Bragi Már Bragason, varaformaður og Valgeir Guðbjartsson sig úr stjórn KLÍ. Þá hættir Bragi Már einnig sem formaður landsliðsnefndar. Valgeir mun áfram starfa í unglinganefnd og landsliðsnefnd og Bragi mun að sinni sjá um innslátt á skori úr Keiluhöllinni á þriðjudögum.
Við sem eftir sitjum í stjórn viljum þakka þeim Braga og Valgeiri kærlega fyrir samstarfið og framlag sitt til keilunnar á Íslandi.
Sæti Valgeirs og Braga í stjórn taka Laufey Sigurðardóttir og Einar Jóel Ingólfsson.
Þá hefur meðaltal eftir desember mánuð litið dagsins ljós. Meðal þeirra 40 efstu hækka flestir sig á milli mánuða, en þó er aðeins einn þeirra sem hækkar í allsherjarjarmeðaltali, en það er einmitt sá sem vermir 40. sætið.
Að vanda má nálgast meðaltalið undir Tölfræði og Meðaltal.
Það voru þau Ragna Matthíasdóttir og Bjarni Sveinbjörnsson úr KFR sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar para síðastliðinn sunudag.
Ragna og Bjarni höfðu forystuna eftir forkeppnina á laugardag, en þau voru með 2.191, eða 10 pinna forskot á undan Sigfríði Sigurðardóttur úr KFR og Magnúsi Magnússyni úr KR. Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson úr ÍR komu þar á eftir með 2.143, og í fjórða sæti voru Karen Rut Sigurðardóttir og Jón Ingi Ragnarsson úr ÍR með 2.078.
Í milliriðlinum á sunnudagsmorgun söxuðu Sigfriður og Magnús á forskotið fyrstu þrjá leikina, sigldu framúr í fjórða leik og juku héltu því forskoti, og voru 138 pinnum fyrir ofan þau Rögnu og Bjarna eftir undanriðilinn. Þau Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR og Andrés Páll Júlíusson úr KR sóttu á, og enduðu aðeins í 9 pinnum á eftir Rögnu og Bjarna. Guðný og Arnar þurftu að draga sig úr keppni áður eftir forkeppnina og léku því ekki með á sunnudag.
Í úrslitum lifnaði þó yfir þeim Rögnu og Bjarna, sem unnu strax þrjá leiki á móti þeim Sigfríði og Bjarna, og tryggðu sér þannig Íslandsmeistaratitil para árið 2008.
Íslandsmót einstaklinga með forgjö verður haldið dagana 9. – 12. febrúar 2008 í Keiluhöllinni. Spilaðir eru 4 leikir í forkeppni, og komast 16 efstu karlar og 12 efstu konur áfram í milliriðil þar sem leiknir eru aðrir 4 leikir. Að honum loknum halda 8 karlar og 6 konur áfram í undanúrslit þar sem leikið er allir við alla.
Skráning fer fram í netfanginu skraning (hjá) kli.is og stendur hún til kl. 22:00 miðvikudaginn 6. febrúar.
Keppni hefst í Íslandsmóti para á laugardag kl. 9:00, en mótið fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. 12 pör eru skráð til leiks, og má sjá þau hér að neðan.
Í mótinu verður tekin upp ný aðferð við færslu milli brauta. Skipt verður eftir um brautir eftir hvern leik, og munu pör færast í sitthvora áttina um ýmist 2 eða 3 sett, og leikur því hvert par einn leik á hverju setti. Brautaskipan í hverjum leik má sjá í viðhengi.
Eftirfarandi pör eru skráð til keppni
| 1 | Sigfríður Sigurðardóttir |
| Magnús Magnússon | |
| 2 | Laufey Sigurðardóttir |
| Bjarki Sigurðsson | |
| 3 | Steinunn Inga Guðmundsdóttir |
| Skúli Freyr Sigurðsson | |
| 4 | Karen Rut Sigurðardóttir |
| Jón Ingi Ragnarsson | |
| 5 | Ágústa Þorsteinsdóttir |
| Guðmundur Sigurðsson | |
| 6 | Guðrún Soffía Guðmundsdóttir |
| Bjarki Gunnarsson | |
| 7 | Harpa Sif Jóhannsdóttir |
| Sigfús Smári Viggósson | |
| 8 | Dagný Edda Þórisdóttir |
| Andrés Páll Júlíusson | |
| 9 | Magna Ýr Hjálmtýsdóttir |
| Róbert Dan Sigurðsson | |
| 10 | Linda Magnúsdóttir |
| Halldór Ásgeirsson | |
| 11 | Ragna Matthíasdóttir |
| Bjarni Sveinbjörnsson | |
| 12 | Guðný Gunnarsdóttir |
| Arnar Sæbergsson |
Íslandsmót unglinga verður haldið dagana 26.-27. janúar og 2.-3. febrúar.
Vegna vandræða í Keiluhöllinni í kvöld þarf að flýta bikarkeppni liða. Leikirnir sem fara áttu fram fimmtudaginn 17. janúar í Keiluhöllinni verða leiknir miðvikudaginn 16. janúar kl 19:00.
Eins og við minntum á í byrjun Desember mun Íslandsmót para fara fram dagana 19. og 20. janúar í Keiluhöllinni. Í forkeppni eru leiknir 6 leikir, og halda 8 efstu pörin áfram í milliriðil þar sem aðrir 6 leikir eru leiknir.
Skráning er hafin í mótið á netfanginu skraning (hjá) kli.is. Verð í forkeppni er kr. 5.500