Íslandsmeistarar para 2008

Facebook
Twitter

Það voru þau Ragna Matthíasdóttir og Bjarni Sveinbjörnsson úr KFR sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar para síðastliðinn sunudag.

Ragna og Bjarni höfðu forystuna eftir forkeppnina á laugardag, en þau voru með 2.191, eða 10 pinna forskot á undan Sigfríði Sigurðardóttur úr KFR og Magnúsi Magnússyni úr KR.   Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson úr ÍR komu þar á eftir með 2.143, og í fjórða sæti voru Karen Rut Sigurðardóttir og Jón Ingi Ragnarsson úr ÍR með 2.078.

 Í milliriðlinum á sunnudagsmorgun söxuðu Sigfriður og Magnús á forskotið fyrstu þrjá leikina, sigldu framúr í fjórða leik og juku héltu því forskoti, og voru 138 pinnum fyrir ofan þau Rögnu og Bjarna eftir undanriðilinn.  Þau Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR og Andrés Páll Júlíusson úr KR sóttu á, og enduðu aðeins í 9 pinnum á eftir Rögnu og Bjarna.  Guðný og Arnar þurftu að draga sig úr keppni áður eftir forkeppnina og léku því ekki með á sunnudag.

Í úrslitum lifnaði þó yfir þeim Rögnu og Bjarna, sem unnu strax þrjá leiki á móti þeim Sigfríði og Bjarna, og tryggðu sér þannig Íslandsmeistaratitil para árið 2008.

Nýjustu fréttirnar