Íslandsmót unglinga

Facebook
Twitter
Á laugardag hófst keppni í Íslandsmóti unglinga, en leikið var bæði laugardag og sunnudag.  31 keppandi er skráður til leiks úr öllum félögunum, en flestir koma ofan af Akranesi, 14, en leikið er í fjórum aldursflokkup pilta og stúlkna.
 
Í 1. flokki eru efst þau Skúli Freyr Sigurðsson úr KFA og Ástrós Pétursdóttir úr ÍR.  Í 2. flokki eru efst Guðlaugur Valgeirsson úr KFR og Steinunn Inga Guðmundsdóttir úr KFA. Í 3. flokki eru efst Arnar Davíð Jónsson og Alda Ósk Valgeirsdóttir, bæði úr KFR, og í 4. flokki eru efst Guðmundur Ingi Jónsson úr ÍR og Elísabet Bára Sveinsdóttir úr KFA.
 
Keppni heldur áfram næstu helgi, en þá er einnig leikið bæði laugardag og sunnudag, og lýkur með úrslitum á sunnudag.

Nýjustu fréttirnar