Íslandsmót einstaklinga hófst í morgun með 6 leikjum.
Nokkuð mjótt er á munum í efstu sætum, en það eru þau Ragna Matthíasdóttir úr KFR og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR sem eru efst.
Þeir 24 sem léku í morgun leika aðra 6 leiki í fyrramálið.
Íslandsmót einstaklinga hófst í morgun með 6 leikjum.
Nokkuð mjótt er á munum í efstu sætum, en það eru þau Ragna Matthíasdóttir úr KFR og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR sem eru efst.
Þeir 24 sem léku í morgun leika aðra 6 leiki í fyrramálið.
Í gærkvöldi kláruðust 8 liða úrslit í bikarkeppni liða. Þau lið sem að komust áfram voru ÍR-PLS, KFK-Keiluvinir, ÍR-L og Lærlingar. Í kvennabikarnum komust KFR-Afturgöngur, ÍR-KK, ÍR-TT og KFR-Valkyrjur í undanúrslit.
Á miðvikudagskvöld lauk skráningu í Íslandsmót einstaklinga og eru 29 karlar og 16 konur skráðar til leiks. Keppni hefst klukkan 9:00 báða dagana.
Við viljum minna keppendur að greiða keppnisgjald fyrir mót með millifærslu, eða með reiðufé á mótsstað áður en keppni hefst. Sjá nánar í auglýsingu.
Kæru keilarar
Vel væri þegið ef einhverjir keilara gætu séð af nokkrum tímum til að aðstoða við Íslandsmót einstaklinga núna um helgina og þá næstu. Þeir sem hafa áhuga og tíma hafi samband við mótanefnd á motanefnd(hjá)kli.is
Kveðja Laufey
Nú er að hefjast kennsla á 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ. Allar nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á [email protected] Einnig má finna uppl. á heimasíðu ÍSÍ. Nánari útlistun á tímasetningum má svo finna hér
Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig í Íslandsmót einstaklinga án forgjafar. Skráningarfrestur rennur út kl. 22:00 annað kvöld, en forkeppni er leikin næstu tvær helgar.
Hér að neðan má sjá hverjir hafa skráð sig og á hvora helgina þeir leika.
|
Helgin 23. – 24. febrúar
|
||||
| 1 | Andrés Páll Júlíusson | KR | ||
| 2 | Davíð Löve | KR | ||
| 3 | Magnús S. Magnússon | ÍR | ||
| 4 | Halldór Ásgeirsson | ÍR | ||
| 5 | Sigurbjörn Vilhjálmsson | ÍR | ||
| 6 | Sigfríður Sigurðardóttir | KFR | ||
| 7 | Sigríður Klemensdóttir | ÍR | ||
| 8 | Dagný Edda Þórisdóttir | KFR | ||
| 9 | Ástrós Pétursdóttir | ÍR | ||
| 10 | Valgeir Þórisson | KFR | ||
| 11 | Axel K Vignisson | KFR | ||
| 12 | Magna Ýr Hjálmtýrsdóttir | KFR | ||
| 13 | Karen Rut | ÍR | ||
| 14 | G. Bára Ágústsdóttir | KFR | ||
| 15 | Ágústa Þorsteinsdóttir | KFR | ||
| 16 | Ragna Matthíasdóttir | KFR | ||
| 17 | Kristján Arne Þórðarson | ÍR | ||
| 18 | Björn Birgisson | ÍA | ||
| 19 | Elín Óskarsdóttir | KFR | ||
| 20 | Sigurvin Hreinsson | ÍR | ||
| 21 | Arnar Ólafsson | KFK | ||
| 22 | Atli Þór Kárason | ÍR | ||
| 23 | Steindór Geirdal | ÍR | ||
| 24 | ||||
| 25 | ||||
| 26 | ||||
| 27 | ||||
| 28 | ||||
| Helgin 1. – 2. mars | ||||
| 1 | Ásgrímur Helgi Einarsson | KFK | ||
| 2 | Arnar Sæbergsson | ÍR | ||
| 3 | Ingi G. Sveinsson | KFK | ||
| 4 | Einar Már Björnsson | KR | ||
| 5 | Magnús Magnússon | KR | ||
| 6 | Halldór Ragnar Halldórsson | ÍR | ||
| 7 | Magnús Sigurjón Guðmundsson | ÍA | ||
| 8 | Jón Ingi Ragnarsson | ÍR | ||
| 9 | Linda H. Magnúsdóttir | ÍR | ||
| 10 | Árni Geir Ómarsson | ÍR | ||
| 11 | Ólafur Guðmundsson | KFK | ||
| 12 | Guðný Gunnarsdóttir | ÍR | ||
| 13 | Jóhannes R. Ólafsson | ÍR | ||
| 14 | Hörður Einarsson | ÍA | ||
| 15 | Laufey Sigurðardóttir | KFK | ||
| 16 | Magnús Reynisson | KR | ||
| 17 | Róbert Dan Sigurðsson | ÍR | ||
| 18 | Jóna Gunnarsdóttir | KFR | ||
| 19 | Jörundur Jörundsson | ÍR | ||
| 20 | Bjarni Páll Jakobsson | KFR | ||
| 21 | Sigurlaug Jakobsdóttir | ÍR | ||
| 22 | Andri Már Ólafsson | KFR | ||
| 23 | Guðmundur Sigurðsson | ÍA | ||
| 24 | Skúli Freyr Sigurðsson | ÍA | ||
| 25 | ||||
| 26 | ||||
| 27 | ||||
| 28 | ||||
Í kvöld fer fram 5. umferð í deildarbikar liða, en í ár eru leiknar 6 umferðir.
Menntamálaráðherra hefur samþykkt að veita rúmum tuttugu milljónum í styrki til 90 verkefna að tillögu Íþróttanefndar. Alls bárust 158 umsóknir um styrki úr Íþróttasjóði að upphæð 177 milljónir króna vegna ársins 2008.
Það voru þau Anna Kristín Óladóttir og Sigurður Björn Bjarkason, bæði úr KFK, sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar með forgjöf, en undanúrslit og úrslit fóru fram í Keiluhöllinni í kvöld.
Eftir 5 leiki í undanúrslitum, þar sem 6 efstu konurnar léku allar við allar, var Anna Kristín með 10 pinna forskot á þær Ástrósu Pétursdóttur úr ÍR og Sigrúnu Hulds Hrafnsdóttur úr KFR sem voru jafnar í öðru til þriðja sæti. Það var Ástrós sem lék síðasta leikinn í undanúrslitunum betur og lék því til úrslita gegn Önnu Kristínu. Anna Kristín sigraði fyrsta leikinn naumlega með 188 gegn 183, en Ástrós átti mjög góðan annan leikinn, sigraði hann með 259 gegn 193. Í þriðja leiknum náði Anna Kristín aftur yfirhöndinni og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með því að sigra hann, 231 gegn 170. Ástrós endaði því í öðru sæti, og Sigrún Huld í því þriðja.
Það var einnig mjótt á mununum í karlaflokknum í undanúrslitunum. Aðeins munaði 6 pinnum á fyrsta og öðru sæti, en efstur var Sigurður Björn Bjarkason úr KFK með 1.577, annar Andrés Páll Júlíusson úr KR með 1.571 og í þriðja sæti Einar Már Björnsson úr KR, 15 pinnum á eftir, með 1.556. Í úrslitum mættust því þeir Sigurður og Andrés, en Sigurður tryggði sér sigurinn með því að sigra Andrés 228-217 og 194-159.
Þetta er í fyrsta sinn sem Keilufélagið Keila, KFK, eignast Íslandsmeistara í einstaklingsflokki, en aðeins eru rétt rúm fjögur ár síðan félagið var stofnað.
