Skráningu í Íslandsmót einstaklinga að ljúka

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig í Íslandsmót einstaklinga án forgjafar.  Skráningarfrestur rennur út kl. 22:00 annað kvöld, en forkeppni er leikin næstu tvær helgar.

Hér að neðan má sjá hverjir hafa skráð sig og á hvora helgina þeir leika.

 

  

 

         
 
Helgin 23. – 24. febrúar
 
     
  1 Andrés Páll Júlíusson KR  
  2 Davíð Löve KR  
  3 Magnús S. Magnússon ÍR  
  4 Halldór Ásgeirsson ÍR  
  5 Sigurbjörn Vilhjálmsson ÍR  
  6 Sigfríður Sigurðardóttir KFR  
  7 Sigríður Klemensdóttir ÍR  
  8 Dagný Edda Þórisdóttir KFR  
  9 Ástrós Pétursdóttir ÍR  
  10 Valgeir Þórisson KFR  
  11 Axel K Vignisson KFR  
  12 Magna Ýr Hjálmtýrsdóttir KFR  
  13 Karen Rut ÍR  
  14 G. Bára Ágústsdóttir KFR  
  15 Ágústa Þorsteinsdóttir KFR  
  16 Ragna Matthíasdóttir KFR  
  17 Kristján Arne Þórðarson ÍR  
  18 Björn Birgisson ÍA  
  19 Elín Óskarsdóttir KFR  
  20 Sigurvin Hreinsson ÍR  
  21 Arnar Ólafsson KFK  
  22 Atli Þór Kárason ÍR  
  23 Steindór Geirdal ÍR  
  24      
  25      
  26      
  27      
  28      
         
  Helgin 1. – 2. mars  
     
  1 Ásgrímur Helgi Einarsson KFK  
  2 Arnar Sæbergsson ÍR  
  3 Ingi G. Sveinsson KFK  
  4 Einar Már Björnsson KR  
  5 Magnús Magnússon KR  
  6 Halldór Ragnar Halldórsson ÍR  
  7 Magnús Sigurjón Guðmundsson ÍA  
  8 Jón Ingi Ragnarsson ÍR  
  9 Linda H. Magnúsdóttir ÍR  
  10 Árni Geir Ómarsson ÍR  
  11 Ólafur Guðmundsson KFK  
  12 Guðný Gunnarsdóttir ÍR  
  13 Jóhannes R. Ólafsson ÍR  
  14 Hörður Einarsson ÍA  
  15 Laufey Sigurðardóttir KFK  
  16 Magnús Reynisson KR  
  17 Róbert Dan Sigurðsson ÍR  
  18 Jóna Gunnarsdóttir KFR  
  19 Jörundur Jörundsson ÍR  
  20 Bjarni Páll Jakobsson KFR  
  21 Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR  
  22 Andri Már Ólafsson KFR  
  23 Guðmundur Sigurðsson ÍA  
  24 Skúli Freyr Sigurðsson ÍA   
  25      
  26      
  27      
  28      
         

8 liða úrslit í Bikarkeppni KLÍ

 

Á fimmtudag fór fram fyrsti leikur í 8 liða úrslitum Bikarkeppninnar, þegar KFA-ÍA tóku á móti ÍR-TT.  Gestirnir fóru með sigur af hólmi, en þær sigruðu alla þrjá leikina, 633-505, 640-485 og 635-462.
 
Í karlaflokki fór svo fram leikur ÍA og ÍR-L á sunnudag og var skor eftirfarandi:
ÍA    728 – 714 – 646 – 727 alls 2815
ÍR-L 672 – 748 – 768 – 714 alls 2902
Eftir 4 leiki var jafnt 2-2 og því spilaður bráðabani. ÍR-L vann þar 146 gegn 145 eða með einum pinna.
 

Keiludeild ÍR fær styrk til þjálfaramenntunar

Menntamálaráðherra hefur samþykkt að veita rúmum tuttugu milljónum í styrki til 90 verkefna að tillögu Íþróttanefndar. Alls bárust 158 umsóknir um styrki úr Íþróttasjóði að upphæð 177 milljónir króna vegna ársins 2008.

Á meðal þeirra sem fengu styrk er Keiludeild ÍR, sem fær 100.000 krónur til menntunar keiluþjálfara.

Íslandsmeistarar með forgjöf báðir úr KFK

Það voru þau Anna Kristín Óladóttir og Sigurður Björn Bjarkason, bæði úr KFK, sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar með forgjöf, en undanúrslit og úrslit fóru fram í Keiluhöllinni í kvöld.

Eftir 5 leiki í undanúrslitum, þar sem 6 efstu konurnar léku allar við allar, var Anna Kristín með 10 pinna forskot á þær Ástrósu Pétursdóttur úr ÍR og Sigrúnu Hulds Hrafnsdóttur úr KFR sem voru jafnar í öðru til þriðja sæti.  Það var Ástrós sem lék síðasta leikinn í undanúrslitunum betur og lék því til úrslita gegn Önnu Kristínu.  Anna Kristín sigraði fyrsta leikinn naumlega með 188 gegn 183, en Ástrós átti mjög góðan annan leikinn, sigraði hann með 259 gegn 193.  Í þriðja leiknum náði Anna Kristín aftur yfirhöndinni og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með því að sigra hann, 231 gegn 170.  Ástrós endaði því í öðru sæti, og Sigrún Huld í því þriðja.

Það var einnig mjótt á mununum í karlaflokknum í undanúrslitunum. Aðeins munaði 6 pinnum á fyrsta og öðru sæti, en efstur var Sigurður Björn Bjarkason úr KFK með 1.577, annar Andrés Páll Júlíusson úr KR með 1.571 og í þriðja sæti Einar Már Björnsson úr KR, 15 pinnum á eftir, með 1.556.  Í úrslitum mættust því þeir Sigurður og Andrés, en Sigurður tryggði sér sigurinn með því að sigra Andrés 228-217 og 194-159.

Þetta er í fyrsta sinn sem Keilufélagið Keila, KFK, eignast Íslandsmeistara í einstaklingsflokki, en aðeins eru rétt rúm fjögur ár síðan félagið var stofnað.