Heimsmeistaramót ungmenna

Keppendurnir okkar hafa lokið einstaklingskeppninni á heimsmeistaramótinu í Orlando.  Stefán Claessen var með hæsta skorið eftir daginn 1202 og endaði í 41. sæti.  Róbert endaði með 1192, Hafþór 1167, og Jón Ingi með 1136.  Alls eru 194 keppendur í mótinu.  Það þurfti 1310 til að ná í úrslit og endaði Dominic Barrett frá Englandi sem heimsmeistari.

Hjá stelpunum var Magna með 984 og Karen með 941, en það þurfti 1271 í úrslit.  Heimsmeistari hjá stúlkunum var Park Mi Ran, Korea.

Heimsmeistaramót ungmenna

Heimsmeistaramót ungmenna 2008 verður haldi í Orlando USA. 16. til 26. júlí n.k. Fyrir Íslands hönd keppa þar fjórir piltar og tvær stúlkur.  Piltaliðið er þannig skipað: Hafþór Harðarson ÍR, Jón Ingi Ragnarsson ÍR, Róbert Dan Sigurðsson ÍR, og Stefán Claessen ÍR.  Stúlknaliði er þannig skipað: Karen Rut Sigurðardóttir ÍR og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR.

Þjálfarar liðanna og farastjórar eru Hörður Ingi Jóhannsson og Theódóra Ólafsdóttir.

 

 

 

Heimasíða mótsins er www.2008wyc.com.

 

58 þjóðir taka þátt í Heimsmeistaramóti ungmenna  að þessu sinni.  Keppt verður í einstaklingskeppni, tvímenningi og liðakeppni  6 leikir í hverju. 16 efstu leikmennirnir eftir þessa 18 leiki komast áfram og keppa í Master event það eru átta viðureignir í Master event.1. þrep:  Keppendur í sætum 1 til 16 keppa samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi þ.e. keppandi í 1. sæti á móti keppanda í 16. sæti, Hver viðureign er 2 – 3 leikir þ.e. keppandi þarf að vinna 3 leiki til að komast áfram í keppninni. –

2. þrep:  Sigurvegarar úr viðureignum samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi eins og í þrepi 1. – Samtals 4 viðureignir.

3. þrep:  Sigurvegarar úr viðureignum í 2. þrepi keppa innbyrðis – Samtals 2 viðureignir.

4. þrep: Sigurvegarar úr viðureignum í 3. þrepi keppa til úrslita.

 

Evrópumót kvenna

 

Evrópumót kvenna.
Íslenska kvennalandsliðið í keilu hefur nú lokið keppni á Evrópumótinu í keilu sem haldið hefur verið í Óðinsvé í Danmörku. Alls tóku 130 konur frá 25 þjóðum þátt. Liðið tók þátt í keppni í tveggja-, þriggja- og fimmmannaliðum og stóðu sig með ágætum. 
Samanlagt úr öllum leikunum enduðu þær þannig:
64. sæti Alda Harðardóttir                            189.2 meðaltal
66. sæti Magna Ýr Hjálmtýsdóttir              189.0 meðaltal
87. sæti Guðný Gunnarsdóttir                    178.9 meðaltal
93. sæti Elín Óskarsdóttir                              177.1 meðaltal
96. sæti Dagný Edda Þórisdóttir                 175.7 meðaltal
102. sæti Ragna Matthíasdóttir                 173.2 meðaltal
 
Norðlandaþjóðirnar voru sigursælar á mótinu og urðu Svíar evrópumeistarar í tveggja- og fimmmannaliðum og Danir í þriggjamannaliðum.  Helén Johnson frá Svíþjóð var hæst úr öllum leikjunum samanlagt. Evrópumeistari einstaklinga varð svo Nina Flack frá Svíþjóð en hún vann Maj Ginge Jensen frá Danmörku í úrslitum.
Einnig voru slegin mörg evrópumet:
Helén Johnson, Svíþjóð í þremur, sex og 24 leikjum.
Svíþjóð í tveggjamannaliðum í þremur, sex og tólf leikjum.
Svíþjóð í fimmmannaliðum bæði í einum, þrem og sex leikjum.

Evrópumót kvenna

Nú er lokið liðakeppninni á Evrópumótinu og enduðu stelpurnar okkar í 12. sæti af 19. þjóðum sem verður að teljast góður árangur.  Þær voru með 186.8 í meðaltal úr liðakeppninni og var umtalað hvað íslenska liðið var að spila vel.

Úrslitin voru æsispennandi en þar léku Finnar og Svíar.  Svíar höfðu valtað yfir Þjóðverja og Finnar unnið Dani í undanúrslitum.  Svíar urðu Evrópumeistarar, en segja má að Finnar hafi gefið þeim titilinn í 10. rammanum.

Í dag er leikið í einstaklingskeppni, þar sem 24 efstu unnu sér þátttökurétt.  Úrslitin verða spiluð í íþróttahúsi við hliðina á keilusalnum, en þar er búið að koma fyrir tveim keilubrautum.  Á undan verða tveir amerískir atvinnumenn með sýningu.

Evrópumót kvenna

Nú er lokið fyrri degi liðakeppninnar hér á Evrópumótinu í Óðinsvé.  Stelpurnar okkar spiluðu 2807 og eru í 13. sæti.  Alda var efst með 634, Magna Ýr 620, Dagný Edda 529, Elín 519 og Ragna 505. Guðný spilaði svo í seinni riðlinum og spilaði 605.  Hún kemur inn fyrir Rögnu í seinni hlutanum á morgun.  Danir spiluðu vel í morgun og settu nýtt evrópumet í þrem leikjum 3314, en sænska liðið gerði sér lítið fyrir og sló það eftir hádegi með 3331 og setti einnig evrópumet í einum leik 1207.  Liðakeppninni lýkur svo á morgun og spilar íslenska liðið í seinni riðlinum sem byrjar klukkan 13 að staðartíma.  Ragna spilar aftur á móti klukkan 8.

Magna er sem fyrr efst af stelpunum í meðaltali með 191.1 og Alda fylgir henni fast á eftir með 186.4

Evrópumót kvenna

Þá er lokið keppni í þriggja manna liðum.  Stelpurnar okkar enduðu í 27. og 34. sæti.  Evrópumeistarar urðu gestgjafarnir Danir.

Í einstaklingskeppninni er Magna Ýr enn efst af stelpunum með 187.4 í meðaltal.  Á morgun hefst svo liðakeppnin og leika okkar stelpur í fyrri riðlinum og byrja að spila klukkan 7 að íslenskum tíma.  Mjög gaman er að fylgjast með keppninni í beinni á „online scoring“ sem má tengjast í gegnum heimasíðu mótsins www.ewc2008.eu/

Evrópumót kvenna

Íslensku keppendurnir hafa nú lokið tvímenningskeppninni á Evrópumótinu í Ódinsvé.
Efstar urður þær Magna Ýr (188,6 m.tal) og Elín (183,6 m.tal) í 35. sæti, næstar í 45. sæti voru Dagný Edda (173,6 m.tal) og Alda (178,9 m.tal) og síðan Ragna (170,7 m.tal) og Guðný (178,8 m.tal) í 48. sæti.  Alls voru 62 tvímenningar í mótinu.  Magna er í 64. sæti af 130 keppendum.
Til úrslita léku 2 tvímenningar frá Svíþjóð og einn frá Þýskalandi og einn frá Danmörku og urðu þær Nina Flack og Helén Johnson frá Svíþjóð Evrópumeistarar. 

Evrópumót kvenna

Nú í morgun lagði kvennalandsliðið í keilu upp í ferð til Óðinsvéa til þátttöku í evrópumóti kvennalandsliða. Íslenska liðið skipa Gudný Gunnarsdóttir, Ragna Matthiasdóttir, Dagný Edda Þórisdottir, Alda Harðardóttir, Elín Óskarsdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir. Þær hefja keppni á laugardagsmorgun og munu þá spila tvímenning. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins

RSS á kli.is

Bætt hefur verið við valmöguleikanum á www.kli.is að fá fréttir með RSS streymi inn í forrit sem að meðtaka RSS. Ef að fólk notar t.d. Microsoft Outlook þá er lítið mál að setja slóðina http://www.kli.is/frettir/rss/  inn í RSS möppuna í Outlook og þá kemur tilkynning í hvert skipti sem að ný frétt er skrifuð nánast samtímis og hún er birt á vefnum. Flest póstforrit í dag styðja RSS og ætti því að vera lítið mál fyrir keilara að fylgjast með því sem að er í gangi í keilunni. 

GB United sigurvegar Utandeildarinnar 2008

Úrslitakeppnin í Utandeildinni 2008 var leikinn í gær og fyrradag.
Fyrra kvöldið léku tvö efstu liðin í hverjum riðli saman í tveimur riðlum. Í riðli 1 léku Gutterballs, Keflavík 1, 104 B.C. og Landsbankinn. Eftir jafna og spennandi keppni voru 3 lið með 4 stig en aðeins tvö sæti í boði í úrslitum. Það réðst því á heildarskori hvaða lið kæmust áfram og það voru Gutterballs og Keflavík 1.
Í hinum riðlinum léku RB, Mammút, GB United – B og Flytjandi. GB United-B vann alla sína leiki en það rést á heildarskori hver fylgdi þeim áfram því hin þrjú liðin voru öll með tvö stig. Það var RB sem komst áfram, var með 8 stigum meira en Mammút í heildarskor.

Úrslitakeppnin í Utandeildinni 2008 var leikinn í gær og fyrradag.
Fyrra kvöldið léku tvö efstu liðin í hverjum riðli saman í tveimur riðlum. Í riðli 1 léku Gutterballs, Keflavík 1, 104 B.C. og Landsbankinn. Eftir jafna og spennandi keppni voru 3 lið með 4 stig en aðeins tvö sæti í boði í úrslitum. Það réðst því á heildarskori hvaða lið kæmust áfram og það voru Gutterballs og Keflavík 1.
Í hinum riðlinum léku RB, Mammút, GB United – B og Flytjandi. GB United-B vann alla sína leiki en það rést á heildarskori hver fylgdi þeim áfram því hin þrjú liðin voru öll með tvö stig. Það var RB sem komst áfram, var með 8 stigum meira en Mammút í heildarskor.

 

Riðill 1 Stig Skor Riðill 2 Stig Skor
Gutterballs 4 1939 GB United – B 6 1981
Keflavík 1 4 1927 RB 2 1851
104 B.C. 4 1829 Mammút 2 1843
Landsbankinn 0 1941 Flytjandi 2 1790

Í gærkvöldi léku því þessi fjögur lið, Gutterballs, Keflavík 1, GB United-B og RB. Enn var það heildaskorið sem réð gangi mála. GB United-B og Gutterballs áttust við í síðasta leiknum og þann leik sigraði GB United-B og tryggðu sér þar með titilinn, Utandeildarmeistarar 2008.

Úrslitariðill Stig Skor
GB United-B 4 1923
Gutterballs 4 1778
Keflavík 1 2 1811
RB 2 1712

Einnig voru veitt önnur verðlaun sem röðuðust þannig:

Hæsti leikur liðs
ÍR Hertz  762
 
Hæsti leikur einstaklings
Sigurvin Hreinsson ÍR Hertz  306
 
Hæsta meðaltal liðs
ÍR Hertz 207,7
 
Hæsta meðaltal einstaklings
Sigurbjörn Vilhjálmsson  ÍR Hertz  212,2

Myndir frá verðlaunaafendingunni munu koma síðar.

Við óskum öllum til hamingju og þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna í Utandeildinni 2008 og vonandi eigum við eftir að sjá öll liðin aftur í haust þegar Utandeildin 2009 hefst.

Mótsstjórn