Evrópumót kvenna

Facebook
Twitter

Nú er lokið liðakeppninni á Evrópumótinu og enduðu stelpurnar okkar í 12. sæti af 19. þjóðum sem verður að teljast góður árangur.  Þær voru með 186.8 í meðaltal úr liðakeppninni og var umtalað hvað íslenska liðið var að spila vel.

Úrslitin voru æsispennandi en þar léku Finnar og Svíar.  Svíar höfðu valtað yfir Þjóðverja og Finnar unnið Dani í undanúrslitum.  Svíar urðu Evrópumeistarar, en segja má að Finnar hafi gefið þeim titilinn í 10. rammanum.

Í dag er leikið í einstaklingskeppni, þar sem 24 efstu unnu sér þátttökurétt.  Úrslitin verða spiluð í íþróttahúsi við hliðina á keilusalnum, en þar er búið að koma fyrir tveim keilubrautum.  Á undan verða tveir amerískir atvinnumenn með sýningu.

Nýjustu fréttirnar