Evrópumót kvenna 2022 – dagur 1

Í dag var formleg æfing í keppnisaðstæðum þar sem stelpurnar fengu tækifæri til að prufa búnaðinn sinn í þeim olíuburði sem verður í mótinu en hann var gefinn út í morgun og er 39 fet. Hægt er að skoða olíuburðinn með að smella hér. 

Aðstæðurnar eru mjög krefjandi en æfingin í dag gaf stelpunum góða hugmynd um það hvernig þær munu hefja leik á morgun í einstaklingskeppninni en stelpurnar spila á eftirfarandi staðartímum:

Föstudagur kl. 9:00 – Marika og Katrín

Föstudagur kl. 13:45 – Málfríður og Helga

Laugardagur kl. 10:00 – Margrét og Linda

Undanúrslit í einstaklingskeppni eru á laugardag kl. 14:30 og úrslit kl. 15:15

Úrslit í einstaklingskeppni verða uppfærð jafn óðum og hægt er að fylgjast með þeim með að smella hér. Einnig er hægt að fylgjast með skori í rauntíma með að smella hér.

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu með því að smella hér. 

European Women Championships 2022

Kvennalandslið Íslands í keilu mætti til Álaborgar í Danmörku í gær til að keppa á Evrópumóti kvenna dagana 10.-21. ágúst 2022.

 

Í dag var tekin óformleg æfing í salnum sem gekk mjög vel og stelpurnar eru í toppstandi, á morgun kl. 13:00 að staðartíma verður svo formleg æfing áður en keppni hefst á föstudag. Stelpurnar byrja æfinguna á brautum 13-16 og er skipt um brautir á 15 mínútna fresti þar til æfingunni lýkur kl. 14:30.

 

Mótið hefst svo formlega á föstudaginn en dagana 12-13. ágúst verður keppt í einstaklingskeppni, dagana 14-15. ágúst verður keppt í tvímenningi, dagana 16-17. ágúst verður keppt í þremenningi og dagana 18-19. ágúst í liðakeppni með 5 leikmönnum. Í hverri grein eru leiknir 6 leikir og komast efstu 4 í undanúrslit þar sem 1. sætið úr forkeppni keppir við 4. sætið og 2. sætið við 3. sætið. Að lokum leika sigurvegarar þeirra til úrslita. Einnig er keppt í masters einstaklingskeppni þar sem samanlagt skor úr öllum 4 keppnum telur og eru það 24 efstu sem þar leika í útsláttarkeppni.

 

Fyrir hönd Íslands keppa þær:

  • Helga Ósk Freysdóttir
  • Katrín Fjóla Bragadóttir
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir
  • Margrét Björg Jónsdóttir
  • Marika Lönnroth
  • Málfríður Jóna Freysdóttir

 

Þjálfari liðsins er Skúli Freyr Sigurðsson og aðstoðarþjálfari Guðjón Júlíusson.

 

Búast má við góðum fréttaflutningi frá mótinu hér á vefsíðu Keilusambandsins og hægt verður að fylgjast með úrslitum á heimasíðu mótsins: https://ewc2022.etbfchampionships.eu/

Bein útsending verður frá öllum viðburðum mótsins sem hægt er að tengjast með að smella hér.

 

Silfur og Brons á ESBC í Berlín.

Helstu afrek ferðarinnar eru úr einstaklingskeppninni þar sem að Guðmundar Konráðsson nældi í silfur í C flokki þar sem að voru 252 keppendur og Linda Hrönn Magnúsdóttir nældi í brons í B flokki þar sem að voru 70 keppendur.

Einstaklingskeppni         

Í A flokki              Anna Kristín 36/67 og Guðmundur 30/99

Í B flokki              Linda 3/70 Telma 9/70   og Kristján 57/150

Í C flokki              Herdís í 56/90 og Mundi 2/252

                                                                                         

Tvímenningur   

Í A flokki              Anna Kristín og Ragna Guðrún 31/46 og Guðmundur og Kristján 27/70

Í B flokki              Bára og Telma 17/33 og Njáll og Höskuldur 76/78

Í C flokki              Mundi og Tóti 12/103

                             

Þrímenningur    Nína, Halldóra og Guðbjörg 49/75 og Gummi með svíum 19/168 og Kristján og svo Njáll og Höskuldur í 153/168

Fínasti árangur okkar fólks á móti þar sem að keppendur eru hátt í 1000 manns.

Eftrir úrslit og verðlaunaafhendingu verður móti slitið á lokahófinu.

Þar sem að Ísrael dró sig til maka í mótshaldi á komandi ári verður mótið líklegast haldið í Bologna á Ítalíu og árið 2024 verður mótið í Danmörku og getur fólk því byrjað að láta sig hlakka til.

Evrópumót öldunga 2022 dagur 3

Gummi og Kristján kepptu í tvímenningi í gær og spiluðu samtals 2294 pinna.
Flottur árangur hjá þeim félögum og eru þeir í 27 sæti af 70 liðum.
Gummi spilaði best af íslensku körlunum með 1197 í 6 leikjum.

Í tvímenningi hjá konunum voru 3 pör sem spiluðu í B flokki og spiluðu Bára og Telma best af íslensku konunum og enduðu í fjórða sæti af 7 liðum með 1932 pinna eftir 6 leiki.
Telma spilaði best af íslensku konunum í gær með 1035 sem var jafnframt þriðja hæsta skorið í hennar flokki.

Í þiggja manna liða náðu Nína, Halldóra og Guðbjörg bestum árangri íslensku kvennanna í A flokki með 2766 pinna í 6 leikjum.
Halldóra spilaði best af íslensku konunum í þriggja manna liðakeppninni með 967 pinna.

Hörður og Njáll kepptu í tvímenningi í B flokki og náðu 1832 pinnum.

Í dag keppa karlarnir í tvímenningi en konurnar í þriggja manna liða. Keppnin byrjar kl.16.30 hjá öllum. Gummi keppir í blandaðri liðakeppni með Svíum og byrjaði sú keppni klukkan 9.

Heimasíðu mótsins má nálgast hér
 
Kveðja frá öldungunum.
 
Auf weider sehen

Evrópumót öldunga 2022 dagur 2

Nú fer fram Evrópumót öldunga 2022 í Þýskalandi og eru 25 keppendur eru mættir til leiks frá Íslandi.

Guðmundur Sigurðson er í 30. sæti með 1185 þegar 98 hafa leikið.
50 til 57 ára:
Anna Kristín spilaði 962 er 36 sæti af 66 spiluðum
65ára og eldri: 
Herdís spilaði 919 og er í 50. af 90 störtum

Tveir þrímenningar Tóti, Þorgeir og Mundi eru í 37 af 45 spiluðu 2847 og var Mundi hæstur með 1072 Valdimar, Hreinn og Björgvin neðar
Linda er í 3. af þegar 69 hafa spilað
Miðvikudagurinn 29.06 er stór dagur Í tvímenning Höskuldur og Njáll / Guðmundur og Kristján / Halldór og Böðvar Og hjá dömunum spila í tvímenning Bára og Telma / Linda og Guðný / Jónína Ólöf og Sigga Og í þrímenning Nína,Halldóra og Guðbjörg / Herdís, Anna Kristín og Ragna Guðrún

Heimasíðu mótsins má nálgast hér
 
Kveðja frá öldungunum.
 
Auf weider sehen

 

Evrópumót öldunga 2022 dagur 1

Einstaklingskeppni – fyrri hluti

Evrópumót öldunga hófst formlega í dag með einstaklingskeppni í þremur aldursflokkum karla og kvenna.
Mikill hiti hafði áhrif á keppendur þar sem þrútnir fingur og sviti settu smá strik í reikninginn en baráttan var í fyrirrúmi og áttu nokkrir leikmenn góðan dag.

Helstu afrek dagsins:

Linda Hrönn Magnúsdóttir hafnaði í 2. sæti í flokki kvenna 58-64 ára með 1096 stig, einungis 40 pinnum á undan Snæfríði Telmu Jónsson sem endaði í 3. sæti með 1056 stig.       

Kristján Arne Þórðarson hafnaði í 18. sæti í flokki karla 58-64 ára með 1142 stig sem var besti árangurinn karla megin hjá íslenska hópnum.

Á morgun hefja svo leik í einstaklingskeppni:
Herdís Gunnarsdóttir (ÍR)
Halldóra Ingvarsdóttir (ÍR)
Ragna Guðrún Magnúsdóttir (KFR)
Anna Kristín Óladóttir (ÍR)
Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir (ÍR)
Jónína Magnúsdóttir (ÍA)
Guðmundur Sigurðsson (ÍA)

Þeim til viðbótar hefja svo tvö þriggja manna lið leik,
það eru þeir:

Þorgeir Jónsson (Þór) , Guðmundur Konráðsson (Þór) og Þórarin Már Þorbjörnsson (ÍR)

Hreinn Rafnar Magnússon (ÍR), Björgvin Magnússon (ÍR) og Valdimar Guðmundsson (ÍR)

Heimasíðu mótsins má nálgast hér

Heimsmeistaramót U21 dagur 6 & 7

Besti árangur íslands í liðakeppni á HM í keilu frá upphafi

U-21 landslið

Spilað er á Heimsmeistaramóti landsliða U-21 í keilu í Helsingborg í Svíþjóð um þessar mundir.
Íslendingar sendu tvö lið til keppni, eitt í karlaflokki og eitt í kvennaflokki.
Keppt er í fjórum “greinum” einstaklings-, tvímennings-, liða- og blandaðri liðakeppni.
Í öðru en einstaklingskeppnunum er keppt eftir Baker formati sem leikið er þannig að ef 4 eru saman í liði þá kastar fyrst leikmaður 1, síðan leikmaður 2 o.s.frv í hverjum leik.

Strákarnir spiluðu frábærlega í undanriðlinum í liðakeppninni og komust í 16 liða úrslit.
Stelpurnar voru grátlega nærri því að fylgja strákunum upp úr undankeppninni en einungis vantaði tvo pinna upp á hjá þeim til að þær kæmust áfram en 17. sæti niðurstaðan hjá þeim. 
Leikirnir hjá stelpunum voru: 196 – 146 – 171 – 158 – 187 – 184 – 198 – 153 – 153 – 160 – Sería: 1706

16 liða úrslitin voru spiluð þannig að skipt var í tvo 8 liða riðla þar sem allir kepptu við alla og fyrir sigur fékkst 3 stig og jafntefli gaf 1 stig. Efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara svo í undanúrslit.
Íslensku strákarnir enduðu með 7 stig eftir milliriðill sem skilaði þeim í 12 sæti af 39 þjóðum og er þetta besti liðsárangur sem Ísland hefur náð á heimsmeistaramóti. 

Þjálfari U-21 landsliðsins er Svíinn Mattias Möller og honum til aðstoðar er Skúli Freyr Sigurðsson og hafa þeir félagar unnið frábært starf.

Á morgun er svo spilað í blönduðum liðum
Leikið er kl 9:30 og 15:30 sænskum tíma eða 7:30 og 13:30 íslenskum

Liðin eru svona
9:30
Mikki
Hafdís
Elva
Ísak
15:30
Málfríður
Jóhann
Hinrik
Alexandra

Stöðuna í mótinu er að finna hér

Hægt að fylgjast með lifandi skori á meðan keppni stendur hér

Hægt er að horfa á keppendur á meðan keppni stendur hér

Evrópumót öldunga 2022

Á morgun hefst keppni á Evrópumóti öldunga en 25 keppendur eru mættir til leiks frá Íslandi.
Keppt er í einstaklingskeppni, tvímenning og þriggja manna liði. 
 
Tólf keppendur frá Íslandi hefja leik á morgun í einstaklingskeppninni en það eru:
Klukkan 12:45
Höskuldur Stefánsson (Þór)
Kristján Arne Þórðarson (ÍR)
Njáll Harðarson (Þór)
Guðmundur Jóhann Kristófersson (ÍR)

Klukkan 9:00
Böðvar Már Böðvarsson (ÍR)
Halldór Guðmundsson (ÍR)
Bára Ágústsdóttir (ÍR)
Guðný Gunnarsdóttir (ÍR)
Jónína Ólöf Sighvatsdóttir (ÍR)
Linda Hrönn Magnúsdóttir (ÍR)
Sigríður Klemensdóttir (ÍR)
Snæfríður Telma Jónsson (ÍR)
 
Á þriðjudag er svo komið að þeim 13 sem eftir eru og er þá keppt í tvímenningi og þriggja manna liða. 
 
 
 
Vonandi fylgjum við eftir góðum árangri ungu kynslóðarinnar.
Við reynum svo að gera þessu skil í lok hvers dags.
 
Heimasíðu mótsins má nálgast hér
 
Kveðja frá öldungunum.
 
Auf weider sehen

Heimsmeistaramót U21 dagur 5

Í gær luku strákarnir okkar keppni í tvímenningi (doubles).
Í tvímenningi á heimsmeistaramótum eru spilaðir 10 leikir þar sem leikmenn kasta annan hvern ramma, svokallað baker format.
Um morguninn spiluðu Mikael og Hinrik og voru þeir að finna sig vel á brautunum framan af en í leik 7 fór að halla undan fæti og náðu þeir sér ekki almennilega í gang eftir þann leik.
Þeir kláruðu 10 leikja seríu með 1941 pinna og enduðu í 53. sæti.
Seinnipartinn mættu Ísak og Jóhann á brautirnar og spiluðu þeir frábærlega með aðeins 2 leiki undir 200 pinnum.
Þeir félagar af skaganum sýndu flotta spilamennsku og hvöttu hvorn annan áfram sem skilaði þeim seríu upp á 2058 pinna og enduðu í 38.sæti

Í dag sunnudag kl 12:30 á íslenskum tíma hefst liðakeppnin hjá strákunum.
Keppnisfyrirkomulagið er eftir sama sniði (Baker) og tvímenningurinn nema núna spila allir fjórir saman. 

Á morgun hefst liðakeppnin hjá stelpunum. 
 
Mælum með að horfa á þessa framtíðar snillinga hér en keppnisfyrirkomulagið er sérstaklega áhorfendavænt.
 

Stöðuna í mótinu er að finna hér

Hægt að fylgjast með lifandi skori á meðan keppni stendur hér

Hægt er að horfa á keppendur á meðan keppni stendur hér

 
 

Heimsmeistaramót U21 dagur 4

Þá hafa stelpurnar okkar lokið keppni í tvímenningi (doubles).
Í tvímenningi á heimsmeistaramótum eru spilaðir 10 leikir þar sem leikmenn kasta annan hvern ramma, svokallað baker format. 
Í morgun spiluðu þær Hafdís og Elva og voru þær smástund að finna taktinn en þegar líða tók á seríuna voru þær farnar að sýna sitt rétta andlit. Þær kláruðu 10 leikja seríu með 1703 pinna og enduðu í 39. sæti.
Seinnipartinn mættu Málfríður og Alexandra á brautirnar.
Þær byrjuðu af krafti og tengdu 3 fellur saman. Þær spiluðu síðan nokkuð jafnt þessa 10 leiki og enduðu með 1650 pinna.

Leikur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Samtals
Hafdís / Elva 163 169 150 157 138 175 189 199 206 157 1703
Málfríður / Alexandra 170 140 166 169 198 167 123 184 177 156 1650

Í dag var sólin hátt á lofti sem fylgdi mikill hiti og raki sem gerir keilurum erfiðara fyrir að lesa aðstæður á brautunum. 
Flottur dagur hjá stelpunum okkar sem við getum verið stolt af þó hlutirnir hafi ekki alveg fallið með þeim í dag.
 
Á morgun spila strákarnir eftir sama keppnisfyrirkomulagi.
07:30 (íslenskum tíma) Mikael og Hinrik
16:30 (íslenskum tíma) Jóhann og Ísak