Heimsmeistaramót U21 dagur 6 & 7

Facebook
Twitter

Besti árangur íslands í liðakeppni á HM í keilu frá upphafi

U-21 landslið

Spilað er á Heimsmeistaramóti landsliða U-21 í keilu í Helsingborg í Svíþjóð um þessar mundir.
Íslendingar sendu tvö lið til keppni, eitt í karlaflokki og eitt í kvennaflokki.
Keppt er í fjórum “greinum” einstaklings-, tvímennings-, liða- og blandaðri liðakeppni.
Í öðru en einstaklingskeppnunum er keppt eftir Baker formati sem leikið er þannig að ef 4 eru saman í liði þá kastar fyrst leikmaður 1, síðan leikmaður 2 o.s.frv í hverjum leik.

Strákarnir spiluðu frábærlega í undanriðlinum í liðakeppninni og komust í 16 liða úrslit.
Stelpurnar voru grátlega nærri því að fylgja strákunum upp úr undankeppninni en einungis vantaði tvo pinna upp á hjá þeim til að þær kæmust áfram en 17. sæti niðurstaðan hjá þeim. 
Leikirnir hjá stelpunum voru: 196 – 146 – 171 – 158 – 187 – 184 – 198 – 153 – 153 – 160 – Sería: 1706

16 liða úrslitin voru spiluð þannig að skipt var í tvo 8 liða riðla þar sem allir kepptu við alla og fyrir sigur fékkst 3 stig og jafntefli gaf 1 stig. Efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara svo í undanúrslit.
Íslensku strákarnir enduðu með 7 stig eftir milliriðill sem skilaði þeim í 12 sæti af 39 þjóðum og er þetta besti liðsárangur sem Ísland hefur náð á heimsmeistaramóti. 

Þjálfari U-21 landsliðsins er Svíinn Mattias Möller og honum til aðstoðar er Skúli Freyr Sigurðsson og hafa þeir félagar unnið frábært starf.

Á morgun er svo spilað í blönduðum liðum
Leikið er kl 9:30 og 15:30 sænskum tíma eða 7:30 og 13:30 íslenskum

Liðin eru svona
9:30
Mikki
Hafdís
Elva
Ísak
15:30
Málfríður
Jóhann
Hinrik
Alexandra

Stöðuna í mótinu er að finna hér

Hægt að fylgjast með lifandi skori á meðan keppni stendur hér

Hægt er að horfa á keppendur á meðan keppni stendur hér

Nýjustu fréttirnar