Evrópumót öldunga 2022 dagur 3

Facebook
Twitter

Gummi og Kristján kepptu í tvímenningi í gær og spiluðu samtals 2294 pinna.
Flottur árangur hjá þeim félögum og eru þeir í 27 sæti af 70 liðum.
Gummi spilaði best af íslensku körlunum með 1197 í 6 leikjum.

Í tvímenningi hjá konunum voru 3 pör sem spiluðu í B flokki og spiluðu Bára og Telma best af íslensku konunum og enduðu í fjórða sæti af 7 liðum með 1932 pinna eftir 6 leiki.
Telma spilaði best af íslensku konunum í gær með 1035 sem var jafnframt þriðja hæsta skorið í hennar flokki.

Í þiggja manna liða náðu Nína, Halldóra og Guðbjörg bestum árangri íslensku kvennanna í A flokki með 2766 pinna í 6 leikjum.
Halldóra spilaði best af íslensku konunum í þriggja manna liðakeppninni með 967 pinna.

Hörður og Njáll kepptu í tvímenningi í B flokki og náðu 1832 pinnum.

Í dag keppa karlarnir í tvímenningi en konurnar í þriggja manna liða. Keppnin byrjar kl.16.30 hjá öllum. Gummi keppir í blandaðri liðakeppni með Svíum og byrjaði sú keppni klukkan 9.

Heimasíðu mótsins má nálgast hér
 
Kveðja frá öldungunum.
 
Auf weider sehen

Nýjustu fréttirnar