Undanúrslit 1. deild kvenna og karla

Í kvöld fer fram fyrri umferð í undanúrslitum karla og kvenna

Þrír leikir eru spilaðir í medium burði og einn í stuttum burði

Seinni leikirnir fara svo fram annaðkvöld 18.apríl kl 19:00

Þeir leikir sem að eru spilaðir í medium burð eru:
15-16: KFR-Valkyrjur – ÍR-Elding (Undanúrslit 1. deild kvenna, 1. umferð)
17-18: ÍR-TT – KFR-Afturgöngurnar (Undanúrslit 1. deild kvenna, 1. umferð)
19-20: KFR-Stormsveitin – ÍR-L (Undanúrslit 1. deildar karla, 1. umferð)

Sá leikur sem að fer fram í stuttum burð er:
21-22: ÍR-PLS – KFR-Lærlingar (Undanúrslit 1. deildar karla, 1. umferð)

Lokaumferð 2023

Á laugardaginn 15.Apríl fer fram lokaumferð í öllum deildum
Spilað er kl 8:00 og 11:00 bæði upp á Akranesi og í Egilshöll
Þeir leikir sem fara fram eru:
08:00
Einn leikur fer fram á Akranesi og er hann spilaður í löngum burði
3-4: ÍA-C – ÍR-Naddóður (2. deild karla, 18. umferð)

Keiluhöllin Egilshöll
Spilað í löngum burði
3-4: KR-B – ÍA-B (3. deild karla, 22. umferð)
Spilað í medium burði
5-6: Ösp-Ásar – ÍR-NAS (3. deild karla, 22. umferð)
7-8: Ösp-Loki – Þór-Víkingar (3. deild karla, 22. umferð)
11-12: ÍR-Geirfuglar – Ösp-Goðar (3. deild karla, 22. umferð)
13-14: ÍR-Gaurar – ÍR-Splitturnar þrjár (3. deild karla, 22. umferð)
15-16: KFR-Þröstur – Þór (2. deild karla, 18. umferð)
17-18: ÍR-T – ÍR-Broskarlar (2. deild karla, 18. umferð)
19-20: KFR-JP-Kast – ÍA-W (2. deild karla, 18. umferð)
Spilað í stuttum burði
21-22: ÍR-Blikk – ÍR-Fagmaður (2. deild karla, 18. umferð)

11:00
Einn leikur fer fram á Akranesi og er hann spilaður í stuttum burði
3-4: ÍA – ÍR-PLS (1. deild karla, 18. umferð)

Keiluhöllin Egilshöll
Spilað í stuttum burði
3-4: KR-A – KFR-Stormsveitin (1. deild karla, 18. umferð)
Spilað í medium burði
5-6: ÍR-Land – ÍR-A (1. deild karla, 18. umferð)
7-8: ÍR-L – KFR-Lærlingar (1. deild karla, 18. umferð)
9-10: KFR-Grænu töffararnir – ÍR-KLS (1. deild karla, 18. umferð)
11-12: ÍR-Elding – KFR-Skutlurnar (1. deild kvenna, 20. umferð)
13-14: ÍR-TT – KFR-Afturgöngurnar (1. deild kvenna, 20. umferð)
15-16: KFR-Valkyrjur – ÍR-BK (1. deild kvenna, 20. umferð)
17-18: Ösp-Gyðjur – ÍR-N (2. deild kvenna, 20. umferð)
19-20: ÍR-KK – ÍA-Meyjur (2. deild kvenna, 20. umferð)
21-22: KFR-Ásynjur – ÍR-VÁ (2. deild kvenna, 20. umferð)

Um kvöldið fer svo fram lokahóf keiludeildarinnar þar sem að veitt eru verðlaun fyrir veturinn
Hægt er að nálgast miða á lokahófið hér

KFR-Valkyrjur og KFR-Stormsveitin Bikarmeistarar liða 2023

Í gærkvöldi fóru fram úrslitaleikirnir í bikarkeppni liða 2023.  Leikið var í Keiluhöllinni Egilshöll og áttust við í kvennaflokki lið ÍR-TT og KFR-Valkyrjur og lauk viðureigninni með sigri KFR-Valkyrja 3-1 og þær því bikarmeistarar liða 2023.  Í karlaflokki léku til úrslita KFR-Lærlingar og KFR-Stormsveitin og lauk þeirri viðureign með sigri KFR-Stormsveitarinnar 3-1. KFR-Stormsveitin eru því bikarmeistarar liða 2023.

Evrópumót Unglinga lokið – Master kláraðist í dag

Í dag, sunnudag, var Masterskeppnin spiluð á Evrópumóti unglinga 2023 í Vínarborg í Austurríki. Ísland átti 2 keppendur í Master, þau Hafdísi Evu Laufdal Pétursdóttur og Mikael Aron Vilhelmsson, bæði úr KFR.

Mikael mætti Finnanum Roni Leskinen sem var í 10. sæti í All-Event og þurfti Mikki að eiga sína bestu leiki til að ná að sigra hann. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að vinna þarf tvo leiki til að sigra andstæðinginn og mest eru spilaðir 3 leikir. Mikki byrjaði vel og vinnur fyrsta leik en svo fór að dala aðeins hjá honum og hann tapar næstu tveimur. Hann á mikið inni þessi ungi og efnilegi drengur og verður þetta ekki í síðasta skipti sem hann kemur sér inn í úrslitaskref á móti erlendis.

Master

1.leikur

2.leikur

3.leikur

Stig

Mikki

245

164

168

1

Roni

186

202

213

2

 

Hafdís Eva mætti Emilie Marie Aas frá Noregi í sínu fyrsta skrefi í Masters. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk stelpa kemst í Master á Evrópumóti unglinga og var Hafdís nú þegar búinn ná virkilega góðum árangri. Norska stelpan byrjaði sterk og vinnur fyrsta leik en Hafdís náði sér upp aftur og vinnur leik 2. Sú norska var hinsvegar of stór biti fyrir hana Hafdísi okkar og vinnur leik 3. Hafdís átti mjög gott mót en þetta var hennar síðasta Evrópumót unglinga en hún á stóra framtíð fyrir sér í keilunni hér heima sem og erlendis.

Master

1.leikur

2.leikur

3.leikur

Stig

Hafdís

157

187

163

1

Emilie

239

156

184

2

 

Þetta mót hefur verið góð reynsla fyrir unglingana okkar og á bara eftir að bæta þá á komandi árum.
Nýtt lið er í uppbyggingu og er framtíðin björt fyrir íslenska keilu. Unglingastarfið hefur verið feikilega gott undanfarið og vonandi verður byggður nýr keilusalur á Íslandi í nánustu framtíð.

 

Úrslit úr EYC:

Tvímenningur stelpna:
Maja Engberg og Elin Bergqvist frá Svíþjóð eru sigurvegarar í tvímenning stelpna eftir hörkuspennandi úrslit milli þeirra og hina Svíana, Elissa Mehmet og Kajsa Samuelsson.

Tvímenningur stráka:
Kevin Melin og Emil Svensson frá Svíþjóð eru sigurvegarar í tvímenning stráka eftir spennandi leik milli þeirra og hinna Svíana, Robin Noberg og Carl Eklun.

Liðakeppni stelpna:
Lið Svía sigraði liðakeppni stelpna eftir góðan leik við lið Frakka.

Liðakeppni stráka:
Lið Finna sigraði lið Svía í úrslitum í liðakeppni stráka.

Einstaklingskeppni stelpna:
Julie Perrier frá Frakklandi sigraði Elissu Mehmet frá Svíþjóð í úrslitum í einstaklingskeppni stelpna.

Einstaklingskeppni stráka:
Nicolas Carter frá Danmörku sigraði Mathias Danielsen Otting frá Noregi í úrslitum í einstaklingskeppni stráka.

Master stelpna:
Karen Kærgaard Nielsen frá Danmörku er Evrópumeistari stelpna eftir hörkubaráttu við Emilie Marie Aas frá Noregi í úrslitum í masterskeppninni.

Master stráka:
Nicolas Carter frá Danmörku er Evrópumeistari stráka eftir mjög góða leiki við Kevin Melin frá Svíþjóð í úrslitum masterskeppni stráka.

Hafdís Eva í Masterinn – Einstaklingskeppni stelpna lokið – EYC dagur 6

Í morgun, laugardag, byrjuðu stelpurnar að spila einstaklingskeppni á Evrópumóti unglinga í Vín í Austurríki. Hafdís og Alexandra byrjuðu kl. 9 að staðartíma og var Hafdís inni í master áður en keppni hófst. Þær stelpurnar spiluðu þokkalega og voru báðar með meðaltal í kringum 170, Hafdís spilaði 1079 og Alexandra spilaði 1029. Olivia og Viktoría voru svo að spila kl 13:15 að staðartíma en þær báðar frekar langt frá því að komast inn í masterinn en vildu samt klára mótið með góðum nótum, sem þeir svo gerðu. Olivia spilaði 1055 á meðan Viktoría spilaði 1011.

Skor úr einstakling stelpna:

Einstaklingur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Alexandra

181

172

161

180

157

178

1029

171,50

43.sæti

Hafdís

185

172

217

191

152

162

1079

179,83

26.sæti

Olivia

179

176

150

211

155

184

1055

175,83

33.sæti

Viktoría

170

175

174

171

151

170

1011

168,50

48.sæti

 

Það kom svo í ljós eftir seinni riðil dagsins að Hafdís Eva hafi komist inn í master á aðeins 16 pinnum í 24. sætinu.
Þetta er afrek þar sem þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stelpa nær að koma sér í masterinn á Evrópumóti unglinga.

Skor úr All-Event:

Stelpur

Einstaklingur

Tvímenningur

Liðakeppni

Samtals

Meðaltal

Sæti

Alexandra Kristjánsdóttir

1029

994

1083

3106

172,56

41.sæti

Hafdís Eva Pétursdóttir

1079

1061

1171

3311

183,94

24.sæti

Olivia Clara Linden

1055

1022

936

3013

167,39

50.sæti

Viktoría Þórisdóttir

1011

919

922

2852

158,44

59.sæti

 

Þá er það bara Masterskeppnin sem er eftir og eru 2 Íslendingar að keppa þar. Það byrjar allt kl. 9:00 að staðartíma á morgun, sunnudag, eða 7:00 á íslenskum tíma.
Mikael Aron mætir Finnanum Roni Leskinen á brautum 29-30.
Hafdís Eva mætir Emilie Marie Aas frá Noregi á brautum 1-2.

Endilega fylgist með okkar fólki sem eru að skrifa íslenska keilusögu á morgun!

 

ÁFRAM ÍSLAND!

Mikael Aron í Masterinn – Einstaklingskeppni stráka lokið – EYC dagur 5

Í morgun, föstudag, hófst einstaklingskeppnin hjá strákunum og byrjuðu Tristan og Matthías kl. 9:00 að staðartíma. Þeir áttu lítinn möguleika á því að koma sér inn í masterinn en þeir kláruðu samt mótið á góðum nótum með flottri spilamennsku í gegnum alla 6 leikina. Tristan spilaði 1121 á meðan Matthías spilaði 1229. Ásgeir og Mikael spiluðu svo í seinni riðlinum kl. 13:15 að staðartíma og voru þeir báðir inni í master áður en leikar hófust og ef þeir spiluðu svipaða leiki og áður gætu báðir farið áfram. Það byrjaði ekki vel fyrir drengina en þeir náðu að rífa sig í gang og kláruðu vel. Því miður þá datt Ásgeir niður um nokkur sæti og náði ekki að komast inn í masterinn. Mikael hins vegar átti mjög góða leiki í síðustu þremur og náði að koma sér í masterinn fyrir sunnudaginn. Ásgeir átti seríu upp á 1108 og Mikki spilaði 1278. Enginn af strákunum náði að koma sér í úrslit í einstaklingskeppninni.

Skor úr einstakling stráka:

Einstaklingur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Ásgeir

161

181

163

189

204

210

1108

184,67

70.sæti

Matthías

185

176

246

223

200

199

1229

204,83

32.sæti

Mikki

184

214

193

234

233

220

1278

213,00

21.sæti

Tristan

187

173

221

156

213

171

1121

186,83

64.sæti

 

Þá hafa allir strákarnir nema Mikael lokið leik á Evrópumóti unglinga 2023 og var þetta mjög fínn árangur hjá þeim öllum. Tveir nýliðar voru í hópnum, þeir Ásgeir og Tristan og fengu þeir góða reynslu frá þessu móti.

Strákar

Einstaklingur

Tvímenningur

Liðakeppni

Samtals

Meðaltal

Sæti

Ásgeir Karl Gústafsson

1108

1284

1332

3724

206,89

31.sæti

Matthías Leó Sigurðsson

1229

1045

1131

3405

189,17

60.sæti

Mikael Aron Vilhelmsson

1278

1219

1316

3813

211,83

23.sæti

Tristan Máni Nínuson

1121

1085

1137

3343

185,72

65.sæti

Staðan í All-Event:

 

Stelpurnar hefja einstaklingskeppni á morgun, laugardag og er dagskráin svona:

Kl. 9:00 / 7:00 íslenskum tíma: Hafdís og Alexandra

Kl. 13:15 / 11:15 á íslenskum tíma: Olivia og Viktoría

 

ÁFRAM ÍSLAND!

Liðakeppni lokið – EYC dagur 3 og 4 

Þá er liðakeppninni lokið á Evrópumóti unglinga í Vínarborg í Austurríki. Strákarnir byrjuðu að spila í gær, miðvikudag, kl. 9 að staðartíma eða 7 á íslenskum.  

Ásgeir Karl, Matthías Leó, Mikael Aron og Tristan Máni spiluðu þrjá leiki og var spilamennskan mjög góð hjá þeim félögum.
Þeir voru í 8. sæti eftir daginn og aðeins 95 pinnum frá niðurskurði, sem var 4. sætið.
Í dag, fimmtudag, kl 13:15 á staðartíma eða 11:15 á íslenskum byrjuðu þeir svo að spila seinni þrjá leikina og voru þeir í virkilega góðu formi og náðu að koma sér upp í fjórða sætið þegar aðeins einn leikur var eftir. Þá duttu þeir aðeins úr formi á meðan hin löndin spiluðu góða leiki og strákarnir enduðu í 6. Sæti. Þetta er talinn vera besti árangur strákaliðs Íslands á Evrópumóti unglinga.
 

Liðakeppni 

Leikur 1 

Leikur 2 

Leikur 3 

Leikur 4 

Leikur 5 

Leikur 6 

Samtals 

Meðaltal 

 

Ásgeir 

221 

241 

217 

233 

239 

181 

1332 

222,00 

 

Matthías 

174 

179 

178 

220 

210 

170 

1131 

188,50 

 

Mikki 

185 

200 

269 

235 

211 

202 

1302 

217,00 

 

Tristan 

185 

214 

197 

168 

236 

151 

1151 

191,83 

 

 

 

765 

834 

861 

856 

896 

704 

4916 

204,83 

6.sæti 

 

Stelpurnar spiluðu kl 13:15 á staðartíma eða 11:15 á íslenskum í gær þrjá leiki, eins og strákarnir og var spilamennskan góð hjá þeim Alexöndru, Hafdísi Evu, Oliviu Lindén og Viktoríu Hrund. Þær voru í 12. sæti eftir daginn og þær vildu klárlega komast á meðal efstu 10. Í morgun, kl 9 að staðartíma eða 7 á íslenskum spiluðu þær svo seinni þrjá leikina og spiluðu mun betur en daginn áður og náðu að lyfta sér upp í 9. sætið. Þetta er einnig talinn vera besti árangur stelpuliðs Íslands á Evrópumóti unglinga. 

Liðakeppni 

Leikur 1 

Leikur 2 

Leikur 3 

Leikur 4 

Leikur 5 

Leikur 6 

Samtals 

Meðaltal 

 

Alexandra 

156 

190 

200 

201 

193 

143 

1083 

180,50 

 

Hafdís 

201 

206 

155 

202 

226 

181 

1171 

195,17 

 

Olivia 

140 

158 

157 

169 

158 

154 

936 

156,00 

 

Viktoría 

113 

135 

186 

160 

180 

148 

922 

153,67 

 

 

 

610 

689 

698 

732 

757 

626 

4112 

171,33 

9.sæti 

 

Þá er einungis einstaklingskeppnin eftir áður en masters fer fram.
Strákarnir spila á morgun og stelpurnar á laugardag.
Staðan fyrir masters er að Ásgeir Karl, Hafdís Eva og Mikael Aron eru öll meðal 24 efstu og eiga því séns á að koma sér áfram þar með góðri spilamennsku í einstaklingskeppninni.
 

 

Dagskrá föstudagsins 7. apríl á EYC 2023:  

Einstaklingskeppni, strákar 

Kl. 9 á staðartíma, 7 á íslenskum: Matthías og Tristan 

Kl 13:15, 11:15 á íslenskum: Ásgeir og Mikael 

Lokahóf KLÍ 2023

Lokahóf KLÍ fer fram laugardaginn 15.apríl 2023
Húsið opnar kl 19:00 og martur hefst kl 20:00
Dagskrá kemur eftir helgi

Lokahófið verður haldið á Mini garðinum, Skútuvog 2, 104 Reykjavík

Hlaðborð (miniborgarar, taco, kjúklingavængir, franskar, gyoza og edamame)
eftirréttur og kaffi
6995 kr á mann 
Til að versla miða á lokahófið er farið hér  

Tvímenning stelpna lokið – EYC 2023

Í morgun, þriðjudag, hófst tvímenningur stelpna á Evrópumóti unglinga í Vínarborg í Austurríki. Viktoría Þórisdóttir og Alexandra Kristjánsdóttir KFR byrjuðu að spila um kl 7 í morgun á íslenskum tíma.
Þær voru stöðugar yfir alla 6 leikina
og voru báðar yfir sínu meðaltali á KLÍ og geta verið ánægðar með spilamennsku sína. Eftir að seinni riðlinum lauk enduðu þær í 29. sæti.
 

Skor var eftirfarandi:

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Alexandra

180

193

156

134

154

177

994

165,67

 

Viktoría

148

162

156

171

120

162

919

153,17

 
   

328

355

312

305

274

339

1913

159,42

29.sæti 

                     

 

Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir KFR og Olivia Clara Steinunn Lindén ÍR mættu svo á brautirnar í hádeginu í dag og byrjuðu virkilega vel. Þær voru í góðri stöðu í fyrstu þremur leikjunum en síðan fór að halla aðeins undan fæti og þær náðu ekki að halda sama dampi og í byrjun. Þær voru í 3. sæti í riðlinum eftir þrjá leiki en seinni þrír leikirnir drógu þær aðeins niður og enduðu í 18. sæti eftir báða riðla.

Skor var eftirfarandi:

 

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Olivia

203

179

181

159

154

146

1022

170,33

 

Hafdís

201

188

189

164

167

152

1061

176,83

 
   

404

367

370

323

321

298

2083

173,58

18.sæti

                     

 

Á morgun er liðakeppni hjá báðum kynjum en strákarnir byrja kl. 9 á staðartíma eða kl. 7 á íslenskum.
Svo eru stelpurnar kl 13:15 á staðartíma eða 11:15 á íslenskum.

Spilaðir eru 3 leikir í liðakeppninni á morgun og svo 3 leikir á fimmtudag áður en úrslit verða svo í liðakeppninni á fimmtudagskvöld.

ÁFRAM ÍSLAND!