Tvímenning stelpna lokið – EYC 2023

Facebook
Twitter

Í morgun, þriðjudag, hófst tvímenningur stelpna á Evrópumóti unglinga í Vínarborg í Austurríki. Viktoría Þórisdóttir og Alexandra Kristjánsdóttir KFR byrjuðu að spila um kl 7 í morgun á íslenskum tíma.
Þær voru stöðugar yfir alla 6 leikina
og voru báðar yfir sínu meðaltali á KLÍ og geta verið ánægðar með spilamennsku sína. Eftir að seinni riðlinum lauk enduðu þær í 29. sæti.
 

Skor var eftirfarandi:

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Alexandra

180

193

156

134

154

177

994

165,67

 

Viktoría

148

162

156

171

120

162

919

153,17

 
   

328

355

312

305

274

339

1913

159,42

29.sæti 

                     

 

Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir KFR og Olivia Clara Steinunn Lindén ÍR mættu svo á brautirnar í hádeginu í dag og byrjuðu virkilega vel. Þær voru í góðri stöðu í fyrstu þremur leikjunum en síðan fór að halla aðeins undan fæti og þær náðu ekki að halda sama dampi og í byrjun. Þær voru í 3. sæti í riðlinum eftir þrjá leiki en seinni þrír leikirnir drógu þær aðeins niður og enduðu í 18. sæti eftir báða riðla.

Skor var eftirfarandi:

 

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Olivia

203

179

181

159

154

146

1022

170,33

 

Hafdís

201

188

189

164

167

152

1061

176,83

 
   

404

367

370

323

321

298

2083

173,58

18.sæti

                     

 

Á morgun er liðakeppni hjá báðum kynjum en strákarnir byrja kl. 9 á staðartíma eða kl. 7 á íslenskum.
Svo eru stelpurnar kl 13:15 á staðartíma eða 11:15 á íslenskum.

Spilaðir eru 3 leikir í liðakeppninni á morgun og svo 3 leikir á fimmtudag áður en úrslit verða svo í liðakeppninni á fimmtudagskvöld.

ÁFRAM ÍSLAND!

Nýjustu fréttirnar