AMF World Cup 3. umferð og úrslitakeppni

Þriðja og síðasta umferð AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 17. – 20. apríl n.k. Hægt verður að velja um tvo riðla í forkeppninni, miðvikudaginn 17. apríl kl. 19:00 og föstudaginn 19. apríl kl. 17:00. 10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita laugardaginn 20. apríl og hefst keppnin kl. 9:00. Skráning er á netinu og lýkur skráningu kvöldinu fyrir keppni. Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet.

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer síðan fram sunnudaginn 21. apríl og hefst kl. 9:00. Þar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð fyrir AMF mótin.

Magnús Magnússon ÍR er efstur í stigakeppninni með samtals 20 stig, Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 2. sæti með 14 stig, síðan koma Arnar Sæbergsson ÍR og Hafþór Harðarson með 12 stig.  Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er eina konan sem kemst inn á lista mótaraðarinnar. Sjá stöðuna á mótaröðinni

49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

Staðan í 2. deild karla – 20. umferð

Þegar ein umferð er eftir af keppninni í 2. deild karla á Íslandsmóti liða eru ÍR-Broskarlarnir og Þór Akureyri búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. ÍR-Broskarlarnir eru nú með 304 stig í efsta sæti A riðils, en Þór Akureyri er í 2. sæti með 285 stig. ÍR-Naddóður kemur síðan í 3. sæti með 259,5 stig en þeir mæta Þór á Akureyri á laugardaginn og síðan kemur ÍR-A í 4. sæti með 254 stig. KR-B hefur mikla yfirburði í efsta sæti B riðlis, nú með 336.5, en ÍR-Blikk sem einnig er búið að tryggja sér sæti í úrslitunum er í 2. sæti með 244.5 stig. ÍR-NAS kemur síðan er í 3. sæti með 220 stig og ÍR-T er í 4. sæti með 194,5 stig.

Í 21. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30 tekur ÍFH-A á móti KFR-KP-G í Öskjuhlíðinni, Þór tekur á móti ÍR-Naddóði í Keilunni á Akureyri og KFR-B og ÍR-Keila.is og ÍR-A og ÍR-Broskarlar mætast í Egilshöllinni. Í B riðli mætast í Öskjuhlíðinni KR-B og ÍFH-DK, ÍR-NAS og ÍR-G, ÍR-T og ÍR-Blikk og KFR-Þröstur og ÍA-B. Sjá nánar dagskrá

Úrslit leikja 20. umferðar sem fóru fram mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍR-Naddóður – ÍR-A 8 – 12
ÍR-Broskarlar – KFR-B 18 – 2
ÍR-Keila.is – ÍRH-A 18 – 2
KFR-KP-G – Þór 5,5 – 14,5

ÍA-B – KR-B 3 – 17
ÍFH-D – ÍR-NAS 5,5 – 14,5
ÍR-Blikk – KFR-Þröstur 14 – 6
ÍR-G – ÍR-T 5 – 15

Staðan í A riðli 2. deildar karla er þannig:
1. ÍR-Broskarlar 304 stig
2. Þór 285 stig
3. ÍR-Naddóður 259,5 stig
4. ÍR-A 254 stig
5. ÍR-Keila.is 189 stig
6. KFR-KP-G 160,5 stig
7. KFR-B 97,5 stig
8. ÍFH-A 50,5 stig

Staðan í B riðli 2. deildar karla er þannig:
1. KR-B 336,5 stig
2. ÍR-Blikk 244,5 stig
3. ÍR-NAS 220 stig
4. ÍR-T 194,5 stig
5. KFR-Þröstur 178,5 stig
6. ÍFH-D 151,5stig
7. ÍR-G 143 stig
8. ÍA-B 128,5 stig

Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er ennþá með hæsta meðaltal í deildinni eða 193,7 að meðaltali í leik í 33 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 187,6 að meðaltali í leik að loknum 21 leik og Magnús Reynisson KR-B kemur þriðji með 176,8 að meðaltali í 59 leikjum. Matthías Helgi Júlíusson KR-B er efstur í stigakeppninni með 0,853 stig að meðaltali og síðan kemur Guðmundur Konráðsson Þór með 0,825 og Stefán Þór með 0,818. Stefán Þór er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,67 að meðaltali í leik, Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór kemur næstur með 4,26 og síðan kemur Sigurður Valur með með 4.19 fellur að meðaltali í leik. Matthías Helgi hefur spilað hæsta leik í deildinni í vetur 267, næstur kemur Stefán Þór með 257 og síðan Sigurður Valur með 255. Stefán Þór hefur spilað hæstu seríu vetrarins 690, Ólafur Guðmundsson KR-B kemur næstur með 650 og Gunnar Þór Gunnarsson í Þór hefur spilaði 649. Sjá nánar stöðuna í deildunum

KFR-Valkyrjur Deildarmeistarar 1. deildar kvenna

KFR-Valkyrjur eru Deildarmeistarar 1. deildar kvenna 2013 með 270,5 stig. ÍR-TT er komið í 2. sæti með 244,5 stig og aðeins einu stigi á eftir eru KFR-Afturgöngurnar í 3. sæti með 243,5 stig. ÍR-Buff kemur síðan í 4. sæti með 221 stig og einnig öruggt sæti í úrslitakeppninni.

 Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30 tekur ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Þar mætast líka KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-DK, ÍR-N  og ÍR-BK. Í Egilshöllinni keppa hins vegar ÍR-TT og KFR-Skutlurnar, ÍR-Buff og ÍA. Sjá nánar í dagskrá

Mikil spenna var fyrir leik KFR-Valkyrja og ÍR-Buff í toppbaráttu 1. deildar kvenna sem fram fór í Egilshöllinni á mánudaginn. ÍR-Buff, sem eru handhafar deildarmeistaratitilsins síðustu 2 árin, náðu aðeins 4 stigum á móti KFR-Valkyrjum sem með því tryggðu sér titilinn í ár. KFR-Valkyrjur gerðu hins vegar þau mistök að tefla fram leikmanni sem ekki var á leikskýrslu í fyrsta leik viðureignarinnar. Málið var sent til aganefndar KLÍ og hefur nefndin nú birt úrskurð dags 10. apríl 2013 með úrskurðarorðunum „Skor Theódóru Ólafsdóttur í fyrsta leik KFR-Valkyrja og ÍR-Buff þann 8. apríl 2013 er fellt niður. Fyrsti leikur viðureignar KFR-Valkyrja og ÍR-BUFF fór 2-4 fyrir ÍR-BUFF en viðureignin í heild sinni 13-7 fyrir KFR-Valkyrjum.“  Önnur úrslit í 17. umferð voru þau að ÍR-TT fór upp á Skaga og tók 17 stig á móti ÍA á útivelli. Í Öskjuhlíðinni tók ÍR-BK 5 stig af KFR-Afturgöngunum þrátt fyrir að spila með blindan og ÍFH-DK tapaði 4 á móti 16 fyrir ÍR-KK. Í Egilshöllinni fór fram áðurnefndur leikur KFR-Valkyrja og ÍR-Buff og leikur KFR-Skutlanna og ÍR-N sem fór 12 – 8 fyrir Skutlurnar.

Úrslit leikja í 17. umferð sem fór fram mánudaginn 8 apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍA – ÍR-TT 3 – 17
ÍR-BK – KFR-Afturgöngurnar 5 – 15
ÍFH-DK – ÍR-KK 4 – 16
KFR-Valkyrjur – ÍR-Buff 13 – 7
KFR-Skutlurnar – ÍR-N 12 – 8

Staðan í 1. deild kvenna er nú þannig:
1. KFR-Valkyrjur 270,5
2. ÍR-TT 244,5
3. KFR-Afturgöngurnar 243,5
4. ÍR-Buff 221,0
5. ÍR-BK 186,0
6. KFR-Skutlurnar 154,0
7. ÍR-N 132,5
8. ÍR-KK 107,0
9. ÍA 75,5
10. ÍFH-DK 65,5

Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með töluverða yfirburði þegar litið er á hæsta meðaltal deildarinnar eða 184,3 að meðaltali í leik í 48 leikjum. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 175,8 að meðaltali í leik í 51 leik og þriðja er Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum með 175,6 að meðaltali í 39 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er keppnin mjög hörð. Elín er nú aftur komin í efsta sætið með 0.833 stig, Ástrós er önnur með 0,824 stig að meðaltali í leik og síðan kemur Dagný Edda með 0,821 stig að meðaltali í leik. Elín er með hæsta fellumeðaltalið 4,17 að meðaltali í leik, Dagný Edda er með 4,03 og Ástrós er þriðja með 3,90. Hæstu seríur og hæstu leikir eru óbreyttir frá fyrri umferð. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR-TT og Dagný Edda hafa allar spilað 246 sem er hæsti leikurinn í deildinni það sem af er vetri. Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT á hæstu seríuna 650, Elín kemur næst með 643 seríu og þriðja er Dagný Edda með 637 seríu.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

ÍR-KLS Deildarmeistarar 1. deildar karla

Lið ÍR-KLS tryggði sér í gærkvöldi deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla þegar þeir unnu KFR-JP-kast 16 – 4 í 17. og næst síðustu umferð deildarinnar á Íslandsmóti liða í keilu í Egilshöllinni. ÍR-KLS er því með 254 stig í 1. sæti. ÍR-PLS eru nú í 2. sæti með 230 stig, ÍA í 3. sæti með 228,5 stig og ÍA-W eru í 4. sæti með 199,5 stig.  KFR-Lærlingar koma síðan í 5. sæti með 169 stig og KR-A er í 6. sæti með 165, 5 stig og það er því orðið ljóst hvað fjögur lið keppa í úrslitakeppni 1. deildar karla. Spennan er meiri í botnbaráttunni og enn er óvíst hvaða tvö lið falla í 2. deild karla. ÍR-L, KFR-Stormsveitin og KFR-JP-kast eru í neðstu sætunum og munar aðeins 3 stigum á KFR-Stormsveitinni í 8. sæti og ÍR-L í 10. sæti.

Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30 tekur ÍR-L á móti ÍA í Öskjuhlíðinni, ÍA-W tekur á móti KFR-Lærlingum á Skaganum, en í Egilshöllinni mætast KFR-Stormsveitin og KR-C, KR-A og ÍR-KLS og KFR-JP-kast og ÍR-PLS. Sjá nánar dagskrá

Í 17. umferð tók ÍA á móti KR-A í Keilusalnum á Akranesi og fór leikurinn 15 – 5 fyrir Skagaliðið. KR-C tók 7 stig í heimaleik á móti 13 hjá ÍR-L í Öskjuhlíðinni. Í Egilshöllinni vann ÍR-KLS lið KFR-JP-Kast 16 – 4 og ÍR-KLS tryggðu sér með því deildarmeistaratitilinn, KFR-Lærlingar unnu félaga sína í KFR-Stormsveitinni 14 – 6 og ÍR-PLS tapaði 8 – 12 á heimavelli á móti ÍA-W.

Úrslit leikja 17. umferðar sem fóru fram sunnudaginn 7. aprí og þriðjudaginn 9 apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍA – KR-A 15 – 5
KR-C – ÍR-L 7 – 13
ÍR-KLS – KFR-JP-Kast 16 -4
KFR-Lærlingar – KFR-Stormsveitin 14 – 6
ÍR-PLS – ÍA-W 8 – 12

Staðan í 1. deild karla er þannig:
1. ÍR-KLS 254 stig
2. ÍR-PLS 230 stig
3. ÍA 228,5 stig
4. ÍA-W 199,5 stig
5. KFR-Lærlingar 169 stig
6. KR-A 165,5 stig
7. KR-C 127,5
8. KFR-Stormsveitin 110,5 stig
9. KFR-JP-kast 109,5 stig
10. ÍR-L 106 stig

Hafþór Harðarson ÍR-PLS er enn með nokkra yfirburði á meðaltalslista deildarinnar, þrátt fyrir slæman dag á þriðjudaginn. Hann er nú með 213,4 að meðaltali í leik í 48 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 206,9 að meðaltali í 33 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er í þriðja sæti með 201,0 að meðaltali í 45 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W enn í efsta sætið með 0,745 stig að meðaltali í leik, Magnús og Stefán Claessen ÍR-KLS koma næstir með 0,733. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,480, Arnar kemur næstur með 6,21 og Stefán er þriðji með 5,70. Magnús Magnússon á ennþá hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Kristján Þórðarson ÍA spilaði 288. Kristján Þórðarson ÍA á ennþá hæstu seríuna í deildinni 773 pinna, Hafþór kemur næstur með 747 og Arnar hefur spilað 727.

Sjá nánar stöðuna í deildunum

Síðustu umferðir í deildunum

Nú er keppni í deildum á Íslandsmóti liða í keilu hafin að nýju eftir tveggja vikna hlé og aðeins tveimur umferðum ólokið á keppnistímabilinu. Það er orðið ljóst hvaða fjögur lið keppa í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna og KFR-Valkyrjur geta á morgun tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Keppnin verður þó örugglega hörð á morgun þegar þær mæta ÍR-Buff í Egilshöllinni. KFR-Valkyrjur er nú með 257,5 stig, 19,5 stigum meira en KFR-Afturgöngurnar sem eru í 2. sæti með 228,5 stig. Aðeins munar einu stigi á Afturgöngunum og ÍR-TT sem eru í 3. sæti með 227,5 stig og keppnin um 2. sætið og heimaleikjaréttinn því enn tvísýn. ÍR-Buff kemur síðan í 4. sæti með 214 stig og öruggt sæti í úrslitum. Sjá nánar stöðuna í deildunum

Í 1. deild karla er ÍR-KLS með 16 stiga forystu á ÍR-PLS í 2. sæti og keppnin um deildarmeistaratitilinn hörð. ÍR-KLS er með 238 stig, en ÍR-PLS er með 222 stig. ÍA liðin koma í næstu tveimur sætum, ÍA með 213,5 stig og ÍA-W því sem næst búið að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni með 187 stig. KR-A sem er í 5. sæti með 160,5 stig og KFR-Lærlingar í 6. sæti með 155 stig, eiga þó enn möguleika á að blanda sér í keppnina. Enn er óvíst hvaða tvö lið falla í 2. deild karla, en eins og staðan eru ÍR-L, KFR-Stormsveitin og KFR-JP-kast í neðstu sætunum.

Í 2. deild karla eru ÍR-Broskarlarnir búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með 286 stig í efsta sæti A riðils, en baráttan um 2. sætið er ennþá hörð. Þór Akureyri er í 2. sæti með 270,5 stig, ÍR-Naddóður er í 3. sæti með 251,5 stig og ÍR-A er í 4. sæti með 242 stig.  KR-B eru löngu búnir að tryggja sér efsta sætið í B riðli deildarinnar með fáheyrðum yfirburðum eða 319,5 stig og 89 pinna forskot á næsta lið, ÍR-Blikk sem er í 2. sæti með 230,5 stig og er einnig öruggt í úrslitin. ÍR-NAS er í 3. sæti með 205,5 stig og síðan kemur ÍR-T í 4. sæti með 179,5.

Sjá nánar stöðuna í deildunum

 

Í 17. umferð 1. deildar kvenna sem fer fram mánudaginn 8. apríl tekur ÍA á móti ÍR-TT í Keilusalnum á Akranesi. ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar, ÍFH-DK og ÍR-KK mætast í Öskjuhlíð, en KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff, KFR-Skutlurnar og ÍR-N eigast við í Egilshöllinni. Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Þar mætast líka KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-DK, ÍR-N  og ÍR-BK. Í Egilshöllinni keppa hins vegar ÍR-TT og KFR-Skutlurnar, ÍR-Buff og ÍA.

Í 17. umferð 1. deildar karla sem fer fram sunnudaginn 7. apríl og þriðjudaginn 9. apríl tekur ÍA á móti KR-A á Skaganum, KR-C tekur á móti ÍR-L í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni mætast ÍR-KLS og KFR-JP-kast, KFR-Lærlingar og KFR-Stormsveitin, ÍR-PLS og ÍA-W. Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍR-L á móti ÍA í Öskjuhlíðinni, ÍA-W tekur á móti KFR-Lærlingum á Skaganum, en í Egilshöllinni mætast KFR-Stormsveitin og KR-C, KR-A og ÍR-KLS og KFR-JP-kast og ÍR-PLS.

 Í 20. umferð 2. deildar karla tekur KFR-KP-G á móti Þór í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 6. apríl og mánudaginn 8. apríl mætast síðan ÍR-Naddóður og ÍR-A, ÍR-Broskarlar og KFR-B, og ÍR-Keila.is og ÍFH-A í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. ÍA-B tekur á móti KR-B í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 7. apríl og þriðjudaginn 9. apríl keppa ÍFH-D og ÍR-NAS, ÍR-Blikk og KFR-Þröstur í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni mætast ÍR-G og ÍR-T. Í 21. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍFH-A á móti KFR-KP-G í Öskjuhlíðinni, Þór tekur á móti ÍR-Naddóði í Keilunni á Akureyri og KFR-B og ÍR-Keila.is og ÍR-A og ÍR-Broskarlar mætast í Egilshöllinni. Í B riðli mætast í Öskjuhlíðinni KR-B og ÍFH-DK, ÍR-NAS og ÍR-G, ÍR-T og ÍR-Blikk og KFR-Þröstur og ÍA-B.

Sjá nánar dagskrá

Meistarakeppni ungmenna 2012 – 2013 – Úrslit

Fimmta og síðasta umferðin í Meistarakeppni ungmenna fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í dag laugardaginn 6. apríl.

Meistarar ungmenna 2013 eru Guðlaugur Valgeirsson KFR í 1. flokki pilta með 54 stig, Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR í 2. flokki stúlkna með 56 stig, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR í 2. flokki pilta með 49 stig, Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA í 3. flokki stúlkna með 58 stig, Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA í 3. flokki pilta með 57 stig, Elva Rós Hannesdóttir ÍR í 4. flokki stúlkna með 58 stig og Arnar Daði Sigurðsson ÍA í 4. flokki pilta með 48 stig. Sjá nánar um úrslitin og Meistarakeppni ungmenna

Á myndinni má sjá sigurvegara í 4. flokki Elvu Rós Hannesdóttur ÍR, Arnar Daða Sigurðsson ÍA, Ágúst Stefánsson ÍR og Steindór Mána Björnsson ÍR. Fleiri myndir eru á Facebook síðu Keilusambandsins

Efstu sætin í hverjum flokki voru þannig:

1. flokkur pilta
Guðlaugur Valgeirsson KFR 54 stig
Andri Þór Göthe ÍR 34,5 stig
Einar S. Sigurðsson 29,5 stig

2. flokkur stúlkna
Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR 56 stig
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 54 stig
Natalía G. Jónsdóttir ÍA 24 stig

2. flokkur pilta
Guðmundur Ingi Jónsson ÍR 49 stig
Andri Freyr Jónsson KFR 45 stig
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 39 stig
Aron Fannar Benteinsson ÍA 39 stig

3. flokkur stúlkna
Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 58 stig
Birgitta Ýr Bjarkadóttir ÍR 38 stig
Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 30 stig

3. flokkur pilta
Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA 57 stig
Jökull Byron Magnússon KFR 48 stig
Bergþór Ingi Birgisson KFR 36 stig

4. flokkur stúlkna
Elva Rós Hannesdóttir ÍR 58 stig
Nótt Benediktsdóttir ÍR 30 stig
Karen Dögg Jónsdóttir ÍR 16 stig

4. flokkur pilta
Arnar Daði Sigurðsson ÍA 48 stig
Ágúst Stefánsson ÍR 44 stig
Steindór Máni Björnsson ÍR 42,5 stig

 

Röð efstu keppenda í 5. umferð var eftirfarandi:

1. flokkur pilta
Guðlaugur Valgeirsson KFR 1.081

2. flokkur stúlkna
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 1.065
Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR 1.051

2. flokkur pilta
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1.113
Aron Fannar Benteinsson ÍA 1.113
Guðmundur Ingi Jónsson ÍR 1.038

3. flokkur stúlkna
Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 946
Helga Ósk Freysdóttir KFR 851
María Ragnhildur Ragnarsdóttir KFR 634

3. flokkur pilta
Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA 937
Jökull Byron Magnússon KFR 824
Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR 802

4. flokkur stúlkna
Elva Rós Hannesdóttir 382

4. flokkur pilta
Arnar Daði Sigurðsson ÍA 425
Steindór Máni Björnsson ÍR 415
Ágúst Stefánsson ÍR 400

Sjá leiki í 5. umferð og nánar um stöðuna í Meistarakeppni ungmenna

 

Arnar Davíð með annan 300 leik og Íslandsmet

Arnar Davíð Jónsson landsliðsmaður úr KFR spilaði annan 300 leikinn sinn á ferlinum aðeins rúmum mánuði eftir að hann spilaði fyrsta 300 leikinn. Að þessu sinni spilaði hann 300 í fjórða leik af fimm í einstaklingsmótinu Cross Cupen Vår 6, sem haldið var á vegum félagsins hans í Stavanger Bowling í Noregi þann 4. apríl s.l. Fyrsta 300 leikinn spilaði Arnar Davíð með liði sínu Cross BK í heimaleik á móti Solli BK  í norsku deildarkeppninni laugardaginn 23. febrúar 2013, sjá nánar í frétt.

Arnar Davíð setti einnig Íslandsmet í 5 leikja seríu karla í með samtals 1.316 sem er 263,2 að meðaltali í leik og bætti gamla metið um 32 pinna. Arnar Davíð varð 19 ára þann 21. mars s.l. og er þetta því jafnframt fyrsta metið hans í fullorðinsflokki. Leikir Arnars Davíðs í seríunni voru 247, 279, 235, 300 og 255 og var hann langefstur í sínum flokki í mótinu. Sjá nánar úrslitin mótsins.

Arnar Davíð er nú í 8. sæti norska meðaltalslistans með 220,54 að meðaltali í leik.

Deildarbikar liða 2012 – 2013 – Úrslit

Það var lið ÍR-KLS sem bar sigur úr býtum í úrslitum Deildarbikars liða 2012 – 2013 sem fram fóru í Keiluhöllinni Egilshöll miðvikudaginn 3. apríl. Leikmenn ÍR-KLS mættu mjög ákveðnir til keppni, unnu alla sína leiki og fengu samtals 10 stig og endurheimtu þar með titilinn sem þeir unnu árin 2009 – 2011. Í 2. sæti urðu KFR-Lærlingar með 8 stig og ÍR-PLS varð í 3. sæti með 6 stig.

Á myndinni eru liðsmenn ÍR-KLS þeir Andrés Páll Júlíusson, Magnús Magnússon og Arnar Sæbergsson.

Úrslit keppninnar urðu sem hér segir:

1. sæti ÍR-KLS  10 stig
2. sæti KFR-Lærlingar 8 stig
3. sæti ÍR-PLS  6 stig
4. sæti ÍA-W  4 stig
5. sæti ÍA  2 stig
6. sæti KR-A   0 stig

Sjá nánar deildarbikar liða

Meistarakeppni ungmenna 5. umferð

Fimmta og síðasta umferðin í Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 6. apríl n.k. og hefst keppni kl. 9:00. Í mótinu hafa keppnisrétt öll börn og ungmenni, 20 ára og yngri sem æfa hjá keilufélögunum og er skráning í mótið hjá þjálfurum félaganna.

Staða efstu keppenda í hverjum flokki er nú þannig:

1. flokkur pilta
Guðlaugur Valgeirsson KFR 42 stig
Andri Þór Göthe ÍR 34,5 stig
Einar S. Sigurðsson 29,5 stig

2. flokkur stúlkna
Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR 46 stig
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 42 stig
Natalía G. Jónsdóttir ÍA 24 stig

2. flokkur pilta
Guðmundur Ingi Jónsson ÍR 41 stig
Andri Freyr Jónsson KFR 39 stig
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 28 stig

3. flokkur stúlkna
Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 46 stig
Birgitta Ýr Bjarkadóttir ÍR 31 stig
Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 30 stig

3. flokkur pilta
Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA 45 stig
Jökull Byron Magnússon KFR 38 stig
Bergþór Ingi Birgisson KFR 26 stig

4. flokkur stúlkna
Elva Rós Hannesdóttir ÍR 46 stig
Nótt Benediktsdóttir ÍR 30 stig
Karen Dögg Jónsdóttir ÍR 16 stig

4. flokkur pilta
Ágúst Stefánsson ÍR 36 stig
Arnar Daði Sigurðsson ÍA 36 stig
Steindór Máni Björnsson ÍR 32,5 stig

Sjá leiki í 4. umferð og nánar um stöðuna í Meistarakeppni ungmenna

Olíuburðurinn notaður er í Meistarakeppni ungmenna heitir Sofia 37 fet. Sjá nánar í regluferð um Meistarakeppni ungmenna

Keppni í Meistarakeppni ungmenna í keilu fer fram u.þ.b. mánaðarlega yfir veturinn, sjá leikdaga í dagskrá og keppt er í fjórum aldursflokkum:
1. flokkur 18 – 19 – 20 ára
2. flokkur 15 – 16 – 17 ára
3. flokkur 12 – 13 – 14 ára
4. flokkur 9 – 10 – 11 ára

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki í hverri umferð. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:
1. sæti hlýtur 12 stig
2. sæti hlýtur 10 stig
3. sæti hlýtur 8 stig
4. sæti hlýtur 7 stig
5. sæti hlýtur 6 stig
6. sæti hlýtur 5 stig
7. sæti hlýtur 4 stig
8. sæti hlýtur 3 stig
9. sæti hlýtur 2 stig
10. sæti og neðar hlýtur 1 stig

Bikarkeppni KLÍ 4 liða úrslit

Undanúrslit Bikarkeppni liða í keilu fóru fram í kvöld, þriðjudaginn 2. apríl. Það verða KFR-Valkyrjur og ÍR-TT sem mætast í úrslitum í kvennaflokki og ÍR-KLS og ÍA-W sem eigast við í karlaflokki í Bikarkeppni liða sem fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí n.k.

Leikir kvennaliðanna fóru báðir fram í Egilshöllinni. KFR-Valkyrjur unnu KFR-Afturgöngurnar 3 – 1. KFR-Valkyrjurnar unnu fyrsta leikinn með 625 gegn 564, en KFR-Afturgöngurnar unnu annan leikinn 743 á móti 560. KFR-Valkyrjur unnu síðan tvo næstu leiki með 737 á móti 627 og 681 á móti 553. Samtals spiluðu KFR-Valkyrjur 2.603, en KFR-Afturgöngurnar 2.487.

Í hinum leiknum vann ÍR-TT lið ÍR-BK nokkuð örugglega 3 – 0 og voru leikir liðanna 729 á móti 510, 682 gegn 556 og loks 742 á móti 624 og samtals spilaði ÍR-TT 2.153 gegn 1.690 hjá ÍR-BK.

ÍR-KLS vann ÍA 3 – 1 í Keilusalnum á Akranesi. ÍR-KLS vann fyrstu tvo leikina 802 gegn 747 og 836 á móti 720. ÍA vann síðan þriðja leikinn 798 á móti 749, en ÍR-KLS tryggði sér loks sæti í úrslitunum með 829 á móti 766. Samtals spilaði ÍR-KLS 3.216 en ÍA 3.031

ÍA-W vann ÍR-L 3 – 0 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. ÍA-W vann fyrsta leikinn með 762 á móti 704, liðin gerðu jafntefli í öðrum leiknum með 682, ÍR-L vann þriðja leikinn með 749 gegn 681 og ÍA-W vann síðasta leikinn með 743 á móti 713. Samtals spilaði ÍA-W 2.868, en ÍR-L 2.848.

Sjá nánar úrslit leikjanna

Úrslit Bikarkeppni liða fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí n.k. og hefst keppnin kl. 12:00. Olíuburður í Bikarkeppni KLÍ er 40 fet Vargen.

Bæði ÍR-TT og ÍR-KLS eiga titla að verja. ÍR-KLS voru reyndar bikarmeistarar liða í karlaflokki síðustu 3 árin 2010 – 2012 og ÍR-TT voru bikarmeistarar liða í kvennaflokki árin 2012 og 2010. KFR-Valkyrjur voru bikarmeistarar 5 ár í röð á árunum 2004 til 2009. Hins vegar hefur ÍA-W ekki orðið bikarmeistarar liða og ef þeir hampa titlinum yrðu þeir fyrstir Skagaliða til að vinna Bikarmeistaratitil liða.

Sjá reglugerð um Bikarkeppni liða og úrslit fyrri umferða.