Skip to content

ÍR-KLS Deildarmeistarar 1. deildar karla

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Lið ÍR-KLS tryggði sér í gærkvöldi deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla þegar þeir unnu KFR-JP-kast 16 – 4 í 17. og næst síðustu umferð deildarinnar á Íslandsmóti liða í keilu í Egilshöllinni. ÍR-KLS er því með 254 stig í 1. sæti. ÍR-PLS eru nú í 2. sæti með 230 stig, ÍA í 3. sæti með 228,5 stig og ÍA-W eru í 4. sæti með 199,5 stig.  KFR-Lærlingar koma síðan í 5. sæti með 169 stig og KR-A er í 6. sæti með 165, 5 stig og það er því orðið ljóst hvað fjögur lið keppa í úrslitakeppni 1. deildar karla. Spennan er meiri í botnbaráttunni og enn er óvíst hvaða tvö lið falla í 2. deild karla. ÍR-L, KFR-Stormsveitin og KFR-JP-kast eru í neðstu sætunum og munar aðeins 3 stigum á KFR-Stormsveitinni í 8. sæti og ÍR-L í 10. sæti.

Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30 tekur ÍR-L á móti ÍA í Öskjuhlíðinni, ÍA-W tekur á móti KFR-Lærlingum á Skaganum, en í Egilshöllinni mætast KFR-Stormsveitin og KR-C, KR-A og ÍR-KLS og KFR-JP-kast og ÍR-PLS. Sjá nánar dagskrá

Í 17. umferð tók ÍA á móti KR-A í Keilusalnum á Akranesi og fór leikurinn 15 – 5 fyrir Skagaliðið. KR-C tók 7 stig í heimaleik á móti 13 hjá ÍR-L í Öskjuhlíðinni. Í Egilshöllinni vann ÍR-KLS lið KFR-JP-Kast 16 – 4 og ÍR-KLS tryggðu sér með því deildarmeistaratitilinn, KFR-Lærlingar unnu félaga sína í KFR-Stormsveitinni 14 – 6 og ÍR-PLS tapaði 8 – 12 á heimavelli á móti ÍA-W.

Úrslit leikja 17. umferðar sem fóru fram sunnudaginn 7. aprí og þriðjudaginn 9 apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍA – KR-A 15 – 5
KR-C – ÍR-L 7 – 13
ÍR-KLS – KFR-JP-Kast 16 -4
KFR-Lærlingar – KFR-Stormsveitin 14 – 6
ÍR-PLS – ÍA-W 8 – 12

Staðan í 1. deild karla er þannig:
1. ÍR-KLS 254 stig
2. ÍR-PLS 230 stig
3. ÍA 228,5 stig
4. ÍA-W 199,5 stig
5. KFR-Lærlingar 169 stig
6. KR-A 165,5 stig
7. KR-C 127,5
8. KFR-Stormsveitin 110,5 stig
9. KFR-JP-kast 109,5 stig
10. ÍR-L 106 stig

Hafþór Harðarson ÍR-PLS er enn með nokkra yfirburði á meðaltalslista deildarinnar, þrátt fyrir slæman dag á þriðjudaginn. Hann er nú með 213,4 að meðaltali í leik í 48 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 206,9 að meðaltali í 33 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er í þriðja sæti með 201,0 að meðaltali í 45 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W enn í efsta sætið með 0,745 stig að meðaltali í leik, Magnús og Stefán Claessen ÍR-KLS koma næstir með 0,733. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,480, Arnar kemur næstur með 6,21 og Stefán er þriðji með 5,70. Magnús Magnússon á ennþá hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Kristján Þórðarson ÍA spilaði 288. Kristján Þórðarson ÍA á ennþá hæstu seríuna í deildinni 773 pinna, Hafþór kemur næstur með 747 og Arnar hefur spilað 727.

Sjá nánar stöðuna í deildunum

Nýjustu fréttirnar