Skip to content

Arnar Davíð með annan 300 leik og Íslandsmet

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Arnar Davíð Jónsson landsliðsmaður úr KFR spilaði annan 300 leikinn sinn á ferlinum aðeins rúmum mánuði eftir að hann spilaði fyrsta 300 leikinn. Að þessu sinni spilaði hann 300 í fjórða leik af fimm í einstaklingsmótinu Cross Cupen Vår 6, sem haldið var á vegum félagsins hans í Stavanger Bowling í Noregi þann 4. apríl s.l. Fyrsta 300 leikinn spilaði Arnar Davíð með liði sínu Cross BK í heimaleik á móti Solli BK  í norsku deildarkeppninni laugardaginn 23. febrúar 2013, sjá nánar í frétt.

Arnar Davíð setti einnig Íslandsmet í 5 leikja seríu karla í með samtals 1.316 sem er 263,2 að meðaltali í leik og bætti gamla metið um 32 pinna. Arnar Davíð varð 19 ára þann 21. mars s.l. og er þetta því jafnframt fyrsta metið hans í fullorðinsflokki. Leikir Arnars Davíðs í seríunni voru 247, 279, 235, 300 og 255 og var hann langefstur í sínum flokki í mótinu. Sjá nánar úrslitin mótsins.

Arnar Davíð er nú í 8. sæti norska meðaltalslistans með 220,54 að meðaltali í leik.

Nýjustu fréttirnar