Dráttur í 8 liða bikar

Dregið var í 8 liða bikar karla og kvenna í Egilshöllinni fyrir leik í kvöld 6. janúar.

Endanlegar dagsetningar í leikjum karlanna verða settar inn í þessa frétt eftir því sem leikir liðanna klárast og það kemst á hreint hvar heimavöllurinn er.

Eftirfarandi lið drógust saman. 

 

Þórynjur gegn ÍR BK, Akureyri 18. janúar

ÍR TT gegn KFR Skutlurnar, Egilshöll 21.jan

ÍA gegn KFR Afturgöngurnar, Skaginn 21.jan

ÍR Buff gegn KFR Valkyrjur, Egilshöll 11.feb

 

KFR JP KAST gegn ÍR KLS, Öskjuhlíð, 22. jan

ÍA W gegn KFR Lærlingar, Skaginn, 28. jan.

KFR Stormsveitin gegn ÍA, Egilshöll, 11.feb.

KFR Þrestir gegn KR A, Öskjuhlíð 22.jan

Dregið í 8 liða bikar

Á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar verður dregið í 8 liða bikar karla og kvenna fyrir leik í deildinni í Egilshöll. 

 Í pottinum hjá konum eru eftirfarandi lið:

KFR VALKYRJUR

KFR AFTURGÖNGURNAR

KFR SKUTLURNAR

ÍR TT

ÍR BUFF

ÍA

ÞÓRYNJUR

og sigurvegari úr leik KFR ELDING og ÍR BK sem fram fer 8.jan

í pottinum hjá körlum eru eftirfarandi lið:

KFR STORMSVEITIN

KFR LÆRLINGAR

KFR ÞRESTIR

KR A

og sigurvegarar úr leikjum

ÍR KLS – ÍR PLS og ÍA W – ÍR BROSKARLAR sem fram fara 7.jan

ÞÓR VÍKINGUR – KFR JP KAST sem fram fer 11.jan og 

KR E – ÍA sem fram fer 15.jan

 

Ungmennalandslið valið

Guðmundur Sigurðsson þjálfari afrekshóps ungmenna hefur valið hópinn sem fer á Evrópumót ungmenna sem fram fer í Leipzig í Þýskalandi um páskana.

Eftirtaldir voru valdir til fararinnar:

Aron Fannar Benteinson  ÍA
Hlynur Örn Ómarsson  ÍR
Alexander Halldórsson ÍR
Jökull Byron Magnússon  KFR
Natalía G. Jónsdóttir  ÍA
Jóhanna Guðjónsdóttir  ÍA

 

Jólamót KFR og Nettó

Jólamót KFR og Nettó verður á sínum stað á annan í jólum.  Leikið er í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og hefst mótið kl 14.  Keppt í 4 flokkum, 185 og yfir, 170 til 184, 150 til 169, og 149 og undir. Spiluð ein sería og kostar 3000 í mótið.  Posi á staðnum.

Ísland lokið þátttöku á HM

Í dag lauk keppni í 5 manna liðum á HM í Abu Dhabi. Kórea, sem spilað hefur frábærlega á mótinu, sigruðu USA í mögnuðum úrslitaleik.
 

Strákarnir okkar náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar í þessum hluta mótsins. Þeir spiluðu á 197 meðaltali og enduðu í 30. sæti. 
Það var Skúli sem spilaði best en hann skilaði 206 meðaltali í liðakeppninni.
Þeir hafa nú lokið keppni og eru væntanlegir heim á mánudagskvöld.

Hægt er að horfa á úrslitin í liðakeppninni hér.