Í tengslum við EM unglinga í Keilu sem fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrir og um páskana þá voru brautir teknar út af Marios Nicolaides, tæknimanni ETBF. Skemmst er frá því að segja að eftir þær lagfæringar sem voru gerðar frá því að brautirnar voru mældar í janúar s.l. þá mældist salurinn sem viðurkenndur og vottaður salur með brautir innan leyfilegra marka. Þessu takmarki náði salurinn ekki fyrir ECC sem var haldið hér í október 2014.
ETBF Lane Inspection námskeið
Í framhaldi af EM unglinga sem haldið var hér á landi um páskana hélt Marios Nicolaides tæknimaður ETBF námskeiðið ETBF Lane Inspection. Þáttakendur þeir Stanko Djorovic og Guðmundur Sigurðsson sem sóttu það. Þetta er venjulega 3 daga námskeið en þar sem það voru svo fáir á námskeiðinu þá var það keyrst í gegn á 2 dögum í 7-8 tíma hvorn dag. Að námskeiði loknu var þeim Stanko og Guðmundi afhent skírteini því til staðfestingar að þeir hefðu lokið þessu námskeiði. Þess má geta að þeir eru númer 21 og 22 í Evrópu sem hafa lokið þessu námskeiði hjá ETBF.
Íslandsmót Öldunga
Næstu helgi hefst íslandsmót öldunga, allir sem fæddir eru fyrir 1967 eru gjaldgengir í þetta mót.
Skráningu lýkur á fimmtudaginn kl.22:00
Svíar með tvö síðustu gullverðlaunin á Evrópumóti unglinga (U18 ára)
Í dag lauk keppni á Evrópumóti unglinga sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll. Síðasta keppnisgreinin var svokölluð Masters keppni þar sem 24 efstu piltar og stúlkur úr einstaklingskeppninni kepptu sín á milli með útsláttarfyrirkomulagi. Vinna þurfti tvo leiki til að halda áfram uns einn stóð eftir sem sigurvegari. Það voru Svíarnir William Svensson og Casja Wegner sigruðu þá keppni. William sigraði Finnan Jese Ahokas í tveim viðureignum 243 gegn 189 og 245 gegn 216. Casja sigraði Evrópumeistara kvenna hina rússnesku Maria Bulanova 210 gegn 222, 188 gegn 161 og 193 gegn 188.
Í þriðja sæti hjá piltum urðu svo þeir Brian Kjær frá Noregi og Yorick van Deutekom frá Hollandi en Yorick gerði sér lítið fyrir og tók fullkominn leik í 8 manna úrslitum þegar hann náði 300 pinnum. Er þetta þriðji 300 leikurinn á mótinu og alls sá fimmti sem í sögu Evrópumóts unglinga. Hjá stúlkunum urðu þær Katie Tagg frá Englandi og Lea Degenhardt frá Þýskalandi í þriðja sæti.
Sigursælasta þjóðin á mótinu voru Svíar en þeir tóku alls 5 gullverðlaun af 10 mögulegum auk 5 bronsverðlauna. Mótinu lýkur formlega í kvöld með lokaathöfn sem fram fer í Keiluhöllinni.
Norðurlandaþjóðirnar sigursælar á EYC2016
Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á EYC2016 en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði 300 leik í dag í einstakllingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og eru þeir því tveir 300 leikirnir sem hafa komið i keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna.
Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi hún Maria Bulanova í örðu sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla 6 leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal.
Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í dag var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð.
Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðrardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal.
Mótinu líkur á morgun með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram. Aðgangur að mótinu ef ókeypis fyrir áhorfendur. Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess www.eyc2016.eu
Slóvenar og Svíar Evrópumeistarar í liðakeppni í keilu á EYC2016
Það voru Slóvenar og Svíar sem tóku gullið í leiðakeppninni á Evrópumóti ungmenna í keilu en mótið fer fram þessa dagana í Keiluhöllinni Egilshöll. Slóvenar unnu Finna með 798 pinnum eða 199,5 í meðaltal gegn 749 pinnum eða 187,25 í meðaltal. Slóvenar voru undir lengst af en sóttu á Finnana og náðu sigri í 10. og síðasta rammanum í mjög spennandi viðureign. Sænsku stelpurnar sigruðu þær rússnesku með 804 pinnum eða 201,0 í meðaltal gegn 767 pinnum eða 191,75 í meðaltal.
Í undanúrslitum sigruðu finnsku strákarnir þá hollensku með 893 pinnum eða 223,25 í meðaltal gegn 853 eða 213,25 í meðaltal. Slóvensku strákarnir áttu hörku leik í undanúrslitum og lögðu sterkt lið Svía með 905 pinnum eða 226,25 í meðaltal gegn 808 eða 202,0 í meðaltal. Hæsta leik í undanúrslitum átti Ziga Zalar frá Slóveníu eða 255.
Í undanúrslitum hjá stúlkunum sigruðu rúsneksu þær þýsku með 813 pinnum eða 203,25 í meðaltal gegn 802 pinnum eða 200,5 í meðaltal. Sænsku stelpurnar lögðu þær ensku með 822 pinnum eða 205,5 í meðaltal gegn 706 pinnum eða 176,5 í meðaltal. Hæsta leik hjá stelpunum átti Maria Bulanova frá Rússlandi en hún náði 278.
Íslensku strákarnir enduðu forkeppnina í 17. og næst neðsta sæti með 4.301 pinna eftir 6 leiki eða 179,2 í meðaltal. Hæsta leik átti Jökull Byron Magnússon úr KFR en hann náði 220. Stelpurnar enduðu í 9. og neðsta sæti með 3.842 pinna eftir 6 leiki eða 160,1 í meðaltal. Hæsta leik átti Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA en hún náði 209 leik.
Í forkeppni liðakeppninnar náði Simon Susiluoto frá Finnlandi 299 leik eða aðeins einum pinna frá fullkomnum leik. Hjá stúlkunum var það Lea Degenhardt frá Þýskalandi sem náði 268.
Á morgun og á laugardag heldur mótið áfram með einstaklingskeppni en mótinu lýkur á sunnudaginn. Aðgangur að Keiluhöllinni er opinn fyrir áhorfendur og kostar ekkert inn á mótið.
Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vef þess www.eyc2016.eu
Úrslit í tvímenningi á Evrópumóti ungmenna í keilu 2016
Nú rétt í þessu lauk úrslitum í tvímenningi á Evrópumóti ungmenna (U18) í keilu en mótið er haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Í piltaflokki sigruðu Svíarnir William Svensson og Robert Lindberg þá Tomás Vrabec og Roman Karlík frá Slóvakíu með stórleik en sænsku strákarnir spiluðu 506 gegn 384. Í stúlknaflokki sigruðu þær Lea Degenhardt og Bettina Burghard frá Þýskalandi þær Katie Tagg og Mia Bewley frá Englandi með 447 gegn 434 en sá leikur var hnífjafn fram í 10. ramma og réðust úrslitin á síðustu köstunum hjá stúlkunum.
Íslensku krökkunum gekk sæmilega en Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA og Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR enduðu í 28. sæti en þeir Jökull Byron Magnússon úr KFR og Þorsteinn Henning Kristjánsson úr ÍR enduðu í 40. og næst síðasta sæti. Hjá stelpunum enduðu þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór Akureyri og Jóhanna Guðjónsdóttir úr ÍA í 22. sæti en þær Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR og Helga ÓSk Freysdóttir úr KFR enduðu í 24. og síðasta sæti.
Á morgun hefst keppni kl. 9 í einstaklingskeppni og stendur hún allan daginn. Nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess www.eyc2016.eu
Beinar útsendingar frá EYC2016
Vakin er athygli á því að öll undanúrslit og úrslit á Evrópumóti ungmenna sem fram fer í Keiluhöllinni Egilshöll verða í beinni á vef SportTV.is í dag kl. 17:30 fara fram undanúrslit í tvímenningi á mótinu. Nánar um dagkrá, stöðu mótsins, skor og fleira á síðu mótsins www.eyc2016.eu
Fyrsti keppnisdagurinn á EYC2016 – Tvímenningur pilta
Í dag fór fram á Evrópumóti unglinga í keilu forkeppni í tvímenningi pilta. Efstir eftir daginn eru Svíarnir William Svensson og Robert Lindberg en þeir spiluðu 6 leikja seríuna með 2.663 pinnum eða 221,9 í meðaltal. Í öðru sæti eru Hollendingarnir Mike Bergmann og Yorick van Deutekom með 2.629 pinna eða 219,1 í meðaltal. Í þriðja sæti eru svo Slóvakarnir Tomás Vrabec og Roman Karlík með 2.576 pinna eða 214,7 í meðaltal og í fjórða eru Finnarnir Ville Rajala og Niko Oksanen með 2.535 pinna eða 211,2 í meðalta.
Íslensku strákunum gekk sæmilega en þeir Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA og Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR urðu í 28. sæti með 2.249 pinna eða 187,4 í meðaltal og þeir Jökull Byron Magnússon KFR og Þorestinn Hanning Kristinsson ÍR urðu í 40. og næst neðsta sæti með 1.946 pinna eða 162,2 í meðaltal
Á morgun þriðjudag hefst svo tvímenningur stúlkna kl. 9 en þá fer fyrri riðillinn af stað og í honum keppa íslensku stúlkunrar Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR og Helga Ósk Freysdóttir úr KFR. Kl. 13:15 hefst svo seinni riðillinn hjá stúlkunum og þá keppa þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór Akureyri og Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA.
Undanúrslit hjá bæði stúlkum og piltum fara svo fram á morgun þriðjudag kl. 17:30 en þá keppa fjórir efstu tvímenningarnir. Að lokum eru svo úrslit milli tveggja efstu í báðum flokkum. Sjá má úrslit dagsins á vef mótsins.
Hægt er að koma upp í Keiluhöllina Egilshöll og fylgjast með mótinu en enginn aðgangseyrir er að mótinu. Allar upplýsingar um gang mótsins, skor, dagskrá og fleira má nálgast á vef móstins www.eyc2016.eu
EYC2016 er hafið
Í gær fóru fram opinberar æfingar á Evrópumóti ungmenna sem fram fer þessa dagana í Keiluhöllinni Egilshöll. Einnig fór fram setningarathöfn leikanna og var henni sjónvarpað beint á SportTV.is og sjá má upptöku frá þeim hér. Í morgun hófst svo tvímenningu pilta en allar upplýsingar um mótið, stöður, lifandi skor og fleira má finna á vef mótsins www.eyc2016.eu Einnig eru myndir frá æfingum á Fésbókarsíðu Keilusambandsins.