Hafþór Harðarson sigraði forkeppni AMF 2016

Facebook
Twitter

Hafþór Harðarson og Dagný Edda Þórisdóttir verða fulltrúar Íslands á AMF2016Hafþór Harðarson úr ÍR sigraði forkeppni heimsbikarmóts einstaklinga AMF World Cup en undanúrslitakeppnin í forkeppninni hér heima fór fram um helgina. Hafþór sigraði Björn Birgisson úr KR í úrslitaviðureigninni með 222 pinnum gegn 183. Með sigrinum hlýtur Hafþór ferð og keppnisrétt á 52. heimsbikarmóti einstaklinga sem fram fer í Shanghai í Kína dagana 14. til 23. október í ár. Að venju fær sigahæsti einstaklingurinn af gagnstæði kyni einnig þátttökurétt á því móti og í ár varð það Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR sem varð efst kvenna en hún endaði í 5. sæti eftir undanúrslitin í dag. Í þriðja sæti varð svo Gústaf Smári Björnsson úr KFR og í fjórða sæti varð Stefán Clasessen úr ÍR.

Undanúrslitin fóru þannig fram að 10 keilarar kepptu sín á milli með því að spila einn leik allir við alla, alls 9 leikir. Fjórir efstu keilararnir eftir undanúrslitin í dag fóru áfram í svokallaðan Step Ladder þannig að þeir sem voru í fjórða og þriðja sæti kepptu um rétt til þess að keppa við þann sem varð í öðru sæti og svo sigurvegarinn úr þeirri viðureign keppti við þann sem varð í fyrsta. Röð keilara eftir undanúrslitin var þessi:

1.  sæti Björn Birgisson úr KR með 2.060 stig

2.  sæti Hafþór Harðarson ÍR með 2.026 stig

3.  sæti Gústaf Smári Björnsson KFR með 1.981 stig en hann spilaði sig inn í úrslitin með því að taka 290 leik í næst síðasta leiknum í undanúrslitunum

4.  sæti Stefán Claessen ÍR með 1.973 stig

5.  sæti Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 1.959 stig

6.  sæti Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR með 1.945 stig

7.  sæti Guðlaugur Valgeirsson KFR með 1.883 stig

8.  sæti Freyr Bragason KFR með 1.878 stig

9.  sæti Bjarni Páll Jakobsson ÍR með 1.874 stig

10. sæti Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 846 stig en Þorleifur varð að hætta keppni eftir 5. leik vegna veikinda.

Nýjustu fréttirnar