3 Íslandsmet og 300 leikur í Katar

Facebook
Twitter

Þá er hinu svokallaða alþjóðlega vináttumóti í Katar lokið. Gengi íslensku keppendana var mjög gott og eru keppendur og þjálfarar hæstánægðir með frammistöðuna á mótinu öllu.

Það voru hvorki meira né minna 4 Íslandsmet slegin og allir krakkarnir í skýjunum eftir mótið. Mikael Aron Vilhelmsson setti met í tveimur leikjum í 15-16 ára flokki með 279-290 leiki eða samanlagt 569, þegar hann keppti í úrslitaskrefi 2. Ísak Birkir Sævarsson setti svo met í fimm og sex leikjum í flokki 17-18 ára þegar hann spilaði í fyrsta skrefi í masterskeppninni, 1254 í fimm leikum og 1465 í sex leikjum. Aron Hafþórsson henti svo í einn fullkominn og laufléttan 300 leik í tvímenningi.

Hafdís Eva Pétursdóttir lenti í 3. sæti í einstaklingskeppni mótsins með slétt 1.200. Aron og Mikael voru í 5. sæti í tvímenning og svo voru strákarnir okkar í þriðja sæti í liðakeppni mótsins.

Úrslit úr einstaklings, tvímenning og liðakeppni eru hér:

Einstaklingskeppnin:

Stelpur

  • Alexandra 186-146-179-169-168-191 = 1.039 15. sæti
  • Elva 126-157-203-172-184-152 = 994 18. sæti
  • Hafdís 209-213-176-219-213-170 = 1.200 3. sæti
  • Málfríður 190-163-159-152-157-179 = 1.000 17. sæti

Strákar

  • Aron 202-248-240-200-151-203 = 1.244 15. sæti
  • Hinrik 173-125-191-237-162-222 = 1.110 26. sæti
  • Ísak 215-215-219-193-244-171 = 1.257 13. sæti
  • Mikael 202-269-157-261-273-235 = 1.297 7.sæti

Tvímenningur:

Stelpur

  • Alexandra 122-193-171-119-147-168 = 920
  • Hafdís 189-191-193-210-224-178 = 1.185

311-384-364-329-371-346 = 2105 9. sæti

  • Elva 190-172-172-125-184-219 = 1.062
  • Málfríður 170-189-149-180-172-155 = 1.015

360-361-321-305-356-374 = 2.077 10. sæti

Strákar

  • Aron 300-200-188-146-180-206 = 1.220
  • Mikael 194-279-165-248-249-225 = 1.360

494-417-482-405-429-431 = 2.580 5. sæti

  • Hinrik 219-190-171-180-238-199 = 1.197
  • Ísak 238-206-169-214-205-222 = 1.254

457-396-340-394-443-421 = 2.451 10. sæti

Liðakeppnin

Stelpur

  • Alexandra 169-153-123-157-124-130 = 856
  • Elva 155-190-160-211-173-169 = 1.058
  • Hafdís 211-287-195-169-183-178 = 1123
  • Málfríður 156-150-177-161-134-104 = 882

691-680-655-698-614-581 = 3.919 6. sæti

Strákar

  • Aron 232-224-193-257-255-193 = 1.354
  • Hinrik 205-189-178-236-180-203 = 1.191
  • Ísak 226-201-205-199-181-173 = 1.185
  • Mikael 198-259-221-246-199-234 = 1.357

861-873-797-938-815-803 = 5.087 3. sæti

Að loknum öllum þessum leikjum voru samanlögð skor einstaklinga tekin saman og raðað eftir stigum inn í svokallaða masterskeppni.

Eftir 24 leiki voru það 10 strákar og sex stelpur sem komust beint áfram og að auki tveir frá hverju landi, það voru því 30 strákar og 18 stelpur sem spiluðu í fyrsta skrefi masterskeppninnar.

Þar voru spilaðir sex leikir og síðan skorið niður í 12 leikmenn hjá strákunum og átta hjá stelpunum.

Raðað er í sætaröð eftir heildarskori úr fyrri stigum mótsins ásamt skorinu úr þessum sex fyrstu leikjum.

Aron, Ísak Birkir, Mikael Aron, Elva Rós, Hafdís Eva og Málfríður Jóna komust öll áfram í fyrstu umferð masterskeppninnar.

Skorin voru eftirfarandi:

Stelpur

  • Elva 169-212-173-173-144-146 = 1.017 14. sæti
  • Hafdís 172-203-148-186-195-162 = 1.066   6. sæti
  • Málfríður 167-193-166-175-150-189 = 1.040 16. sæti

Strákar

  • Aron 268-173-216-226-215-237 = 1.335 12. sæti
  • Ísak 222-218-258-289-267-211 = 1.465 8. sæti 
  • Mikael 246-246-171-257-217-238 = 1.375 4. sæti

Eftir þessa umferð var svo skorið niður í 12 stráka og 8 stelpur og var spilaður maður á mann.
Eins og sjá má þá var Aron í 12. sæti en hann var aðeins 3 pinnum fyrir ofan þann sem var í 13. sæti.
Efstu fjórir hjá strákunum sluppu við að spila í Final Step 1, sem þýddi að Mikki var strax kominn inn í Final Step 2.

Final Step 1 virkaði þannig að 5. sæti spilaði á móti því 9., 6. á móti 10., 7. á móti 11. og 8. á móti 12. sæti. Það þýddi að Ísak og Aron mættust í Final Step 1. Hafdís var sú eina sem komst áfram hjá stelpunum en þar voru 8 efstu sem spiluðu og var sú efsta á móti neðsta og svo koll af kolli. Hafdís mætti Airam Fuentes Ramos frá Mexíkó, sem var í 3. sæti. Vinna þurfti tvo leiki til að komast áfram í næsta skref mótsins.

Leikar fóru svona hjá okkar krökkum:

  • Aron 247227
  • Ísak 209-175
  • Hafdís 178-162-199
  • Airam Fuentes 173-224245

Aron fór þá áfram á kostnað Ísaks og Airam Fuentes reyndist of stór biti fyrir Hafdísi.

Mikael og Aron voru þá einu Íslendingar í Final Step 2. Aron mætti Robin Noberg frá Svíþjóð og Mikael mætti Hazeem Al Muraikhi frá Katar. Leikar fóru svona:

  • Aron 192-249
  • Robin 193258
  • Mikael 279290
  • Hazeem 224-202

Aron var grátlega nálægt Robin en Svíinn náði að henda Aroni úr keppni. Mikael hendir heimamanninum úr keppni með einu Íslandsmeti og er þá kominn í undanúrslit.

Mikael þurfti að mæta Svíanum Robin Noberg í undanúrslitum og vildi auðvitað reyna að henda honum út eftir að Svíinn tók Aron. Þetta voru hörkuspennandi leikir milli Mikaels og Robin:

  • Mikael 240-248-166
  • Robin 280-193-185

Mikael lét Robin hafa fyrir sigrinum en sá síðarnefndi náði á endanum tökum á leiknum. Mikael hafði þó ekki lokið keppni þar sem hann endaði daginn á að leika um 3. sætið á mótinu. Þar mætti hann öðrum Svía, Felix Bergman og þar var einnig mikil spenna:

  • Mikael 214-257-174
  • Felix 247-209-212

Fjórða sætið staðreynd fyrir Mikael en Svíarnir reyndust aðeins of stór biti fyrir þennan 16 ára gamla strák. Hann sýndi það þó og sannaði að hann á framtíðina heldur betur fyrir sér í þessari íþrótt og enginn spurning um að hann verður farinn að spila á stærstu keilumótum Evrópu áður en langt um líður.

Lokastaða Íslendinga á International Friendly Match:

Stelpur:

  • Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir: 6. sæti
  • Elva Rós Hannesdóttir: 14. sæti
  • Málfríður Jóna Freysdóttir: 16. sæti
  • Alexandra Kristjánsdóttir: 19-24. sæti

Strákar

  • Mikael Aron Vilhelmsson: 4. sæti 
  • Aron Hafþórsson: 8. sæti
  • Ísak Birkir Sævarsson: 9-12. sæti
  • Hinrik Óli Gunnarsson: 31-40. sæti

Bráðskemmtilegt mót lokið og Íslendingar fara glaðir úr hitabeltinu heim á klakann.

ÁFRAM ÍSLAND, ÁFRAM UNG KEILA!

Nýjustu fréttirnar