Íslandsmót einstaklinga 2022 – Fyrsti dagurinn – Arnar Davíð með 300 leik

Facebook
Twitter

Í morgun voru leiknir fyrstu 6 leikirnir á Íslandsmóti einstaklinga 2022 en leikið er að venju í Keiluhöllinni Egilshöll. Efstur í karlaflokki eftir daginn í dag er Hafþór Harðarson úr ÍR með 243,3 í meðaltal en efst í kvennaflokki er Ástrós Pétursdóttir úr ÍR með 189,3 í meðaltal. Alls taka þátt 29 karlar og 15 konur í mótinu í ár og eru þar á meðal „útlendingarnir okkar“ eða Arnar Davíð Jónsson og önnur þau sem búsett eru út í Svíþjóð og æfa og keppa þar.

Í frysta leik dagsins náði Hafþór 299 leik, einum pinna frá fullkomnum leik en Arnar Davíð Jónsson úr KFR náði fullkomna leiknum 300 í næsta leik á eftir. Settu þeir strax viðmiðið í mótinu karla megin með þessum frábæru leikjum. Það skemmtilega við þessa tvo leiki er að þeir félagar spiluðu þá á sama brautarparinu eða brautum 9 og 10.

Mótið heldur áfram á morgun sunnudag en þá verða leiknir seinni 6 leikirnir í forkeppninni. Hefst keppnin kl. 09 í Keiluhöllinni. Að lokinni forkeppni komast 10 efstu konurnar áfram í milliriðil og 16 efstu karlarnir samkvæmt mótsreglum en fjöldi í milliriðil er háður fjölda þátttakenda í forkeppni. Skorið úr forkeppni fylgir keppendum áfram í gegn um mótið fram að úrslitum. Milliriðill sem eru aðrir 6 leikir verður leikinn á mánudagskvöldið kemur og hefst keppnin kl. 19:00. Á þriðjudaginn fara síðan fram undanúrslit og úrslit mótsins. Þá leika 8 efstu úr hvorum flokki og er keppt maður á mann. Að því loknu fara 3 efstu í úrslit en þá leika þeir einn leik og dettur sá út sem er með lægsta skorið. Tveir leika þá um Íslandsmeistaratitil einstaklinga 2022. Stefnt er að því að streyma frá þriðjudagskvöldinu á Fésbókarsíðu KLÍ. Hefst keppnin kl. 19:00.

Úrslit dagsins urðu þessi

Karlar

      Leikir     Mism.
Sæti Nafn Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals  Mtl í 16. sæti
1 Hafþór Harðarson ÍR 299 227 226 228 233 247 1.460 243,3 304
2 Guðlaugur Valgeirsson KFR 238 225 210 249 215 219 1.356 226,0 200
3 Magnús Sigurjón Guðmundsson ÍA 237 159 232 239 235 248 1.350 225,0 194
4 Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 284 180 188 226 207 258 1.343 223,8 187
5 Arnar Davíð Jónsson KFR 217 300 208 165 222 221 1.333 222,2 177
6 Andri Freyr Jónsson KFR 246 255 225 174 206 222 1.328 221,3 172
7 Jón Ingi Ragnarsson KFR 231 213 258 195 207 224 1.328 221,3 172
8 Ásgeir Karl Gústafsson KR 247 262 174 137 197 224 1.241 206,8 85
9 Guðjón Júlíusson KFR 160 188 207 247 201 229 1.232 205,3 76
10 Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 238 185 205 174 214 202 1.218 203,0 62
11 Skúli Freyr Sigurðsson KFR 258 179 213 194 159 209 1.212 202,0 56
12 Guðmundur Sigurðsson ÍR 226 178 211 172 232 189 1.208 201,3 52
13 Tómas Freyr Garðarsson ÍA 236 218 222 181 205 146 1.208 201,3 52
14 Einar Már Björnsson ÍR 178 216 197 190 185 209 1.175 195,8 19
15 Ísak Birkir Sævarsson ÍA 235 190 143 220 206 167 1.161 193,5 5
16 Aron Hafþórsson KFR 191 169 222 181 167 226 1.156 192,7 0
17 Bjarni Páll Jakobsson KFR 203 177 157 181 198 238 1.154 192,3 -2
18 Freyr Bragason KFR 176 196 196 160 205 207 1.140 190,0 -16
19 Mikael Aron Vilhelmsson KFR 167 191 185 168 211 200 1.122 187,0 -34
20 Gústaf Smári Björnsson KFR 121 162 208 227 180 198 1.096 182,7 -60
21 Sigurður Björn Bjarkason ÍR 172 181 170 234 157 178 1.092 182,0 -64
22 Jóhann Ársæll Atlason ÍA 181 161 193 185 196 173 1.089 181,5 -67
23 Hlynur Helgi Atlason ÍA 167 169 177 187 216 168 1.084 180,7 -72
24 Matthías Leó Sigurðsson ÍA 158 151 202 191 180 199 1.081 180,2 -75
25 Tristan Máni Nínuson ÍR 211 178 202 150 143 143 1.027 171,2 -129
26 Daníel Ingi Gottskálksson ÍR 123 178 199 182 150 186 1.018 169,7 -138
27 Arnar Sæbergsson ÍR 139 179 138 206 159 150 971 161,8 -185
28 Einar Jóel Ingólfsson ÍA 188 157 173 161 137 116 932 155,3 -224
29 Alexander Halldórsson KFR 114 177 106 146 174 205 922 153,7 -234

Konur

      Leikir      Mism.
Sæti Nafn Félag 1 2 3 4 5 6 Samtals  Mtl í 10. sæti
1 Ástrós Pétursdóttir ÍR 178 193 165 252 169 179 1.136 189,3 145
2 Margrét Björg Jónsdóttir ÍR 143 180 213 259 164 167 1.126 187,7 135
3 Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 157 160 190 213 165 188 1.073 178,8 82
4 Marika Katarina E. Lönnroth KFR 164 190 216 159 133 184 1.046 174,3 55
5 Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 168 176 206 181 183 115 1.029 171,5 38
6 Helga Ósk Freysdóttir KFR 166 162 168 166 165 196 1.023 170,5 32
7 Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR 194 159 157 161 201 150 1.022 170,3 31
8 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 157 169 139 175 205 176 1.021 170,2 30
9 Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR 191 181 146 191 146 149 1.004 167,3 13
10 Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 160 145 162 154 209 161 991 165,2 0
11 Guðný Gunnarsdóttir ÍR 173 117 150 144 225 173 982 163,7 -9
12 Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA 166 166 161 159 147 170 969 161,5 -22
13 Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 142 128 192 135 130 136 863 143,8 -128
14 Ágústa Kristín Jónsdóttir KFA 168 108 140 140 155 140 851 141,8 -140
15 Jóna Gunnarsdóttir KFR 119 144 151 121 107 126 768 128,0 -223

Nýjustu fréttirnar