Þrír ættliðir keppa saman í deildarkeppni liða

Facebook
Twitter

Hvar annarsstaðar en í keilu er þetta mögulegt? Um helgina keppti lið KFR JP-Kast í 2. deildinni á Íslandsmóti liða í keilu og stillti JP-Kast menn upp þrem ættliðum í leiknum. Það voru þeir Ólafur Ólafsson, sonur hans Konráð Þór Ólafsson og hans sonur Ísak Freyr Konráðsson sem léku alla þrjá leikina og höfðu þeir sigur, 10 stig gegn 4 á móti félögum sínum úr KFR-Þröstum. Ólafur sem mun fagna 75 ára afmæli sínu síðar á árinu hefur verið virkur í keilusamfélaginu um langt árabil ásamt Konráði syni sínum. Og nú er Ísak Freyr kominn á fullt í íþróttinni og aldrei að vita nema þeir félagar eigi eftir að spila fleiri leiki saman á Íslandsmótinu.

Keila er ein fárra íþróttagreina þar sem fólk á öllum aldri getur keppt sem jafningi á við aðra og spannar aldursbil keppenda á hinum ýmsu mótum Keilusambands Íslands frá 6 ára aldri upp í áttrætt.

Frá vinstri: Ísak Freyr, Konráð Þór og höfðinginn Ólafur.

Nýjustu fréttirnar