28. Ársþing Keilusambands Íslands fór fram í dag

Facebook
Twitter

Í dag fór fram 28. Ársþing Keilusambands Íslands en þingið í ár var haldið í húsakynnum Íþróttafélags Asparinnar í Sigtúni Reykjavík. Dagskrá var skv. lögum og flutti formaður skýrslu stjórnar, gjaldkeri lagði fram skoðaða reikninga sambandsins og nefndarstörf fóru fram og mál afgreidd eftir þau störf.

Á þinginu voru þau Jónína Björg Magnúsdóttir frá ÍA og Guðjón Júlíusson úr KFR sæmd Silfurmerki KLÍ fyrir störf þeirra í þágu keilunnar bæði heima í félagi sem og innan KLÍ.

Kosið var um tvö sæti í aðalstjórn og voru þau Einar Jóel Ingólfsson ÍA og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR ein í framboði og því sjálfkjörin. Hörður Ingi Jóhannsson ÍR, Svavar Þór Einarsson ÍR og Helga Hákonardóttir Ösp voru kjörin varamenn til eins árs. Fyrir í stjórn sitja Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR formaður, Hafþór Harðarson ÍR varaformaður og Skúli Freyr Sigurðsson KFR meðstjórnandi.

Lagabreytingar voru afgreiddar á þinginu en í stuttu máli var önnur breytingin tæknilegs eðlis þ.e. varðandi verkaskiptingu stjórnar KLÍ en hinsvegar var gerð breyting á 13. grein laga KLÍ sem áður sagði að nefndarmenn í Aganefnd megi ekki sitja í stjórnum aðildarfélaga. Var það samþykkt en þó með bókun um að almennt gilda hæfisákvæði í málum þar sem taka þarf ákvörðun er varðar t.d. félag.

Lagt var til að breyta reglugerðum er snúa að búningum og er þá opnað á tegundir en engu að síður haldið við að búningar séu sömu gerðar og í sama lit. Einnig var stjórn falið að útfæra nánar að afnema framfaraverðlaun í deildum en þess í stað taka upp val á nýliðum ársins í bæði karla- og kvennaflokki.

Þinggerð og ársskýrsla mun birtast hér á vefnum þegar þinggerð verður tilbúin.

Nýjustu fréttirnar