Skip to content

Fyrri degi liðakeppni 5 manna liða á EMC 2019 lokið

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í dag voru spilaðir fyrri 3 leikirnir í liðakeppni 5 manna liða á Evrópumóti karlalandsliða í keilu en mótið fer fram í Þýskalandi eins og fram hefur komið. Íslenska liðið er skipað þeim Andrési Páli, Arnari Davíð, Einari Má, Gunnari Þór og Jóni Inga. Strákarnir fóru heldur betur vel af stað og spiluðu fyrsta leikinn með 1.125 pinnum eða 225,0 í meðaltal og fóru í efsta sætið. Þeir gáfu síðan ögn eftir í næstu tveim leikjum sem fóru 907 og 938. Eru þeir með samtals 2.970 pinna eða 198 meðaltal og eru í 10. sæti eftir fyrri hlutann af alls 31 liðum. Best spilaði Andrés Páll en hann var með 644 seríu eða 214,7 í meðaltal.

Arnar Davíð er sem stendur í 21. sæti í heildarkeppni einstaklinga í mótinu, Andrés Páll er að banka á 24. manna dyrnar en hann er í 27. sæti með 202,6 í meðaltal. Íslandsvinurinn Mattias Wetterberg frá Svíþjóð er í 24. sætinu með 203,2.

Seinni leikirnir fara svo fram á morgun kl. 7 að íslenskum tíma. Hægt er að horfa á beina útsendingu á YouTube og svo eru skor, stöður og allar upplýsingar á vefsíðu mótsins.

Nýjustu fréttirnar