Ástrós Pétursdóttir í 16. sæti á ECC18

Facebook
Twitter

Ástrós Pétursdóttir og Gústaf Smári BjörnssonUm helgina lauk Evrópumóti landsmeistara í Langen í Þýskalandi. Ástrós Pétursdóttir spilaði sig inn í topp 16 með góðum lokaspretti í seinni umferð forkeppninnar og fór milliriðillinn fram á laugardaginn. Ástrós náði sér ekki almennilega á strik þar og endaði í 16. sæti sem engu að síður er fínn árangur. Gústaf Smári Björnsson endaði í 32. sæti eftir forkeppnina.

Til úrslita á mótinu hjá konum léku þær Mai Ginge Jensen frá Danmörku og Eliisa Hiltunen frá Finnlandi. Var það Jensen sem stóð uppi sem sigurvegari í tveim leikjum. Hjá körlum var það Íslandsvinurinn Jesper Agerbo frá Danmörku sem sigraði mótið 2016 sem lék á móti heimamanninum Bodo Konieczny. Var sú úrslitaviðureign ansi spennandi en fór svo að heimamaðurinn Konieczny sigraði í þrem leikjum. Tapaði hann fyrsta leik 196 – 255 hjá Agerbo en vann næstu tvo leiki báða í 10. ramma 242 – 236 og loks 263 – 258.

Þess má geta að Jesper Agerbo verður gestur ÍR á RIG 2019 og kemur hann með tæplega 30 manna hóp á mótið.

Allar upplýsingar um ECC2018 má finna á vefsíðu mótsins.

Nýjustu fréttirnar