Íslandsmeistarar Öldunga 2018

Facebook
Twitter

Ragna Matthíasdóttir KFR og Guðmundur Sigurðsson ÍA eru Íslandsmeistarar öldunga 2018. Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandsmóti öldunga en þá var leikið í 6 manna undanúrslitum og loks úrslitum tveggja efstu í hvorum flokki. Eftir forkeppnina var Björn G. Sigurðsson KFR í efsta sæti í karlaflokki og Guðmundur Sigurðsson í öðru sæti. Ragna Matthíasdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki en Helga Sigurðardóttir KFR var í öðru sæti. Efra sætið eftir undanúrslit þurfti tvo vinninga í úrslitum til að hampa titlinum en neðra sætið þurfti 3 sigra. Guðmundur byrjaði af krafti og vann fyrstu tvo leikina en Björn náði sigri í þriðja leiknum. Því varð hreinn úrslitaleikur hjá körlunum í leik 4 og fór svo að Guðmundur hafði betur þar 226 gegn 166. Guðmundur varði því titilinn en hann sigraði einnig í fyrra.

Helga hafði líka betur í fyrstu tveim leikjunum úrslitum í kvennaflokki en Ragna náði sigri í leik þrjú og því þurfti líka hreinan úrslitaleik hjá þeim. Tók Ragna þann leik með 183 pinnum gegn 159.

Í þriðja sæti í karlaflokki varð síðan Sveinn Þrastarson KFR og í þriðja sæti í kvennaflokki varð Sigurlaug Jakobsdóttir KFR.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjustu fréttirnar